Spillingin liggur víða Brynjar Níelsson skrifar 22. febrúar 2021 10:03 Ég varð mjög hugsi þegar forsvarsmenn Gagnsæis, sem er Íslandsdeild Transparency International, tilkynntu með miklum þunga að spilling á Íslandi hefði aukist á milli ára eins og öll síðustu tíu ár samkvæmt mælingum á spillingarvísitölu þeirra. Það gerist á sama tíma og Alþingi hefur staðið í umtalsverðum lagabreytingum í þeim tilgangi að sporna við og draga úr möguleika á spillingu. Má þar nefna ný upplýsingalög og breytingar á þeim síðustu ár til að auka gagnsæi í stjórnsýslunni og meðferð mála þar. Hertar reglur um fjármál stjórnmálaflokka og aukið eftirlit. Settar hafa verið siðareglur og gerðar auknar kröfur um hagsmunaskráningu þeirra sem fara með opinbert vald. Aukið gangsæi í opinberum innkaupum með lögum frá árinu 2016. Rannsókn og saksókn í efnahagsbrotum bætt til muna og refsingar fyrir mútur þyngdar. Þá tóku gildi á síðasta ári lög um vernd uppljóstrara og varnir efldar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þar sem þessi mæling og þróun á spillingarvísitölu Íslands stenst augljóslega enga skoðun vaknaði áhugi minn á því hverjir stæðu að baki Íslandsdeild Transparency International, sem kallar sig Gagnsæi, og hverjir mæli þessa spillingu og hvernig. Í ljós kom að í stjórn og framkvæmdastjórn Gagnsæis er fólk sem hefur verið áberandi þátttakendur í stjórnmálum og pólitískri umræðu og verið mjög gagnrýnið á ríkisstjórnir frá árinu 2013. Þá þegar byrjuðu að klingja viðvörunarbjöllur hjá mér og urðu háværari eftir að Viðskiptablaðið gerði mjög góða úttekt á þessu ferli öllu saman. Samkvæmt umfjöllun blaðsins eru sjö alþjóðlegar stofnanir sem leggja mat á spillingu í hverju ríki. Nú liggur ekki fyrir við hvaða „sérfræðinga“ þessar stofnanir töluðu við í matinu á spillingu á Íslandi en ætla má að þeir hafi fæstir verið vel kunnugir því sem löggjafinn og stjórnvöld hafi verið að gera á undanförnum árum í baráttu gegn hvers konar spillingu eða ákveðið að líta fram hjá því. Ein þessara stofnana, Bertelsmann Foundation, var fullkomlega á skjön við hinar sex í matinu. Samkvæmt niðurstöðu hennar er Ísland á pari við Mexíkó og Búlgaríu þegar kemur að spillingu í opinbera kerfinu. Hver skyldi svo hafa verið í framlínunni hjá þessari stofnun? Jú, enginn annar en Þorvaldur Gylfason af öllum mönnum. Þorvaldur hefur ekki aðeins verið þátttakandi í pólitískri umræðu heldur einnig verið í framboði til Alþingis, að vísu án nokkurs árangurs. Byggðist sú barátta hans á því að hér væri allt grasserandi í spillingu og pólitískir andstæðingar hans, hvort sem það voru flokkar eða einstaklingar, væru spilltir niður í tær. Ég er stuðningsmaður frjálsra félagasamtaka sem berjast fyrir göfugum markmiðum, til dæmis fyrir mannréttindum og gegn spillingu. Traust og trúverðugleiki er forsenda þess að slík félagsamtök fái þrifist. Þegar fulltrúar Gagnsæis komu fram og fluttu okkur með miklum þunga og sorg í hjarta að spilling á Íslandi sé að aukast á milli ára, án þess að munur milli áranna væri tölfræðilega martækur, vaknar grunur um að eitthvað annað sé að baki en fræði og hlutleysi. Ekki bætir úr skák að þessi fráleita niðurstaða á spillingarvísitölu Íslands byggist á mati Þorvaldar Gylfasonar. Menn sem ólust upp í aftursæti ráðherrabifreiðar og fengið allt upp í hendurnar án þess að þurfa að hafa fyrir nokkru og finnst að auki eðlilegt að klíkubræður og vinir ráði því hverjir verði ritstjórar hagfræðirits sem norrænu ríkin gefa út, eiga síst allra að mæla og meta spillingu hjá öðrum. Ef alþjóðlegu samtökin, Transparency International, láta þessi vinnubrögð óátalin, eins og allt bendir til, glata þeir trausti og trúverðugleika. Það væri miður því mikilvægt er að veita stjórnvöldum á hverjum tíma aðhald. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Alþingi Stjórnsýsla Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég varð mjög hugsi þegar forsvarsmenn Gagnsæis, sem er Íslandsdeild Transparency International, tilkynntu með miklum þunga að spilling á Íslandi hefði aukist á milli ára eins og öll síðustu tíu ár samkvæmt mælingum á spillingarvísitölu þeirra. Það gerist á sama tíma og Alþingi hefur staðið í umtalsverðum lagabreytingum í þeim tilgangi að sporna við og draga úr möguleika á spillingu. Má þar nefna ný upplýsingalög og breytingar á þeim síðustu ár til að auka gagnsæi í stjórnsýslunni og meðferð mála þar. Hertar reglur um fjármál stjórnmálaflokka og aukið eftirlit. Settar hafa verið siðareglur og gerðar auknar kröfur um hagsmunaskráningu þeirra sem fara með opinbert vald. Aukið gangsæi í opinberum innkaupum með lögum frá árinu 2016. Rannsókn og saksókn í efnahagsbrotum bætt til muna og refsingar fyrir mútur þyngdar. Þá tóku gildi á síðasta ári lög um vernd uppljóstrara og varnir efldar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þar sem þessi mæling og þróun á spillingarvísitölu Íslands stenst augljóslega enga skoðun vaknaði áhugi minn á því hverjir stæðu að baki Íslandsdeild Transparency International, sem kallar sig Gagnsæi, og hverjir mæli þessa spillingu og hvernig. Í ljós kom að í stjórn og framkvæmdastjórn Gagnsæis er fólk sem hefur verið áberandi þátttakendur í stjórnmálum og pólitískri umræðu og verið mjög gagnrýnið á ríkisstjórnir frá árinu 2013. Þá þegar byrjuðu að klingja viðvörunarbjöllur hjá mér og urðu háværari eftir að Viðskiptablaðið gerði mjög góða úttekt á þessu ferli öllu saman. Samkvæmt umfjöllun blaðsins eru sjö alþjóðlegar stofnanir sem leggja mat á spillingu í hverju ríki. Nú liggur ekki fyrir við hvaða „sérfræðinga“ þessar stofnanir töluðu við í matinu á spillingu á Íslandi en ætla má að þeir hafi fæstir verið vel kunnugir því sem löggjafinn og stjórnvöld hafi verið að gera á undanförnum árum í baráttu gegn hvers konar spillingu eða ákveðið að líta fram hjá því. Ein þessara stofnana, Bertelsmann Foundation, var fullkomlega á skjön við hinar sex í matinu. Samkvæmt niðurstöðu hennar er Ísland á pari við Mexíkó og Búlgaríu þegar kemur að spillingu í opinbera kerfinu. Hver skyldi svo hafa verið í framlínunni hjá þessari stofnun? Jú, enginn annar en Þorvaldur Gylfason af öllum mönnum. Þorvaldur hefur ekki aðeins verið þátttakandi í pólitískri umræðu heldur einnig verið í framboði til Alþingis, að vísu án nokkurs árangurs. Byggðist sú barátta hans á því að hér væri allt grasserandi í spillingu og pólitískir andstæðingar hans, hvort sem það voru flokkar eða einstaklingar, væru spilltir niður í tær. Ég er stuðningsmaður frjálsra félagasamtaka sem berjast fyrir göfugum markmiðum, til dæmis fyrir mannréttindum og gegn spillingu. Traust og trúverðugleiki er forsenda þess að slík félagsamtök fái þrifist. Þegar fulltrúar Gagnsæis komu fram og fluttu okkur með miklum þunga og sorg í hjarta að spilling á Íslandi sé að aukast á milli ára, án þess að munur milli áranna væri tölfræðilega martækur, vaknar grunur um að eitthvað annað sé að baki en fræði og hlutleysi. Ekki bætir úr skák að þessi fráleita niðurstaða á spillingarvísitölu Íslands byggist á mati Þorvaldar Gylfasonar. Menn sem ólust upp í aftursæti ráðherrabifreiðar og fengið allt upp í hendurnar án þess að þurfa að hafa fyrir nokkru og finnst að auki eðlilegt að klíkubræður og vinir ráði því hverjir verði ritstjórar hagfræðirits sem norrænu ríkin gefa út, eiga síst allra að mæla og meta spillingu hjá öðrum. Ef alþjóðlegu samtökin, Transparency International, láta þessi vinnubrögð óátalin, eins og allt bendir til, glata þeir trausti og trúverðugleika. Það væri miður því mikilvægt er að veita stjórnvöldum á hverjum tíma aðhald. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar