Velti fyrir sér hvernig höfuðpaurarnir gátu leikið lausum hala Sylvía Hall skrifar 22. febrúar 2021 19:48 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að tryggja að lögregla hafi þær heimildir sem þurfa til að upplýsa mál. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður, útilokar ekki að það vanti frumkvæði eða vilja hjá lögreglu til þess að hefja rannsókn þegar vísbendingar eru um ólöglega háttsemi. Löggjafinn þurfi þó að tryggja að lögregla hafi þær heimildir sem til þurfa. Árni Þór Sigmundsson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýndi þá sem hafa farið fyrir fíkniefnarannsóknum hér á landi, en Vísir greindi frá því í dag að lögregla hefði í mörg ár sýnt ábendingum um tiltekinn einstakling lítinn áhuga, þrátt fyrir vísbendingar um gífurlegan auð án skýringa. „Um áratuga skeið hefur tiltekinn einstaklingur verið orðaður við ýmislegt, æði misjafnt og hann hefur auðgast gífurlega án þess að sýna skýranlega innkomu og það fyrir allra augum,“ segir Árni Þór. Vilhjálmur ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segist hafa spurt sjálfan sig sömu spurninga á sínum tíma í lögreglunni. „Hvaðan koma peningarnir og hvernig geta höfuðpaurarnir oft leikið lausum hala og lifað svona hátt? Þarna er náttúrulega nærtækast að elta peningana – hvar er peningaþvættið og annað slíkt?“ Hann segir nauðsynlegt að lögreglan hafi þær heimildir sem þurfa í slíkum rannsóknum og bætir við að nú þegar sé hafin vinna við það að auka samstarf milli stofnana. Stórt skref hafi verið stigið með stofnun embættis héraðssaksóknara. „Svo liggur fyrir þinginu núna breyting um að Embætti skattrannsóknarstjóra gangi inn í Ríkisskattstjóra að hluta til og eitthvað frekar til lögreglunnar. Þá er kannski verið að stytta þessar boðleiðir og auka yfirsýn.“ „Þurfum að vera á tánum“ Aðspurður hvers vegna hann telji lögreglu ekki hafa sinnt frumkvæðisskyldu sinni segir Vilhjálmur ekki útiloka að það vanti viljann til að ganga inn í slík mál. Til að mynda hafi verið rætt um í tengslum við núverandi rannsókn á morðinu í Rauðagerði að það gæti vantað vissar heimildir. „Það eru líka fleiri á þessari skoðun eins og Árni Þór, enda var málið sent til héraðssaksóknara til rannsóknar út af þessu. Út frá því er þessi leki kominn, einhverjum þótti þetta óeðlilegt og því var gerð rannsókn á því innan lögreglunnar hvað hefði farið úrskeiðis. Hvort það væri einhver ástæða fyrir því að frumkvæðið væri ekki meira en þetta.“ Hann segir mikilvægt að vera á tánum í þessum málum, enda sé ákall frá samfélaginu að koma í veg fyrir hneykslismál á borð við það sem Árni vísar til. Sjálfur trúi hann því að Ísland sé á þeirri vegferð, en þó sé alltaf hægt að gera betur. „Ef það er eitthvað óeðlilegt innan lögreglunnar og einhverjir eru að fá einhverja sérstaka meðferð eiga að vera komnir skýrari ferlar til að fylgjast með því. Það er erfiðara ef þetta er eitthvað skipulagt innan lögreglunnar. Við þurfum að auka samstarfið með skattrannsóknum og fjármunabrotum og skipulagðri glæpastarfsemi hjá lögreglu svo það sé hægt að tengja þarna á milli.“ Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Morð í Rauðagerði Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Árni Þór Sigmundsson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýndi þá sem hafa farið fyrir fíkniefnarannsóknum hér á landi, en Vísir greindi frá því í dag að lögregla hefði í mörg ár sýnt ábendingum um tiltekinn einstakling lítinn áhuga, þrátt fyrir vísbendingar um gífurlegan auð án skýringa. „Um áratuga skeið hefur tiltekinn einstaklingur verið orðaður við ýmislegt, æði misjafnt og hann hefur auðgast gífurlega án þess að sýna skýranlega innkomu og það fyrir allra augum,“ segir Árni Þór. Vilhjálmur ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segist hafa spurt sjálfan sig sömu spurninga á sínum tíma í lögreglunni. „Hvaðan koma peningarnir og hvernig geta höfuðpaurarnir oft leikið lausum hala og lifað svona hátt? Þarna er náttúrulega nærtækast að elta peningana – hvar er peningaþvættið og annað slíkt?“ Hann segir nauðsynlegt að lögreglan hafi þær heimildir sem þurfa í slíkum rannsóknum og bætir við að nú þegar sé hafin vinna við það að auka samstarf milli stofnana. Stórt skref hafi verið stigið með stofnun embættis héraðssaksóknara. „Svo liggur fyrir þinginu núna breyting um að Embætti skattrannsóknarstjóra gangi inn í Ríkisskattstjóra að hluta til og eitthvað frekar til lögreglunnar. Þá er kannski verið að stytta þessar boðleiðir og auka yfirsýn.“ „Þurfum að vera á tánum“ Aðspurður hvers vegna hann telji lögreglu ekki hafa sinnt frumkvæðisskyldu sinni segir Vilhjálmur ekki útiloka að það vanti viljann til að ganga inn í slík mál. Til að mynda hafi verið rætt um í tengslum við núverandi rannsókn á morðinu í Rauðagerði að það gæti vantað vissar heimildir. „Það eru líka fleiri á þessari skoðun eins og Árni Þór, enda var málið sent til héraðssaksóknara til rannsóknar út af þessu. Út frá því er þessi leki kominn, einhverjum þótti þetta óeðlilegt og því var gerð rannsókn á því innan lögreglunnar hvað hefði farið úrskeiðis. Hvort það væri einhver ástæða fyrir því að frumkvæðið væri ekki meira en þetta.“ Hann segir mikilvægt að vera á tánum í þessum málum, enda sé ákall frá samfélaginu að koma í veg fyrir hneykslismál á borð við það sem Árni vísar til. Sjálfur trúi hann því að Ísland sé á þeirri vegferð, en þó sé alltaf hægt að gera betur. „Ef það er eitthvað óeðlilegt innan lögreglunnar og einhverjir eru að fá einhverja sérstaka meðferð eiga að vera komnir skýrari ferlar til að fylgjast með því. Það er erfiðara ef þetta er eitthvað skipulagt innan lögreglunnar. Við þurfum að auka samstarfið með skattrannsóknum og fjármunabrotum og skipulagðri glæpastarfsemi hjá lögreglu svo það sé hægt að tengja þarna á milli.“
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Morð í Rauðagerði Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira