Hafnar alfarið ásökunum um hótanir á veitingastöðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 13:37 Afgreiðslutími veitingastaða er samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra til 22 á kvöldin. Vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísar því alfarið á bug að hún hafi haft í hótunum við rekstraraðila veitingastaða í miðborginni vegna ágreinings um sóttvarnareglur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu í dag. Tilefnið er frétt Morgunblaðsins og mbl.is í dag, þar sem rætt er við Erlend Þór Gunnarsson, lögmann fjölda rekstraraðila í miðborginni. Erlendur segir í samtali við blaðið að lögregla beiti óbeinum hótunum í samskiptum við rekstraraðila þegar líða tekur að lokun, sem er klukkan 22 á kvöldin samkvæmt sóttvarnareglum. „Svo virðist sem skilningur rekstraraðila og lögreglu á afgreiðslutíma veitingahúsa sé ekki sá sami. Þannig hefur í nokkur skipti komið til snarpra orðaskipta milli eigenda og lögregluþjóna, sem hafa hótað að beita sektum verði stöðunum ekki lokað og allir gestir farnir þaðan klukkan 22. Allt virðist þetta þó byggt á mismunandi túlkun á þeim reglum sem nú eru í gildi,“ segir í frétt Morgunblaðsins. Samskiptin verið með ágætum Lögregla segir í yfirlýsingu að lögregla vinni samkvæmt túlkun heilbrigðisráðuneytisins á reglugerð um samkomutakmarkanir. „[…] og þar, sem annars staðar, hefur lögreglan beitt meðalhófi,“ segir í yfirlýsingunni. „Lögreglumenn hafa einnig lagt sig fram um að leiðbeina veitingamönnum um það sem betur má fara, séu ástæður til þess. Ábendingunum hefur verið vel tekið og samskiptin verið með ágætum.“ Þá er áréttað í tilkynningu að opnunartími veitingastaða sé samkvæmt reglugerð til klukkan 22 á kvöldin. Þá eigi staðirnir að vera tómir, „enda sé þessum stöðum ekki heimilt að hleypa inn nýjum viðskiptavinum eftir kl. 21.“ Reykjavík Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Lögreglan Tengdar fréttir Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27 Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku. 16. febrúar 2021 12:23 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu í dag. Tilefnið er frétt Morgunblaðsins og mbl.is í dag, þar sem rætt er við Erlend Þór Gunnarsson, lögmann fjölda rekstraraðila í miðborginni. Erlendur segir í samtali við blaðið að lögregla beiti óbeinum hótunum í samskiptum við rekstraraðila þegar líða tekur að lokun, sem er klukkan 22 á kvöldin samkvæmt sóttvarnareglum. „Svo virðist sem skilningur rekstraraðila og lögreglu á afgreiðslutíma veitingahúsa sé ekki sá sami. Þannig hefur í nokkur skipti komið til snarpra orðaskipta milli eigenda og lögregluþjóna, sem hafa hótað að beita sektum verði stöðunum ekki lokað og allir gestir farnir þaðan klukkan 22. Allt virðist þetta þó byggt á mismunandi túlkun á þeim reglum sem nú eru í gildi,“ segir í frétt Morgunblaðsins. Samskiptin verið með ágætum Lögregla segir í yfirlýsingu að lögregla vinni samkvæmt túlkun heilbrigðisráðuneytisins á reglugerð um samkomutakmarkanir. „[…] og þar, sem annars staðar, hefur lögreglan beitt meðalhófi,“ segir í yfirlýsingunni. „Lögreglumenn hafa einnig lagt sig fram um að leiðbeina veitingamönnum um það sem betur má fara, séu ástæður til þess. Ábendingunum hefur verið vel tekið og samskiptin verið með ágætum.“ Þá er áréttað í tilkynningu að opnunartími veitingastaða sé samkvæmt reglugerð til klukkan 22 á kvöldin. Þá eigi staðirnir að vera tómir, „enda sé þessum stöðum ekki heimilt að hleypa inn nýjum viðskiptavinum eftir kl. 21.“
Reykjavík Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Lögreglan Tengdar fréttir Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27 Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku. 16. febrúar 2021 12:23 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27
Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku. 16. febrúar 2021 12:23