Heimildir herma að búið hafi verið að skjóta úr byssu meðal annars á veggi og gólf og verið er að rannsaka hvort skothylkin séu sambærileg þeim sem fundust á vettvangi. Lögregla telur sig vita hver byssumaðurinn er. Skotvopnið er hins vegar ófundið en talið er að um hafi verið að ræða skammbyssu. Rannsóknin er gríðarlega umfangsmikil og verst lögregla allra fregna.
Þá voru tveir til viðbótar handteknir í gær í tengslum við rannsókn málsins. Alls eru því nú tíu í haldi vegna málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en Rúv greindi fyrst frá handtökunum. Hinir handteknu eru erlendir ríkisborgarar. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim að því er fram kemur í tilkynningunni.
Fréttin hefur verið uppfærð.