Frekari afléttingar gætu verið handan við hornið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 11:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann muni koma með tillögur um afléttingar á samkomutakmörkunum fyrr en áætlað ef áfram gengur jafn vel að halda faraldrinum niðri innanlands líkt og verið hefur undanfarnar vikur. Enginn greindist með kórónuveiruna í gær, hvorki innanlands né á landamærum, og síðastliðna viku hafa aðeins þrír greinst innanlands og voru þeir allir í sóttkví. Þá hafa sautján greinst með jákvæð sýni á landamærunum, þar af voru sex virk smit. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Núverandi samkomutakmarkanir sem tóku gildi á miðnætti síðastliðinn mánudag gilda til 1. mars. Spurður út í hvort hann væri að velta fyrir sér skoða afléttingar fyrir þann tíma í ljósi fárra smita, bæði innanlands og á landamærunum sagði Þórólfur: „Já, já það er alveg til skoðunar og ég held að það geti alveg verið tilefni til þess. Bara nákvæmlega eins og við gerðum núna, ég kom með tillögur fyrr en áætlað var og ég held að það verði þannig ef þetta gengur svona vel áfram. En við erum sérstaklega að skoða landamærin í ljósi þess ef við ætlum að aflétta meira þá verðum við að vera eins trygg og mögulegt er að það leki ekki í gegnum landamærin.“ Tillögur varðandi landamærin væntanlegar Þá var hann einnig spurður út í hvaða hugmyndir væru uppi varðandi það hvernig tryggja mætti betur að smit komist ekki inn í landi en hann mun senda frá sér tillögur varðandi landamærin á næstu dögum Sagði Þórólfur ýmsar hugmyndir uppi um hvað væri hægt að gera. Meðal annars mætti skerpa á ýmsum verkferlum og sannreyna upplýsingar sem ferðamenn koma með; hvort þeir gefi upp rétt símanúmer, heimilisfang og svo framvegis. „Það er hægt að krefja fólk um neikvætt vottorð áður en það kemur eins og er gert í mjög mörgum Evrópulöndum. Síðan er hægt, ef vafi leikur á að til dæmis fólk muni halda sóttkví, að skylda fólk til að vera í farsóttarhúsi meðan á sóttkví stendur. Þetta eru svona helstu atriðin sem hægt væri að nýta sér.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Enginn greindist með kórónuveiruna í gær, hvorki innanlands né á landamærum, og síðastliðna viku hafa aðeins þrír greinst innanlands og voru þeir allir í sóttkví. Þá hafa sautján greinst með jákvæð sýni á landamærunum, þar af voru sex virk smit. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Núverandi samkomutakmarkanir sem tóku gildi á miðnætti síðastliðinn mánudag gilda til 1. mars. Spurður út í hvort hann væri að velta fyrir sér skoða afléttingar fyrir þann tíma í ljósi fárra smita, bæði innanlands og á landamærunum sagði Þórólfur: „Já, já það er alveg til skoðunar og ég held að það geti alveg verið tilefni til þess. Bara nákvæmlega eins og við gerðum núna, ég kom með tillögur fyrr en áætlað var og ég held að það verði þannig ef þetta gengur svona vel áfram. En við erum sérstaklega að skoða landamærin í ljósi þess ef við ætlum að aflétta meira þá verðum við að vera eins trygg og mögulegt er að það leki ekki í gegnum landamærin.“ Tillögur varðandi landamærin væntanlegar Þá var hann einnig spurður út í hvaða hugmyndir væru uppi varðandi það hvernig tryggja mætti betur að smit komist ekki inn í landi en hann mun senda frá sér tillögur varðandi landamærin á næstu dögum Sagði Þórólfur ýmsar hugmyndir uppi um hvað væri hægt að gera. Meðal annars mætti skerpa á ýmsum verkferlum og sannreyna upplýsingar sem ferðamenn koma með; hvort þeir gefi upp rétt símanúmer, heimilisfang og svo framvegis. „Það er hægt að krefja fólk um neikvætt vottorð áður en það kemur eins og er gert í mjög mörgum Evrópulöndum. Síðan er hægt, ef vafi leikur á að til dæmis fólk muni halda sóttkví, að skylda fólk til að vera í farsóttarhúsi meðan á sóttkví stendur. Þetta eru svona helstu atriðin sem hægt væri að nýta sér.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira