Börn nú í tífalt meiri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum Eiður Þór Árnason skrifar 19. febrúar 2021 00:00 Talið er að eitt af hverjum sex börnum sem búa á átakasvæðum eigi á hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi. Getty/Ismael Adnan Rannsóknir sýna að börn eiga í tífalt meiri hættu núna en árið 1990 að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum. 72 milljónir barna eru sögð búa á átakasvæðum nálægt hópum sem eru líklegir til að beita kynferðisofbeldi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá alþjóðasamtökum Barnaheilla – Save the Children en þar segir að alls 426 milljónir barna búi á átakasvæðum og þar af séu 17% nálægt vopnuðum hópum sem beiti kynferðisofbeldi. Jafngildir það því að eitt af hverjum sex börnum á átakasvæðum geti orðið fyrir slíku ofbeldi. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að vopnaðir hópar noti kynferðisofbeldi víða sem stríðsvopn gegn börnum og öðrum óbreyttum borgurum, einna helst til að hræða þau í pólitískum og hernaðarlegum tilgangi. „Löndin þar sem börn eru í hvað mestri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum eru Kólumbía, Írak, Sómalía, Suður Súdan og Jemen. Þetta felur í sér hættu á nauðgun, kynlífsþrælkun, vændi, þvingaðri meðgöngu, þvingaðri fóstureyðingu, kynferðislegri limlestingu, kynferðislegri misnotkun eða áreitni af hendi vopnaðra hópa, stjórnarhers og/eða löggæslu aðila.“ Staðfest tilfelli segi ekki alla söguna Að sögn Barnaheilla hafa yfir 20 þúsund tilfelli kynferðisofbeldis gegn börnum á átakasvæðum verið staðfest af Sameinuðu þjóðunum en fjöldi staðfestra tilfella er talinn vera brot af raunverulegum fjölda. ,,Að meðaltali var aðeins tilkynnt um tvö kynferðisbrot gagnvart börnum á átakasvæðum á dag árið 2019. En við vitum að nauðganir og annars konar kynferðislegt ofbeldi og áreiti hefur verið notað í auknum mæli sem stríðsvopn í átökum. Þess vegna teljum við að þessi tvö brot á dag sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Það eru miklu fleiri börn sem eru fórnarlömb kynferðisofbeldis sem ekki segja frá - en hafa samt sem áður mikla þörf á stuðningi. Hvers konar ofbeldi gagnvart barni er hræðilegt og verður að stöðva strax,“ segir Inger Ashing, framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla - Save the Children, í tilkynningu. „Sú staðreynd að kynferðisofbeldi gegn börnum sem framið er af ríkisherjum hafi tvöfaldast frá árinu 2018 til 2019 er skammarlegt. Stjórnvöld og ríkisherir ættu að vernda börn gegn ofbeldi, ekki beita því.“ Kalla Barnaheill – Save the Children meðal annars eftir því að tryggt sé að börn verði miðpunktur allra alþjóðlegra aðgerða gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum, refsileysi kynferðisofbeldis gegn börnum verði afnumið og að gagnasöfnun sé aukin. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Hernaður Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá alþjóðasamtökum Barnaheilla – Save the Children en þar segir að alls 426 milljónir barna búi á átakasvæðum og þar af séu 17% nálægt vopnuðum hópum sem beiti kynferðisofbeldi. Jafngildir það því að eitt af hverjum sex börnum á átakasvæðum geti orðið fyrir slíku ofbeldi. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að vopnaðir hópar noti kynferðisofbeldi víða sem stríðsvopn gegn börnum og öðrum óbreyttum borgurum, einna helst til að hræða þau í pólitískum og hernaðarlegum tilgangi. „Löndin þar sem börn eru í hvað mestri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum eru Kólumbía, Írak, Sómalía, Suður Súdan og Jemen. Þetta felur í sér hættu á nauðgun, kynlífsþrælkun, vændi, þvingaðri meðgöngu, þvingaðri fóstureyðingu, kynferðislegri limlestingu, kynferðislegri misnotkun eða áreitni af hendi vopnaðra hópa, stjórnarhers og/eða löggæslu aðila.“ Staðfest tilfelli segi ekki alla söguna Að sögn Barnaheilla hafa yfir 20 þúsund tilfelli kynferðisofbeldis gegn börnum á átakasvæðum verið staðfest af Sameinuðu þjóðunum en fjöldi staðfestra tilfella er talinn vera brot af raunverulegum fjölda. ,,Að meðaltali var aðeins tilkynnt um tvö kynferðisbrot gagnvart börnum á átakasvæðum á dag árið 2019. En við vitum að nauðganir og annars konar kynferðislegt ofbeldi og áreiti hefur verið notað í auknum mæli sem stríðsvopn í átökum. Þess vegna teljum við að þessi tvö brot á dag sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Það eru miklu fleiri börn sem eru fórnarlömb kynferðisofbeldis sem ekki segja frá - en hafa samt sem áður mikla þörf á stuðningi. Hvers konar ofbeldi gagnvart barni er hræðilegt og verður að stöðva strax,“ segir Inger Ashing, framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla - Save the Children, í tilkynningu. „Sú staðreynd að kynferðisofbeldi gegn börnum sem framið er af ríkisherjum hafi tvöfaldast frá árinu 2018 til 2019 er skammarlegt. Stjórnvöld og ríkisherir ættu að vernda börn gegn ofbeldi, ekki beita því.“ Kalla Barnaheill – Save the Children meðal annars eftir því að tryggt sé að börn verði miðpunktur allra alþjóðlegra aðgerða gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum, refsileysi kynferðisofbeldis gegn börnum verði afnumið og að gagnasöfnun sé aukin.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Hernaður Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira