Sjáðu lokakaflann ótrúlega í leik KA og Vals Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2021 15:01 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, les starfsmönnum á ritaraborðinu í KA-heimilinu pistilinn eftir leikinn í gær. akureyri.net/skapti hallgrímsson Lokakaflinn í leik KA og Vals í Olís-deild karla í gær verður lengi í minnum hafður. KA-menn voru fjórum mörkum undir þegar tvær og hálf mínúta var eftir en náðu samt jafntefli, 27-27. Valur var allan tímann með frumkvæðið í leiknum í KA-heimilinu í gær, var 10-13 yfir í hálfleik og þegar fimm og hálf mínúta var eftir kom Finnur Ingi Stefánsson gestunum sex mörkum yfir, 20-26. KA-menn svöruðu með þremur mörkum í röð en Arnór Snær Óskarsson virtist hafa slökkt vonarneista þeirra þegar hann kom Valsmönnum í 23-27 þegar þrjár mínútur voru eftir. En þá hófst ótrúleg atburðarrás. KA fékk vítakast þegar um tvær og hálf mínúta var eftir sem Árni Bragi Eyjólfsson skoraði úr og Magnús Óli Magnússon var rekinn af velli. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé. Honum fannst það reyndar ganga full hægt í gegn að fá leikhléið og barði í ritaraborðið. Eftir leikhléið fékk Snorri Steinn tveggja mínútna brottvísun og Valsmenn því tveimur færri. Alexander Örn Júlíusson átti misheppnað skot í næstu sókn Vals og Jóhann Geir Sævarsson minnkaði muninn í 25-27. Alexander tapaði svo boltanum og Árni Bragi minnkaði muninn í eitt mark, 26-27, úr víti þegar 53 sekúndur voru eftir. Fyrst var dæmdur ruðningur á Allan Norðberg sem fór inn úr hægra horninu en dómnum var svo breytt í vítakast. Valsmenn fóru sér engu óðslega í síðustu sókn sinni og þegar fimmtán sekúndur voru til leiksloka var dæmd leiktöf á þá. KA-menn drifu sig fram og Sigþór Gunnar Jónsson jafnaði í 27-27 þegar sex sekúndur voru eftir. Það urðu úrslit leiksins og KA-menn fögnuðu stiginu innilega. Valsmenn voru afar ósáttir við dómgæslu þeirra Bjarka Bóassonar og Gunnars Óla Gústafssonar og Stiven Tobar Valencia fékk rautt spjald eftir leik fyrir mótmæli. Anton Rúnarsson átti einnig erfitt með að leyna óánægju sinni. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá síðustu fimm og hálfu mínútu leiksins auk viðtala við Snorra Stein og Jónatan Magnússon, þjálfara KA. Klippa: Lokamínúturnar hjá KA og Val Eftir leikinn sagðist Snorri Steinn hafa gert mistök sem urðu til þess að Valur landaði ekki sigrinum. „Þetta var mér að kenna. Tvær mínútur á bekkinn og ég tek það á mig. Ég tek þetta tapaða stig á mig. Ég tók leikhlé og hann var mjög lengi að flauta leikhléið. Ég var ósáttur við það og brást of harkalega við,“ sagði Snorri Steinn. „Það eru skrítnir dómar og við erum tveimur færri. Við hefðum klárlega getað gert betur og það er lélegt að missa þetta niður en ég er mjög ánægður og gríðarlega stoltur af strákunum. Það er búið að vera erfitt hjá okkur. Við höfum verið gagnrýndir og það var allt annað að sjá liðið í dag.“ Valur hefur aðeins unnið tvo af sex leikjum sínum eftir að keppni hófst á ný eftir hléið langa og er í 6. sæti Olís-deildarinnar með ellefu stig. KA er í 8. sætinu með tíu stig en á leik til góða. Með því að smella hér má sjá myndasyrpu Skapta Hallgrímssonar á Akureyri.net úr leiknum í KA-heimilinu í gær. Farið verður yfir leik KA og Vals og alla dramatíkina á lokakaflanum í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport klukkan 21:15 í kvöld. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla KA Valur Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Valur var allan tímann með frumkvæðið í leiknum í KA-heimilinu í gær, var 10-13 yfir í hálfleik og þegar fimm og hálf mínúta var eftir kom Finnur Ingi Stefánsson gestunum sex mörkum yfir, 20-26. KA-menn svöruðu með þremur mörkum í röð en Arnór Snær Óskarsson virtist hafa slökkt vonarneista þeirra þegar hann kom Valsmönnum í 23-27 þegar þrjár mínútur voru eftir. En þá hófst ótrúleg atburðarrás. KA fékk vítakast þegar um tvær og hálf mínúta var eftir sem Árni Bragi Eyjólfsson skoraði úr og Magnús Óli Magnússon var rekinn af velli. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé. Honum fannst það reyndar ganga full hægt í gegn að fá leikhléið og barði í ritaraborðið. Eftir leikhléið fékk Snorri Steinn tveggja mínútna brottvísun og Valsmenn því tveimur færri. Alexander Örn Júlíusson átti misheppnað skot í næstu sókn Vals og Jóhann Geir Sævarsson minnkaði muninn í 25-27. Alexander tapaði svo boltanum og Árni Bragi minnkaði muninn í eitt mark, 26-27, úr víti þegar 53 sekúndur voru eftir. Fyrst var dæmdur ruðningur á Allan Norðberg sem fór inn úr hægra horninu en dómnum var svo breytt í vítakast. Valsmenn fóru sér engu óðslega í síðustu sókn sinni og þegar fimmtán sekúndur voru til leiksloka var dæmd leiktöf á þá. KA-menn drifu sig fram og Sigþór Gunnar Jónsson jafnaði í 27-27 þegar sex sekúndur voru eftir. Það urðu úrslit leiksins og KA-menn fögnuðu stiginu innilega. Valsmenn voru afar ósáttir við dómgæslu þeirra Bjarka Bóassonar og Gunnars Óla Gústafssonar og Stiven Tobar Valencia fékk rautt spjald eftir leik fyrir mótmæli. Anton Rúnarsson átti einnig erfitt með að leyna óánægju sinni. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá síðustu fimm og hálfu mínútu leiksins auk viðtala við Snorra Stein og Jónatan Magnússon, þjálfara KA. Klippa: Lokamínúturnar hjá KA og Val Eftir leikinn sagðist Snorri Steinn hafa gert mistök sem urðu til þess að Valur landaði ekki sigrinum. „Þetta var mér að kenna. Tvær mínútur á bekkinn og ég tek það á mig. Ég tek þetta tapaða stig á mig. Ég tók leikhlé og hann var mjög lengi að flauta leikhléið. Ég var ósáttur við það og brást of harkalega við,“ sagði Snorri Steinn. „Það eru skrítnir dómar og við erum tveimur færri. Við hefðum klárlega getað gert betur og það er lélegt að missa þetta niður en ég er mjög ánægður og gríðarlega stoltur af strákunum. Það er búið að vera erfitt hjá okkur. Við höfum verið gagnrýndir og það var allt annað að sjá liðið í dag.“ Valur hefur aðeins unnið tvo af sex leikjum sínum eftir að keppni hófst á ný eftir hléið langa og er í 6. sæti Olís-deildarinnar með ellefu stig. KA er í 8. sætinu með tíu stig en á leik til góða. Með því að smella hér má sjá myndasyrpu Skapta Hallgrímssonar á Akureyri.net úr leiknum í KA-heimilinu í gær. Farið verður yfir leik KA og Vals og alla dramatíkina á lokakaflanum í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport klukkan 21:15 í kvöld. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla KA Valur Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira