Skoða hvort börn hafi sætt illri meðferð á Laugalandi og Varpholti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2021 11:28 Ríkisstjórnin samþykkti tillögu Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, í gær. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu félags- og barnamálaráðherra um að það verði kannað hvort og þá í hvaða mæli börn sem voru vistuð á meðferðarheimilinu Varpholti og Laugalandi hafi sætt illri meðferð. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar verður falin umsjá málsins samkvæmt tillögu Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, en stofnunin mun kanna hvort börn sem dvöldu á meðferðarheimilinu á árunum 1997 til 2997 hafi sætt illri meðferð, andlegu eða líkamlegu ofbeldi á meðan á dvöl þeirra stóð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu í gær en þar segir að ráðherra hafi í tvígang átt fund með konum sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu. Hann hafi í kjölfarið ákveðið að fela stofnuninni að fara ofan í saumana á starfseminni. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar mun fara yfir öll gögn málsins auk þess að taka viðtöl við einstaklinga sem vistaðir voru á meðferðarheimilinu, rekstraraðila og starfsfólk heimilisins, ásamt ráðgjafa sem önnuðust málefni barnanna sem þar voru vistuð. Þá segir í tilkynningu ráðuneytisins að niðurstaða stofnunarinnar muni móta grundvöll að frekari viðbrögðum stjórnvalda. Ítrekað tilkynnt um andlegt og líkamlegt ofbeldi Stundin hefur fjallað nokkuð ítarlega um málið að undanförnu en ellefu nafngreindar konur höfðu sent ráðherra bréf þar sem þess er farið á leit við ráðherra að starfsemi meðferðarheimilisins yrði rannsökuð. Brynja Skúladóttir, ein kvennanna, fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar í samtali við Stundina í gær. Blaðið fjallaði einnig um það í gær að ítrekað hafi verið kvartað yfir illri meðferð á Laugalandi en að Barnaverndarstofa hafi á sínum tíma ekki brugðist við. Í umfjöllun blaðsins er vísað til gagna frá Umboðsmanni barna sem sýni að þangað hafi ítrekað borist tilkynningar á tíu ára tímabili, frá 2000 til 2010, um slæmar aðstæður sem börn bjuggu við á vistheimilunum Varpholti og Laugalandi. Þá hafi fleiri kvartanir borist beint til Barnaverndarstofu, en það vildi Bragi Guðbrandsson, þáverandi forstjóri Barnaverndarstofu, ekki kannast við í samtali við Stundina. Þrátt fyrir ítrekaðar tilkynningar hafi aldrei farið fram rannsókn á þeim ásökunum sem fram höfðu komið um meinta illa meðferð. Kallaðar druslur og hórur Í frétt Stundarinnar er meðal annars einnig vísað til skýrslu frá árinu 2012 þar sem fram kemur að hátt í þriðjungur þeirra barna sem hafi verið vistuð á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu, hafi greint frá því að þau hefðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsfólks. Meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Stundin hefur kallað eftir og skrifað upp úr eru ljót orð sem forstöðumaður meðferðarheimilisins er sagður hafa látið falla um stúlkurnar. „Þær voru kallaðar öllum illum nöfnum, meðal annars druslur og hórur á hverjum einasta degi“, segir til að mynda í einu minnisblaði frá embætti Umboðsmanns barna. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að stúlkurnar hafi lýst því að stjórnendur heimilisins hafi sagt frá persónulegum málum þeirra fyrir framan allan hópinn sem þar dvaldi, logið að þeim og talað illa um fjölskyldur stúlknanna. Þá hafi einhverjar stúlknanna einnig greint frá líkamlegu ofbeldi að því er fram kemur í umfjöllun Stundarinnar. Dregin á hárinu á fyrsta degi á Laugalandi Ein þeirra er Teresa Dröfn Freysdóttir sem lýsti reynslu sinni í samtali við Stundina í janúar. „Ég er á einhverfurófi og átti til að troða mér inn í skápa eða þröng rými til að fá frið. Ég gerði það líka á þessari stundu til að fá næði og til að melta hvað væri að gerast,“ sagði Teresa við Stundina er hún lýsti sínum fyrsta degi á Laugalandi þegar hún var þrettán ára. „Ég var ekki búin að vera lengi inni í skápnum þegar Ingjaldur kom, reif hurðina upp og dró mig út úr skápnum. Ég barðist um og þá reif hann í hárið á mér og dró mig á hárinu eftir ganginum og upp stiga á næstu hæð og fleygði mér svo í sófa sem þarna var. Tónninn var mjög skýr og sleginn á fyrsta degi,“ segir Teresa Dröfn við Stundina. Félagsmál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eyjafjarðarsveit Akureyri Meðferðarheimili Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar verður falin umsjá málsins samkvæmt tillögu Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, en stofnunin mun kanna hvort börn sem dvöldu á meðferðarheimilinu á árunum 1997 til 2997 hafi sætt illri meðferð, andlegu eða líkamlegu ofbeldi á meðan á dvöl þeirra stóð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu í gær en þar segir að ráðherra hafi í tvígang átt fund með konum sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu. Hann hafi í kjölfarið ákveðið að fela stofnuninni að fara ofan í saumana á starfseminni. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar mun fara yfir öll gögn málsins auk þess að taka viðtöl við einstaklinga sem vistaðir voru á meðferðarheimilinu, rekstraraðila og starfsfólk heimilisins, ásamt ráðgjafa sem önnuðust málefni barnanna sem þar voru vistuð. Þá segir í tilkynningu ráðuneytisins að niðurstaða stofnunarinnar muni móta grundvöll að frekari viðbrögðum stjórnvalda. Ítrekað tilkynnt um andlegt og líkamlegt ofbeldi Stundin hefur fjallað nokkuð ítarlega um málið að undanförnu en ellefu nafngreindar konur höfðu sent ráðherra bréf þar sem þess er farið á leit við ráðherra að starfsemi meðferðarheimilisins yrði rannsökuð. Brynja Skúladóttir, ein kvennanna, fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar í samtali við Stundina í gær. Blaðið fjallaði einnig um það í gær að ítrekað hafi verið kvartað yfir illri meðferð á Laugalandi en að Barnaverndarstofa hafi á sínum tíma ekki brugðist við. Í umfjöllun blaðsins er vísað til gagna frá Umboðsmanni barna sem sýni að þangað hafi ítrekað borist tilkynningar á tíu ára tímabili, frá 2000 til 2010, um slæmar aðstæður sem börn bjuggu við á vistheimilunum Varpholti og Laugalandi. Þá hafi fleiri kvartanir borist beint til Barnaverndarstofu, en það vildi Bragi Guðbrandsson, þáverandi forstjóri Barnaverndarstofu, ekki kannast við í samtali við Stundina. Þrátt fyrir ítrekaðar tilkynningar hafi aldrei farið fram rannsókn á þeim ásökunum sem fram höfðu komið um meinta illa meðferð. Kallaðar druslur og hórur Í frétt Stundarinnar er meðal annars einnig vísað til skýrslu frá árinu 2012 þar sem fram kemur að hátt í þriðjungur þeirra barna sem hafi verið vistuð á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu, hafi greint frá því að þau hefðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsfólks. Meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Stundin hefur kallað eftir og skrifað upp úr eru ljót orð sem forstöðumaður meðferðarheimilisins er sagður hafa látið falla um stúlkurnar. „Þær voru kallaðar öllum illum nöfnum, meðal annars druslur og hórur á hverjum einasta degi“, segir til að mynda í einu minnisblaði frá embætti Umboðsmanns barna. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að stúlkurnar hafi lýst því að stjórnendur heimilisins hafi sagt frá persónulegum málum þeirra fyrir framan allan hópinn sem þar dvaldi, logið að þeim og talað illa um fjölskyldur stúlknanna. Þá hafi einhverjar stúlknanna einnig greint frá líkamlegu ofbeldi að því er fram kemur í umfjöllun Stundarinnar. Dregin á hárinu á fyrsta degi á Laugalandi Ein þeirra er Teresa Dröfn Freysdóttir sem lýsti reynslu sinni í samtali við Stundina í janúar. „Ég er á einhverfurófi og átti til að troða mér inn í skápa eða þröng rými til að fá frið. Ég gerði það líka á þessari stundu til að fá næði og til að melta hvað væri að gerast,“ sagði Teresa við Stundina er hún lýsti sínum fyrsta degi á Laugalandi þegar hún var þrettán ára. „Ég var ekki búin að vera lengi inni í skápnum þegar Ingjaldur kom, reif hurðina upp og dró mig út úr skápnum. Ég barðist um og þá reif hann í hárið á mér og dró mig á hárinu eftir ganginum og upp stiga á næstu hæð og fleygði mér svo í sófa sem þarna var. Tónninn var mjög skýr og sleginn á fyrsta degi,“ segir Teresa Dröfn við Stundina.
Félagsmál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eyjafjarðarsveit Akureyri Meðferðarheimili Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira