Áhöfn flugvélarinnar sinnir nú landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópu og var nýlent á Sikiley í lok eftirlitsflugs þegar Etna fór að minna á sig. Töluvert öskufall fylgdi gosinu og því þótti brýnt að koma vélinni fyrir í flugskýli á flugvellinum í borginni Catania.
Landhelgisgæslan greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni en Etna er með virkustu eldfjöllum jarðar og eru eldsumbrot í fjallinu nánast stöðug. Fjallið nær í 3.326 metra hæð yfir sjávarmáli en sú hæð á til að breytast í kringum gos. Er sömuleiðis um að ræða hæsta virka eldfjall Evrópu utan Kákasusfjallanna og hæsta fjall Ítalíu sunnan Alpafjalla.
Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar hafði hraðann á og kom vélinni í skjól í flugskýli á Sikiley...
Posted by Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard on Tuesday, February 16, 2021