Innlent

Yfirheyra sakborninga og einum sleppt

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Níu eru í haldi lögreglu vegna málsins.
Níu eru í haldi lögreglu vegna málsins. Vísir/Vilhelm

Lögregla hyggst ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem var handtekinn í gær í tengslum við morðið í Rauðagerði. Tveir voru handteknir vegna málsins í gær og var annar þeirra úrskurðaður í gæsluvarðhald. Báðir koma frá Albaníu og eru í kringum þrítugt og fertugt.

Yfirheyrslur standa yfir

Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, staðfestir að ekki verði farið fram á gæsluvarðhald yfir öðrum manninum en að lögum samkvæmt megi aðeins halda honum í tuttugu og fjórar klukkustundir. Honum verði því sleppt úr haldi í dag. 

Yfirheyrslur fóru fram yfir sakborningum í gær en Margeir vill ekki upplýsa um hvort játning liggi fyrir. Alls eru níu í haldi í dag vegna málsins, frá sjö löndum, flestir frá Albaníu og einn frá Íslandi.


Tengdar fréttir

Taldir tengjast meintum byssumanni

Tveir albanskir karlmenn voru í dag handteknir í tengslum við morðið í Rauðagerði um síðustu helgi. Tíu eru nú í haldi lögreglu vegna málsins.

Níundi maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna manndráps við Rauðagerði

Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald, eða til föstudagsins 26. febrúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um síðustu helgi.

Tveir handteknir til viðbótar vegna morðsins við Rauðagerði

Albanskur karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa ráðið Armando Beqirai bana fyrir utan heimili hans við Rauðagerði í Reykjavík um síðustu helgi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann var handtekinn á miðvikudag og húsleit gerð á heimili hans, þar sem ummerki eftir skotvopn fundust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×