Ætti ég að tilkynna til barnaverndar? Steinunn Anna Sigurjónsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 13:31 112 dagurinn í ár var helgaður öryggi og velferð barna og ungmenna. Hefur þú einhvern tímann haft áhyggjur af velferð barns? Hvað gerðir þú í málinu? Hefur þú lesið yfir hvað sé tilkynningaskylt til barnaverndar? Nýlega varð ég vör við mikinn æsing á umræðuþræði í stórum fésbókarhópi. Tilefnið var að einhver hafði tilkynnt móður til barnaverndar í kjölfar þess að hún birti mynd af barninu sínu í hópnum til að leita ráða með ákveðin einkenni sem sáust á myndinni. Móðirin var mjög sár yfir því að hafa verið tilkynnt vegna myndarinnar og mér sýndust flest ummælin snúast um að verja þessa móður og krossfesta þann sem hafði tilkynnt athæfið. Að einhverjum skyldi DETTA Í HUG að tilkynna til barnaverndar fyrir eitthvað sem var AUGLJÓSLEGA ekki skaðlegt fyrir barnið. Mig langar að ræða þessi viðbrögð við tilkynningu til barnaverndar, í stærra samhengi. Stundum finnst okkur augljóst að tilkynna þurfi til barnaverndar. Til dæmis ef við komum að áfengisdauðu foreldri heima með lítil börn eða ef barn mætir með stóran marblett á auga og segir að mamma sín hafi kýlt sig. Ég hef samt heyrt af sambærilegum atvikum þar sem enginn sendi tilkynningu til barnaverndar. En skoðum frekar þau atvik þar sem grunur vaknar um að eitthvað gæti verið í ólagi í aðstæðum eða hegðun barns, en við erum ekki viss. Hvað ef barn mætir ítrekað of seint í skólann, er stundum ekki með nesti, gengur illa að sinna heimalestri og er oft illa klætt í útiveru? Hvað ef þú sérð föður missa stjórn á skapi sínu við barn í Kringlunni og grípa harkalega í handlegginn á því? Er þetta tilkynningaskylt? Er um að ræða undantekningu eða reglu? Eru aðstæður ennþá verri heima? Hvað skal gera? Tilkynna? Tala við foreldrið? Eða bíða bara og sjá til? Tilkynningar til barnaverndar snúast oftar en ekki um óvissu, enda eru þær tilkynningar um grun, ekki ásakanir fyrir dómstólum. Þú ert að vita að óvissa sé til staðar og biðja um að kannað verði hvort að ástæða sé til afskipta. Þú átt ekki að reyna að leysa úr þessari óvissu eða bíða eftir að hún leysist áður en þú tilkynnir. Barnavernd er könnunaraðilinn, ekki þú. Þegar við erum óviss um hvort við eigum að tilkynna, ER ástæða til að tilkynna. Það er óvissan sem þú ert að tilkynna, ekkert annað. Ef þú óttast að vera krossfest fyrir að tilkynna aðstæður barns, skaltu muna þetta; fyrir hverja fullorðna manneskju sem þú hlífir við þeim óþægindum að fá bréf frá barnaverndarfulltrúa að ósekju, þá er barnsem þurfti á afskiptum barnaverndar að halda, en fær ekki aðstoð vegna þess að enginn taldi sig nógu vissan til að tilkynna. Þess vegna vil ég biðla til foreldra sem eru tilkynntir til barnaverndar að ósekju að verða ekki reiðir og byrja að sakast við tilefnið eða þann sem tilkynnti, heldur muna að til þess að grípa sem flest börn sem á þurfa að halda verða óhjákvæmilega sumir foreldrar tilkynntir vegna einhvers sem reynist ekki þarfnast afskipta. Barnavernd er ekki gamla grýlan sem sumar eldri kynslóðir hafa reynslu af, sem betur fer. Ég hef unnið á skólaskrifstofu, heilsugæslu og á sálfræðistofu með börnum og foreldrum í ellefu ár og hitt margar fjölskyldur sem njóta aðstoðar og stuðnings barnaverndar. Hættum að skrýmslavæða barnavernd eða líta á tilkynningu sem áfellisdóm. Barnæskan er dýrmæt og viðkvæm, hún leggur grunn að allri okkar framtíð. Við fullorðna fólkið eigum að girða okkur í brók og tilkynna grun/óvissu, ALLTAF. Við erum ekki könnunaraðilar, við eigum ekki að vita hvort ástæða sé til að tilkynna, það er hlutverk barnaverndar. Höfundur er sálfræðingur og stjórnandi á Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Börn og uppeldi Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
112 dagurinn í ár var helgaður öryggi og velferð barna og ungmenna. Hefur þú einhvern tímann haft áhyggjur af velferð barns? Hvað gerðir þú í málinu? Hefur þú lesið yfir hvað sé tilkynningaskylt til barnaverndar? Nýlega varð ég vör við mikinn æsing á umræðuþræði í stórum fésbókarhópi. Tilefnið var að einhver hafði tilkynnt móður til barnaverndar í kjölfar þess að hún birti mynd af barninu sínu í hópnum til að leita ráða með ákveðin einkenni sem sáust á myndinni. Móðirin var mjög sár yfir því að hafa verið tilkynnt vegna myndarinnar og mér sýndust flest ummælin snúast um að verja þessa móður og krossfesta þann sem hafði tilkynnt athæfið. Að einhverjum skyldi DETTA Í HUG að tilkynna til barnaverndar fyrir eitthvað sem var AUGLJÓSLEGA ekki skaðlegt fyrir barnið. Mig langar að ræða þessi viðbrögð við tilkynningu til barnaverndar, í stærra samhengi. Stundum finnst okkur augljóst að tilkynna þurfi til barnaverndar. Til dæmis ef við komum að áfengisdauðu foreldri heima með lítil börn eða ef barn mætir með stóran marblett á auga og segir að mamma sín hafi kýlt sig. Ég hef samt heyrt af sambærilegum atvikum þar sem enginn sendi tilkynningu til barnaverndar. En skoðum frekar þau atvik þar sem grunur vaknar um að eitthvað gæti verið í ólagi í aðstæðum eða hegðun barns, en við erum ekki viss. Hvað ef barn mætir ítrekað of seint í skólann, er stundum ekki með nesti, gengur illa að sinna heimalestri og er oft illa klætt í útiveru? Hvað ef þú sérð föður missa stjórn á skapi sínu við barn í Kringlunni og grípa harkalega í handlegginn á því? Er þetta tilkynningaskylt? Er um að ræða undantekningu eða reglu? Eru aðstæður ennþá verri heima? Hvað skal gera? Tilkynna? Tala við foreldrið? Eða bíða bara og sjá til? Tilkynningar til barnaverndar snúast oftar en ekki um óvissu, enda eru þær tilkynningar um grun, ekki ásakanir fyrir dómstólum. Þú ert að vita að óvissa sé til staðar og biðja um að kannað verði hvort að ástæða sé til afskipta. Þú átt ekki að reyna að leysa úr þessari óvissu eða bíða eftir að hún leysist áður en þú tilkynnir. Barnavernd er könnunaraðilinn, ekki þú. Þegar við erum óviss um hvort við eigum að tilkynna, ER ástæða til að tilkynna. Það er óvissan sem þú ert að tilkynna, ekkert annað. Ef þú óttast að vera krossfest fyrir að tilkynna aðstæður barns, skaltu muna þetta; fyrir hverja fullorðna manneskju sem þú hlífir við þeim óþægindum að fá bréf frá barnaverndarfulltrúa að ósekju, þá er barnsem þurfti á afskiptum barnaverndar að halda, en fær ekki aðstoð vegna þess að enginn taldi sig nógu vissan til að tilkynna. Þess vegna vil ég biðla til foreldra sem eru tilkynntir til barnaverndar að ósekju að verða ekki reiðir og byrja að sakast við tilefnið eða þann sem tilkynnti, heldur muna að til þess að grípa sem flest börn sem á þurfa að halda verða óhjákvæmilega sumir foreldrar tilkynntir vegna einhvers sem reynist ekki þarfnast afskipta. Barnavernd er ekki gamla grýlan sem sumar eldri kynslóðir hafa reynslu af, sem betur fer. Ég hef unnið á skólaskrifstofu, heilsugæslu og á sálfræðistofu með börnum og foreldrum í ellefu ár og hitt margar fjölskyldur sem njóta aðstoðar og stuðnings barnaverndar. Hættum að skrýmslavæða barnavernd eða líta á tilkynningu sem áfellisdóm. Barnæskan er dýrmæt og viðkvæm, hún leggur grunn að allri okkar framtíð. Við fullorðna fólkið eigum að girða okkur í brók og tilkynna grun/óvissu, ALLTAF. Við erum ekki könnunaraðilar, við eigum ekki að vita hvort ástæða sé til að tilkynna, það er hlutverk barnaverndar. Höfundur er sálfræðingur og stjórnandi á Litlu kvíðameðferðarstöðinni.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun