Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2025 17:06 Þorgerður Katrín og félagar í Viðreisn hafa lengi horft í átt að Evrópusambandinu og upptöku evru. Vísir/Ívar Fannar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fagnar því að þungaviktarfólk í Samfylkingunni sé farið að tala hátt, skýrt og af skynsemi um evruna. Um sé að ræða eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi í dag. Íslenska krónan hefur verið eitt helsta deiluefni landsmanna svo áratugum skiptir. Reglulega koma upp raddir sem vilja kveðja krónuna og taka upp annan gjaldmiðil og þá sérstaklega evruna. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær að ungt fólk og húsnæðiskaupendur þurfi evruvexti. Ótrúlegur munur „Ég er að tala um þann ótrúlega mun sem er á vöxtum venjulegra heimila og lítilla og meðalstórra fyrirtækja hér heima og í Evrópu þar sem er evra. Ég reiknaði það í krónum og aurum. Reyndar milljónum,“ segir Dagur. Gjaldmiðla- og vaxtamálin séu sérstaklega umhugsunarverð eftir dóm Hæstaréttar í vaxtamálinu sem beint hafi kastljósinu að vöxtum sem bjóðist venjulegu fólki. „Ég reiknaði út dæmi um 60 milljóna króna lán, við núverandi kjör hér heima og meðalvaxtakjörin í Evrópu. Munurinn er gríðarlegur. Prófið að reikna hvað laun fjölskyldu þurfa að vera miklu, miklu hærri hér heima til að standa undir jafn dýru húsi og í Evrópu,“ segir Dagur. Dagur B. Eggertsson er spenntur fyrir upptöku evru. Vaxtastig hér á landi sé alltof hátt.Vísir/Vilhelm Þögnin um þetta sé nánast algjör. „Þessi vaxtakjör ættu að vera eitt aðalmálið í umræðunni. Og það varðar ekki bara heimilin. Ég kannaði nefnilega líka hvaða vextir bjóðast litlum og meðalstórum fyrirtækjum í Evrópu fyrir skammtímalán. Allir verktakar taka t.d. slík lán vegna íbúðabygginga. Munurinn er allt að fjórfaldur. Og þær tugir og hundruð milljóna sem greiddir eru í þessa vexti á byggingartíma eru einn stærsti einstaki liðurinn í byggingarkostnaði íbúða í öllum uppbyggingarverkefnum. Samtök byggingarverktaka hafa varla vakið máls á þessu, alla vega ekki svo ég hafi tekið eftir. Er það vegna hræðslu við banka eða ástar á krónunni eða hvað?“ spyr Dagur og hallast í átt að evru. Skýrsla um kosti og galla krónunnar Því fagnar samstarfsmaður Dags í ríkisstjórnarsamstarfinu, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í færslu á Facebook sem vakið hefur misjöfn viðbrögð. Snert er á gjaldmiðlamálum í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í desember í fyrra. Þar segir: „Í upphafi kjörtímabilsins verður óháðum erlendum sérfræðingum falið að vinna skýrslu um kosti og galla krónunnar og valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum.“ Fréttastofu er ekki kunnugt um hvernig vinna við skýrsluna gengur. Klár í samtal um evruna Þorgerður Katrín lýsir yfir ánægju með grein Dags. „Ánægjulegt að sjá þungavigtarfólk úr þingflokki Samfylkingarinnar leggjast á sveif með okkur í Viðreisn að tala hátt, skýrt og af skynsemi um evruna og vaxtakjör,“ segir Þorgerður Katrín. Hún nefnir sérstaklega orð Dags um að upptaka evru eigi að vera helsta baráttumál samtaka launafólks, neytenda og samtaka í byggingariðnaði. Verktakar segi sjálfir að fjármagnskostnaður sé að sliga þá. Ungt fólk sé varla spurt. „Við erum klár í samtal um evruna. Enda eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi í dag.“ Íslenska krónan Utanríkismál Vaxtamálið Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Íslenska krónan hefur verið eitt helsta deiluefni landsmanna svo áratugum skiptir. Reglulega koma upp raddir sem vilja kveðja krónuna og taka upp annan gjaldmiðil og þá sérstaklega evruna. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær að ungt fólk og húsnæðiskaupendur þurfi evruvexti. Ótrúlegur munur „Ég er að tala um þann ótrúlega mun sem er á vöxtum venjulegra heimila og lítilla og meðalstórra fyrirtækja hér heima og í Evrópu þar sem er evra. Ég reiknaði það í krónum og aurum. Reyndar milljónum,“ segir Dagur. Gjaldmiðla- og vaxtamálin séu sérstaklega umhugsunarverð eftir dóm Hæstaréttar í vaxtamálinu sem beint hafi kastljósinu að vöxtum sem bjóðist venjulegu fólki. „Ég reiknaði út dæmi um 60 milljóna króna lán, við núverandi kjör hér heima og meðalvaxtakjörin í Evrópu. Munurinn er gríðarlegur. Prófið að reikna hvað laun fjölskyldu þurfa að vera miklu, miklu hærri hér heima til að standa undir jafn dýru húsi og í Evrópu,“ segir Dagur. Dagur B. Eggertsson er spenntur fyrir upptöku evru. Vaxtastig hér á landi sé alltof hátt.Vísir/Vilhelm Þögnin um þetta sé nánast algjör. „Þessi vaxtakjör ættu að vera eitt aðalmálið í umræðunni. Og það varðar ekki bara heimilin. Ég kannaði nefnilega líka hvaða vextir bjóðast litlum og meðalstórum fyrirtækjum í Evrópu fyrir skammtímalán. Allir verktakar taka t.d. slík lán vegna íbúðabygginga. Munurinn er allt að fjórfaldur. Og þær tugir og hundruð milljóna sem greiddir eru í þessa vexti á byggingartíma eru einn stærsti einstaki liðurinn í byggingarkostnaði íbúða í öllum uppbyggingarverkefnum. Samtök byggingarverktaka hafa varla vakið máls á þessu, alla vega ekki svo ég hafi tekið eftir. Er það vegna hræðslu við banka eða ástar á krónunni eða hvað?“ spyr Dagur og hallast í átt að evru. Skýrsla um kosti og galla krónunnar Því fagnar samstarfsmaður Dags í ríkisstjórnarsamstarfinu, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í færslu á Facebook sem vakið hefur misjöfn viðbrögð. Snert er á gjaldmiðlamálum í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í desember í fyrra. Þar segir: „Í upphafi kjörtímabilsins verður óháðum erlendum sérfræðingum falið að vinna skýrslu um kosti og galla krónunnar og valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum.“ Fréttastofu er ekki kunnugt um hvernig vinna við skýrsluna gengur. Klár í samtal um evruna Þorgerður Katrín lýsir yfir ánægju með grein Dags. „Ánægjulegt að sjá þungavigtarfólk úr þingflokki Samfylkingarinnar leggjast á sveif með okkur í Viðreisn að tala hátt, skýrt og af skynsemi um evruna og vaxtakjör,“ segir Þorgerður Katrín. Hún nefnir sérstaklega orð Dags um að upptaka evru eigi að vera helsta baráttumál samtaka launafólks, neytenda og samtaka í byggingariðnaði. Verktakar segi sjálfir að fjármagnskostnaður sé að sliga þá. Ungt fólk sé varla spurt. „Við erum klár í samtal um evruna. Enda eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi í dag.“
Íslenska krónan Utanríkismál Vaxtamálið Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira