Langþráð lækning AHC sjúkdómsins mögulega í sjónmáli Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar 22. febrúar 2021 17:00 Rannsóknir vísindamanna við hinn virta bandaríska háskóla Duke University benda til þess að langþráð lækning við AHC taugasjúkdóminum kunni að vera í sjónmáli með sérstakri genameðferð. Tilraunir rannsóknarinnar voru gerðar á músum og vekja niðurstöðurnar vonir um að sambærileg genameðferð geti mögulega reynst áhrifarík í meðhöndlun ýmissa annarra genatengdra sjúkdóma, þar á meðal t.d. heilabilunar- og hrörnunarsjúkdóma á borð við Alzheimer og Parkinsons. Ritrýnd grein um rannsóknina var birt á netmiðli vísindaútgáfunnar Human Gene Therapy þann 12. febrúar sl. og er væntanleg í prentútgáfu á næstunni. AHC (Alternating Hempilegia of Childhood) er afar sjaldgæfur og flókinn taugasjúkdómur sem leggst á börn áður en þau ná 18 mánaða aldri. Líkurnar á að fá sjúkdóminn eru um einn á móti milljón og í 70% tilfella er ástæðan stökkbreyting í geni sem ber nafnið ATP1A3. Öll einkenni allra taugasjúkdóma geta birst í AHC sjúkdóminum og má til sanns vegar færa að hvert fórnarlamb hans þjáist í raun af mörgum taugasjúkdómum í senn með öllum þeim skelfilegu einkennum sem því fylgja. Til þessa hefur engin lækning á AHC fundist, hvorki lyfjameðferð né genameðferð. Nú gæti breyting þar á verið í uppsiglingu. Tilraunin var gerð með svokallaðri AAV genameðferð á músum með stökkbreytta ATP1A3 genið. Heilbrigt erfðaefni er sett í vírus sem sprautað er í mænuvökvann. Þaðan fer vírusinn upp í heila þar sem hann „smitar“ heilafrumur með því að sprauta heilbrigða erfðaefninu í heilafrumurnar í þeirri von að genið fari þá að virka eðlilega. Mælanlegar breytingar urðu á músunum sem teljast ígildi sönnunar á virkni meðferðarinnar. Um leið er kominn grundvöllur fyrir frekari rannsóknum og hefur Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna heitið ríflegum styrk til þess að taka rannsóknina upp á næsta stig. Í því er mikill vonarneisti fólginn fyrir þau börn sem nú kljást við AHC sjúkdóminn. Á Íslandi er ein stúlka, Sunna Valdís Sigurðardóttir, 15 ára, greind með Alternating Hempilegia of Childhood. Foreldrar hennar stofnuðu AHC samtökin á Íslandi árið 2009 sem á ýmsan hátt hafa lagt mikið af mörkum til þeirrar alþjóðlegu vitundarvakningar sem orðið hefur um þennan sjúkdóm. Samtökin framleiddu m.a. heimildarmyndina Human Timebombs (sjá slóð) , sem framleidd hefur verið á tólf tungumálum og er notuð sem kennsluefni í mörgum af stærstu háskólum Evrópu og Bandaríkjanna. Faðir Sunnu Valdísar, Sigurður Hólmar Jóhannesson (undirritaður), er forseti Evrópskra foreldrasamtaka barna með AHC sjúkdóminn og hefur í því hlutverki haldið fjölda fyrirlestra um kynni sín af sjúkdómnum og leitina að meðferðarúrræðum frá því dóttir hans greindist. Höfundur er forseti Evrópskra foreldrasamtaka barna með AHC sjúkdóminn. Rannsóknin var framkvæmd af tólf manna teymi sem var leitt af Arsen S. Hunanyan, rannsakanda við Duke University. Í útdrætti rannsóknarstofustjórans, prófessors Mohamad A. Mikati, sem birtist á IAHCRC (sjá slóð neðar ) segir: Adeno-Associated Virus-Mediated Gene Therapy in the Mashlool, Atp1a3Mashl/+, Mouse Model of Alternating Hemiplegia of Childhood Abstract: Alternating Hemiplegia of Childhood (AHC) is a devastating autosomal dominant disorder caused by ATP1A3 mutations, resulting in severe hemiplegia and dystonia spells, ataxia, debilitating disabilities, and premature death. Here, we determine the effects of delivering an extra copy of the normal gene in a mouse model carrying the most common mutation causing AHC in humans, the D801N mutation. We used an adeno-associated virus serotype 9 (AAV9) vector expressing the human ATP1A3 gene under the control of a human Synapsin promoter. We first demonstrated that intracerebroventricular (ICV) injection of this vector in wild-type mice on postnatal day 10 (P10) results in increases in ouabain-sensitive ATPase activity and in expression of reporter genes in targeted brain regions. We then tested this vector in mutant mice. Simultaneous intracisterna magna and bilateral ICV injections of this vector at P10 resulted, at P40, in reduction of inducible hemiplegia spells, improvement in balance beam test performance, and prolonged survival of treated mutant mice up to P70. Our study demonstrates, as a proof of concept, that gene therapy can induce favorable effects in a disease caused by a mutation of the gene of a protein that is, at the same time, an ATPase enzyme, a pump, and a signal transduction factor. https://www.liebertpub.com/doi/full/10.1089/hum.2020.191 http://www.iahcrc.net/news.html https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/33577387/ https://humantimebombs.com/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknir vísindamanna við hinn virta bandaríska háskóla Duke University benda til þess að langþráð lækning við AHC taugasjúkdóminum kunni að vera í sjónmáli með sérstakri genameðferð. Tilraunir rannsóknarinnar voru gerðar á músum og vekja niðurstöðurnar vonir um að sambærileg genameðferð geti mögulega reynst áhrifarík í meðhöndlun ýmissa annarra genatengdra sjúkdóma, þar á meðal t.d. heilabilunar- og hrörnunarsjúkdóma á borð við Alzheimer og Parkinsons. Ritrýnd grein um rannsóknina var birt á netmiðli vísindaútgáfunnar Human Gene Therapy þann 12. febrúar sl. og er væntanleg í prentútgáfu á næstunni. AHC (Alternating Hempilegia of Childhood) er afar sjaldgæfur og flókinn taugasjúkdómur sem leggst á börn áður en þau ná 18 mánaða aldri. Líkurnar á að fá sjúkdóminn eru um einn á móti milljón og í 70% tilfella er ástæðan stökkbreyting í geni sem ber nafnið ATP1A3. Öll einkenni allra taugasjúkdóma geta birst í AHC sjúkdóminum og má til sanns vegar færa að hvert fórnarlamb hans þjáist í raun af mörgum taugasjúkdómum í senn með öllum þeim skelfilegu einkennum sem því fylgja. Til þessa hefur engin lækning á AHC fundist, hvorki lyfjameðferð né genameðferð. Nú gæti breyting þar á verið í uppsiglingu. Tilraunin var gerð með svokallaðri AAV genameðferð á músum með stökkbreytta ATP1A3 genið. Heilbrigt erfðaefni er sett í vírus sem sprautað er í mænuvökvann. Þaðan fer vírusinn upp í heila þar sem hann „smitar“ heilafrumur með því að sprauta heilbrigða erfðaefninu í heilafrumurnar í þeirri von að genið fari þá að virka eðlilega. Mælanlegar breytingar urðu á músunum sem teljast ígildi sönnunar á virkni meðferðarinnar. Um leið er kominn grundvöllur fyrir frekari rannsóknum og hefur Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna heitið ríflegum styrk til þess að taka rannsóknina upp á næsta stig. Í því er mikill vonarneisti fólginn fyrir þau börn sem nú kljást við AHC sjúkdóminn. Á Íslandi er ein stúlka, Sunna Valdís Sigurðardóttir, 15 ára, greind með Alternating Hempilegia of Childhood. Foreldrar hennar stofnuðu AHC samtökin á Íslandi árið 2009 sem á ýmsan hátt hafa lagt mikið af mörkum til þeirrar alþjóðlegu vitundarvakningar sem orðið hefur um þennan sjúkdóm. Samtökin framleiddu m.a. heimildarmyndina Human Timebombs (sjá slóð) , sem framleidd hefur verið á tólf tungumálum og er notuð sem kennsluefni í mörgum af stærstu háskólum Evrópu og Bandaríkjanna. Faðir Sunnu Valdísar, Sigurður Hólmar Jóhannesson (undirritaður), er forseti Evrópskra foreldrasamtaka barna með AHC sjúkdóminn og hefur í því hlutverki haldið fjölda fyrirlestra um kynni sín af sjúkdómnum og leitina að meðferðarúrræðum frá því dóttir hans greindist. Höfundur er forseti Evrópskra foreldrasamtaka barna með AHC sjúkdóminn. Rannsóknin var framkvæmd af tólf manna teymi sem var leitt af Arsen S. Hunanyan, rannsakanda við Duke University. Í útdrætti rannsóknarstofustjórans, prófessors Mohamad A. Mikati, sem birtist á IAHCRC (sjá slóð neðar ) segir: Adeno-Associated Virus-Mediated Gene Therapy in the Mashlool, Atp1a3Mashl/+, Mouse Model of Alternating Hemiplegia of Childhood Abstract: Alternating Hemiplegia of Childhood (AHC) is a devastating autosomal dominant disorder caused by ATP1A3 mutations, resulting in severe hemiplegia and dystonia spells, ataxia, debilitating disabilities, and premature death. Here, we determine the effects of delivering an extra copy of the normal gene in a mouse model carrying the most common mutation causing AHC in humans, the D801N mutation. We used an adeno-associated virus serotype 9 (AAV9) vector expressing the human ATP1A3 gene under the control of a human Synapsin promoter. We first demonstrated that intracerebroventricular (ICV) injection of this vector in wild-type mice on postnatal day 10 (P10) results in increases in ouabain-sensitive ATPase activity and in expression of reporter genes in targeted brain regions. We then tested this vector in mutant mice. Simultaneous intracisterna magna and bilateral ICV injections of this vector at P10 resulted, at P40, in reduction of inducible hemiplegia spells, improvement in balance beam test performance, and prolonged survival of treated mutant mice up to P70. Our study demonstrates, as a proof of concept, that gene therapy can induce favorable effects in a disease caused by a mutation of the gene of a protein that is, at the same time, an ATPase enzyme, a pump, and a signal transduction factor. https://www.liebertpub.com/doi/full/10.1089/hum.2020.191 http://www.iahcrc.net/news.html https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/33577387/ https://humantimebombs.com/
Abstract: Alternating Hemiplegia of Childhood (AHC) is a devastating autosomal dominant disorder caused by ATP1A3 mutations, resulting in severe hemiplegia and dystonia spells, ataxia, debilitating disabilities, and premature death. Here, we determine the effects of delivering an extra copy of the normal gene in a mouse model carrying the most common mutation causing AHC in humans, the D801N mutation. We used an adeno-associated virus serotype 9 (AAV9) vector expressing the human ATP1A3 gene under the control of a human Synapsin promoter. We first demonstrated that intracerebroventricular (ICV) injection of this vector in wild-type mice on postnatal day 10 (P10) results in increases in ouabain-sensitive ATPase activity and in expression of reporter genes in targeted brain regions. We then tested this vector in mutant mice. Simultaneous intracisterna magna and bilateral ICV injections of this vector at P10 resulted, at P40, in reduction of inducible hemiplegia spells, improvement in balance beam test performance, and prolonged survival of treated mutant mice up to P70. Our study demonstrates, as a proof of concept, that gene therapy can induce favorable effects in a disease caused by a mutation of the gene of a protein that is, at the same time, an ATPase enzyme, a pump, and a signal transduction factor. https://www.liebertpub.com/doi/full/10.1089/hum.2020.191 http://www.iahcrc.net/news.html https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/33577387/ https://humantimebombs.com/
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun