Yfirheyrslur standa yfir
Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, staðfestir að ekki verði farið fram á gæsluvarðhald yfir öðrum manninum en að lögum samkvæmt megi aðeins halda honum í tuttugu og fjórar klukkustundir. Honum verði því sleppt úr haldi í dag.
Yfirheyrslur fóru fram yfir sakborningum í gær en Margeir vill ekki upplýsa um hvort játning liggi fyrir. Alls eru níu í haldi í dag vegna málsins, frá sjö löndum, flestir frá Albaníu og einn frá Íslandi.