Ætla að lenda á Mars í kvöld Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. febrúar 2021 14:01 Hér má sjá Þrautseigju á Mars. Eða öllu heldur tölvuteikningu af jeppanum enda er hann ekki kominn niður á plánetuna. AP/NASA Þrautseigja, nýjasti Mars-jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, á að lenda á Mars stuttu fyrir klukkan níu í kvöld. Hálft ár er frá því jeppanum var skotið á loft. Lendingin er erfiðasti áfangi ferðarinnar. Jeppinn þarf að hægja allsvakalega á sér, en þegar hann fer sem hraðast fer hann um tuttugu þúsund kílómetra á klukkustund. Á þeim hraða gæti maður keyrt frá Reykjavík til Akureyrar á rúmri mínútu. Þrautseigja, eða Perserverance á ensku, á að komast inn í lofthjúp rauðu plánetunnar klukkan 20.48. Sjö mínútum síðar er áætluð lending í Jezero-gígnum. Hvað finnur jeppinn? Það sem er einna áhugaverðast við lendinguna er annars vegar hversu miklum búnaði jeppinn er útbúinn og hins vegar það hvar hann lendir. Þetta er þróaðasta tækið sem NASA hefur sent á Mars. Jeppinn er útbúinn fjölda myndavéla, borvéla og hljóðnema. Þessi tæki munu öll nýtast vel við að skila upplýsingum aftur heim til jarðar. Og það er nóg af áhugaverðum upplýsingum sem gætu fundist í Jezero-gígnum. Gervihnattarmyndir benda til þess að þar hafi áður verið stærðarinnar stöðuvatn. Eins og blaðamaður breska ríkisútvarpsins orðar það þá getur það vel verið að þar sem vatn var í miklu magni hafi líf verið líka. Þrautseigja mun því skoða jarðveginn í von um að finna ummerki um fornar örverur. Erfitt verkefni Breska ríkisútvarpið hafði eftir Matt Wallace, einum af stjórnendum verkefnisins, að lendingar á Mars séu eitt það allra erfiðasta sem geimvísindamenn fengist við. „Næstum helmingur allra lendinga á Mars hefur mistekist. Þannig það verður ansi strembið að komast niður á plánetuna á öruggan hátt.“ NASA hefur náð átta sinnum að lenda á rauðu plánetunni. Mars Vísindi Geimurinn Tækni Bandaríkin Tengdar fréttir Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Lendingin er erfiðasti áfangi ferðarinnar. Jeppinn þarf að hægja allsvakalega á sér, en þegar hann fer sem hraðast fer hann um tuttugu þúsund kílómetra á klukkustund. Á þeim hraða gæti maður keyrt frá Reykjavík til Akureyrar á rúmri mínútu. Þrautseigja, eða Perserverance á ensku, á að komast inn í lofthjúp rauðu plánetunnar klukkan 20.48. Sjö mínútum síðar er áætluð lending í Jezero-gígnum. Hvað finnur jeppinn? Það sem er einna áhugaverðast við lendinguna er annars vegar hversu miklum búnaði jeppinn er útbúinn og hins vegar það hvar hann lendir. Þetta er þróaðasta tækið sem NASA hefur sent á Mars. Jeppinn er útbúinn fjölda myndavéla, borvéla og hljóðnema. Þessi tæki munu öll nýtast vel við að skila upplýsingum aftur heim til jarðar. Og það er nóg af áhugaverðum upplýsingum sem gætu fundist í Jezero-gígnum. Gervihnattarmyndir benda til þess að þar hafi áður verið stærðarinnar stöðuvatn. Eins og blaðamaður breska ríkisútvarpsins orðar það þá getur það vel verið að þar sem vatn var í miklu magni hafi líf verið líka. Þrautseigja mun því skoða jarðveginn í von um að finna ummerki um fornar örverur. Erfitt verkefni Breska ríkisútvarpið hafði eftir Matt Wallace, einum af stjórnendum verkefnisins, að lendingar á Mars séu eitt það allra erfiðasta sem geimvísindamenn fengist við. „Næstum helmingur allra lendinga á Mars hefur mistekist. Þannig það verður ansi strembið að komast niður á plánetuna á öruggan hátt.“ NASA hefur náð átta sinnum að lenda á rauðu plánetunni.
Mars Vísindi Geimurinn Tækni Bandaríkin Tengdar fréttir Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02
Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31