Ætla að opna hárgreiðslustofur og leyfa áhorfendur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. febrúar 2021 17:36 Boris Johnson, breski forsætisráðherrann, með áætlunina í svartri möppu. Hann verður ef til vill ánægður að komast í klippingu þann 12. apríl ef áætlunin heldur. AP/Matt Dunham Skólar verða opnaðir á ný á Bretlandi þann 8. mars og fólk á dvalarheimilum má fá einn gest. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti áform um afléttingu takmarkana í dag. Áætlun Bretlandsstjórnar skiptist í fjóra hluta en greindum smitum á dag hefur fækkað mikið frá hápunktinum um áramótin. Á milli skrefanna fjögurra munu stjórnvöld safna saman gögnum og skoða þau til þess að ákveða hvort ráðlegt sé að halda áfram. Breytingarnar munu taka gildi á landinu öllu. Skólar opnaðir og hittingar utandyra Strax þann 8. mars verða skólar opnaðir á ný og Bretum verður leyft að hitta að hámarki einn utandyra, til dæmis til þess að fá sér kaffibolla saman. Íbúar dvalarheimila mega fá að hámarki einn gest en að öðru leyti eiga landsmenn enn að halda sig heima. Fyrsti hluti áætlunarinnar er tvískiptur en þann 29. mars verður heimilt að koma saman utandyra í sex manna hópum. Íþróttaiðkun utandyra verður leyfð á ný og tilskipun um að halda sig heima fellur úr gildi. Fólki verður þó enn ráðlagt að vinna að heiman. Allir í klippingu Stefnt er að því að heimila opnun hárgreiðslu- og naglastofa og annarrar starfsemi sem ekki telst bráðnauðsynleg þann 12. apríl. Loksins komast Bretar sum sé í klippingu. Bjórþyrstir Bretar geta svo mætt aftur á barinn þennan sama dag, en einungis utandyra. Líkamsræktarstöðvar, dýragarðar og sundlaugar verða opnaðar á ný og þrjátíu mega sækja jarðarfarir. Raheem Sterling skoraði sigurmark Manchester City gegn Arsenal um helgina en engir áhorfendur voru á vellinum til að fagna markinu. Það gæti breyst þann 17. maí.AP/Julian Finney Áhorfendur á íþróttaleikjum Þann 17. maí, sjálfan þjóðhátíðardag Norðmanna, verða samkomur utandyra takmarkaðar við þrjátíu og sex verður heimilt að hittast innanhúss. Hægt verður að setjast inn á krár eða í bíósal. Áhugafólk um íþróttir gleðst væntanlega yfir þeim tíðindum að til stendur að leyfa þúsund áhorfendur innanhúss og fjögur þúsund undir berum himni. Á stórum leikvöngum, til dæmis knattspyrnuvöllum, mega áhorfendur vera tíu þúsund. Síðasti hlutinn er svo þann 21. júní og er stefnt að því að afnema allar takmarkanir á samkomur þann dag. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Áætlun Bretlandsstjórnar skiptist í fjóra hluta en greindum smitum á dag hefur fækkað mikið frá hápunktinum um áramótin. Á milli skrefanna fjögurra munu stjórnvöld safna saman gögnum og skoða þau til þess að ákveða hvort ráðlegt sé að halda áfram. Breytingarnar munu taka gildi á landinu öllu. Skólar opnaðir og hittingar utandyra Strax þann 8. mars verða skólar opnaðir á ný og Bretum verður leyft að hitta að hámarki einn utandyra, til dæmis til þess að fá sér kaffibolla saman. Íbúar dvalarheimila mega fá að hámarki einn gest en að öðru leyti eiga landsmenn enn að halda sig heima. Fyrsti hluti áætlunarinnar er tvískiptur en þann 29. mars verður heimilt að koma saman utandyra í sex manna hópum. Íþróttaiðkun utandyra verður leyfð á ný og tilskipun um að halda sig heima fellur úr gildi. Fólki verður þó enn ráðlagt að vinna að heiman. Allir í klippingu Stefnt er að því að heimila opnun hárgreiðslu- og naglastofa og annarrar starfsemi sem ekki telst bráðnauðsynleg þann 12. apríl. Loksins komast Bretar sum sé í klippingu. Bjórþyrstir Bretar geta svo mætt aftur á barinn þennan sama dag, en einungis utandyra. Líkamsræktarstöðvar, dýragarðar og sundlaugar verða opnaðar á ný og þrjátíu mega sækja jarðarfarir. Raheem Sterling skoraði sigurmark Manchester City gegn Arsenal um helgina en engir áhorfendur voru á vellinum til að fagna markinu. Það gæti breyst þann 17. maí.AP/Julian Finney Áhorfendur á íþróttaleikjum Þann 17. maí, sjálfan þjóðhátíðardag Norðmanna, verða samkomur utandyra takmarkaðar við þrjátíu og sex verður heimilt að hittast innanhúss. Hægt verður að setjast inn á krár eða í bíósal. Áhugafólk um íþróttir gleðst væntanlega yfir þeim tíðindum að til stendur að leyfa þúsund áhorfendur innanhúss og fjögur þúsund undir berum himni. Á stórum leikvöngum, til dæmis knattspyrnuvöllum, mega áhorfendur vera tíu þúsund. Síðasti hlutinn er svo þann 21. júní og er stefnt að því að afnema allar takmarkanir á samkomur þann dag.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira