Ólafur Bjarki: Byggjum ofan á þennan sigur Ester Ósk Árandóttir skrifar 18. febrúar 2021 20:45 Ólafur Bjarki átti góðan leik á Akureyri í kvöld. Vísir/Vilhelm Ólafur Bjarki Ragnarsson átti góðan leik með Stjörnunni í kvöld en hann skoraði átta mörk í sjö marka sigri á Þór í Íþróttahöllinni á Akureyri, lokatölur 27-20 Garðbæingum í vil. Stjarnan byrjaði leikinn ekki vel og eftir tíu mínútur var staðan 4-1 fyrir heimamönnum. Patrekur tók þá leikhlé sem skilaði sínu. Stjarnan skoraði næstu 5 mörk og komst í forystu sem þeir gáfu aldrei eftir. „Ég reyndar man ekkert hvað hann sagði en það er bara að ná breidd í sóknarleikinn og bara gera alvöru árásir. Það kom svo hjá okkur og við náðum að malla þessu áfram. Það er ekkert gefins að koma hérna norður og taka tvo punkta. Þeir spila aðeins hægar en önnur lið en Patrekur sagði okkur örugglega að halda áfram, ná í hraðaupphlaupin og spila góðan sóknarleik.“ „Jovan var líka að verja vel í markinu. Við fengum þrjú víti í röð en náðum bara að skora úr einu. Við vorum alveg að fá færi en hann var að taka boltana í markinu. Það var svona aðallega það sem kom í veg fyrir að við fórum ekki fyrr í gang.“ Stjarnan er kominn með ellefu stig í Olís deildinni þar sem pakkinn er þéttur. „Þetta er frekar þéttur pakki en þetta gengur út á að ná í sem flesta tvo punkta og halda áfram. Ég held að flest lið séu bara að reyna að halda mönnum heilum í gegnum þetta álag og út þetta tímabil. Ég man ekki eftir að þetta hafi verið svona þétt áður þannig að bara áfram gakk.“ Næsta verkefni er Fram í Framhúsinu en leikurinn er spilaður á sunnudaginn þannig það er stutt á milli leikja. „Mér líst bara mjög vel á það verkefni. Það er bara að næra sig vel í rútunni á leiðinni heim og taka svo góða æfingu fyrir leik og vera gíraður í leikinn á sunnudaginn á móti Fram. Það er kominn meiri stemmning í liðið núna. Við höfum verið að spila vel upp á síðkastið þannig við ætlum að byggja ofan á það og halda áfram.“ Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Þór - Stjarnan 20-27 | Öruggt hjá Stjörnunni á Akureyri Stjarnan vann gríðar mikilvægan sigur á Akureyri í kvöld er liðið heimsótti Þór í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 20-27. 18. febrúar 2021 19:55 Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Stjarnan byrjaði leikinn ekki vel og eftir tíu mínútur var staðan 4-1 fyrir heimamönnum. Patrekur tók þá leikhlé sem skilaði sínu. Stjarnan skoraði næstu 5 mörk og komst í forystu sem þeir gáfu aldrei eftir. „Ég reyndar man ekkert hvað hann sagði en það er bara að ná breidd í sóknarleikinn og bara gera alvöru árásir. Það kom svo hjá okkur og við náðum að malla þessu áfram. Það er ekkert gefins að koma hérna norður og taka tvo punkta. Þeir spila aðeins hægar en önnur lið en Patrekur sagði okkur örugglega að halda áfram, ná í hraðaupphlaupin og spila góðan sóknarleik.“ „Jovan var líka að verja vel í markinu. Við fengum þrjú víti í röð en náðum bara að skora úr einu. Við vorum alveg að fá færi en hann var að taka boltana í markinu. Það var svona aðallega það sem kom í veg fyrir að við fórum ekki fyrr í gang.“ Stjarnan er kominn með ellefu stig í Olís deildinni þar sem pakkinn er þéttur. „Þetta er frekar þéttur pakki en þetta gengur út á að ná í sem flesta tvo punkta og halda áfram. Ég held að flest lið séu bara að reyna að halda mönnum heilum í gegnum þetta álag og út þetta tímabil. Ég man ekki eftir að þetta hafi verið svona þétt áður þannig að bara áfram gakk.“ Næsta verkefni er Fram í Framhúsinu en leikurinn er spilaður á sunnudaginn þannig það er stutt á milli leikja. „Mér líst bara mjög vel á það verkefni. Það er bara að næra sig vel í rútunni á leiðinni heim og taka svo góða æfingu fyrir leik og vera gíraður í leikinn á sunnudaginn á móti Fram. Það er kominn meiri stemmning í liðið núna. Við höfum verið að spila vel upp á síðkastið þannig við ætlum að byggja ofan á það og halda áfram.“
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Þór - Stjarnan 20-27 | Öruggt hjá Stjörnunni á Akureyri Stjarnan vann gríðar mikilvægan sigur á Akureyri í kvöld er liðið heimsótti Þór í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 20-27. 18. febrúar 2021 19:55 Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Leik lokið: Þór - Stjarnan 20-27 | Öruggt hjá Stjörnunni á Akureyri Stjarnan vann gríðar mikilvægan sigur á Akureyri í kvöld er liðið heimsótti Þór í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 20-27. 18. febrúar 2021 19:55