Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2025 17:06 Þorgerður Katrín og félagar í Viðreisn hafa lengi horft í átt að Evrópusambandinu og upptöku evru. Vísir/Ívar Fannar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fagnar því að þungaviktarfólk í Samfylkingunni sé farið að tala hátt, skýrt og af skynsemi um evruna. Um sé að ræða eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi í dag. Íslenska krónan hefur verið eitt helsta deiluefni landsmanna svo áratugum skiptir. Reglulega koma upp raddir sem vilja kveðja krónuna og taka upp annan gjaldmiðil og þá sérstaklega evruna. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær að ungt fólk og húsnæðiskaupendur þurfi evruvexti. Ótrúlegur munur „Ég er að tala um þann ótrúlega mun sem er á vöxtum venjulegra heimila og lítilla og meðalstórra fyrirtækja hér heima og í Evrópu þar sem er evra. Ég reiknaði það í krónum og aurum. Reyndar milljónum,“ segir Dagur. Gjaldmiðla- og vaxtamálin séu sérstaklega umhugsunarverð eftir dóm Hæstaréttar í vaxtamálinu sem beint hafi kastljósinu að vöxtum sem bjóðist venjulegu fólki. „Ég reiknaði út dæmi um 60 milljóna króna lán, við núverandi kjör hér heima og meðalvaxtakjörin í Evrópu. Munurinn er gríðarlegur. Prófið að reikna hvað laun fjölskyldu þurfa að vera miklu, miklu hærri hér heima til að standa undir jafn dýru húsi og í Evrópu,“ segir Dagur. Dagur B. Eggertsson er spenntur fyrir upptöku evru. Vaxtastig hér á landi sé alltof hátt.Vísir/Vilhelm Þögnin um þetta sé nánast algjör. „Þessi vaxtakjör ættu að vera eitt aðalmálið í umræðunni. Og það varðar ekki bara heimilin. Ég kannaði nefnilega líka hvaða vextir bjóðast litlum og meðalstórum fyrirtækjum í Evrópu fyrir skammtímalán. Allir verktakar taka t.d. slík lán vegna íbúðabygginga. Munurinn er allt að fjórfaldur. Og þær tugir og hundruð milljóna sem greiddir eru í þessa vexti á byggingartíma eru einn stærsti einstaki liðurinn í byggingarkostnaði íbúða í öllum uppbyggingarverkefnum. Samtök byggingarverktaka hafa varla vakið máls á þessu, alla vega ekki svo ég hafi tekið eftir. Er það vegna hræðslu við banka eða ástar á krónunni eða hvað?“ spyr Dagur og hallast í átt að evru. Skýrsla um kosti og galla krónunnar Því fagnar samstarfsmaður Dags í ríkisstjórnarsamstarfinu, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í færslu á Facebook sem vakið hefur misjöfn viðbrögð. Snert er á gjaldmiðlamálum í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í desember í fyrra. Þar segir: „Í upphafi kjörtímabilsins verður óháðum erlendum sérfræðingum falið að vinna skýrslu um kosti og galla krónunnar og valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum.“ Fréttastofu er ekki kunnugt um hvernig vinna við skýrsluna gengur. Klár í samtal um evruna Þorgerður Katrín lýsir yfir ánægju með grein Dags. „Ánægjulegt að sjá þungavigtarfólk úr þingflokki Samfylkingarinnar leggjast á sveif með okkur í Viðreisn að tala hátt, skýrt og af skynsemi um evruna og vaxtakjör,“ segir Þorgerður Katrín. Hún nefnir sérstaklega orð Dags um að upptaka evru eigi að vera helsta baráttumál samtaka launafólks, neytenda og samtaka í byggingariðnaði. Verktakar segi sjálfir að fjármagnskostnaður sé að sliga þá. Ungt fólk sé varla spurt. „Við erum klár í samtal um evruna. Enda eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi í dag.“ Íslenska krónan Utanríkismál Vaxtamálið Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Íslenska krónan hefur verið eitt helsta deiluefni landsmanna svo áratugum skiptir. Reglulega koma upp raddir sem vilja kveðja krónuna og taka upp annan gjaldmiðil og þá sérstaklega evruna. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær að ungt fólk og húsnæðiskaupendur þurfi evruvexti. Ótrúlegur munur „Ég er að tala um þann ótrúlega mun sem er á vöxtum venjulegra heimila og lítilla og meðalstórra fyrirtækja hér heima og í Evrópu þar sem er evra. Ég reiknaði það í krónum og aurum. Reyndar milljónum,“ segir Dagur. Gjaldmiðla- og vaxtamálin séu sérstaklega umhugsunarverð eftir dóm Hæstaréttar í vaxtamálinu sem beint hafi kastljósinu að vöxtum sem bjóðist venjulegu fólki. „Ég reiknaði út dæmi um 60 milljóna króna lán, við núverandi kjör hér heima og meðalvaxtakjörin í Evrópu. Munurinn er gríðarlegur. Prófið að reikna hvað laun fjölskyldu þurfa að vera miklu, miklu hærri hér heima til að standa undir jafn dýru húsi og í Evrópu,“ segir Dagur. Dagur B. Eggertsson er spenntur fyrir upptöku evru. Vaxtastig hér á landi sé alltof hátt.Vísir/Vilhelm Þögnin um þetta sé nánast algjör. „Þessi vaxtakjör ættu að vera eitt aðalmálið í umræðunni. Og það varðar ekki bara heimilin. Ég kannaði nefnilega líka hvaða vextir bjóðast litlum og meðalstórum fyrirtækjum í Evrópu fyrir skammtímalán. Allir verktakar taka t.d. slík lán vegna íbúðabygginga. Munurinn er allt að fjórfaldur. Og þær tugir og hundruð milljóna sem greiddir eru í þessa vexti á byggingartíma eru einn stærsti einstaki liðurinn í byggingarkostnaði íbúða í öllum uppbyggingarverkefnum. Samtök byggingarverktaka hafa varla vakið máls á þessu, alla vega ekki svo ég hafi tekið eftir. Er það vegna hræðslu við banka eða ástar á krónunni eða hvað?“ spyr Dagur og hallast í átt að evru. Skýrsla um kosti og galla krónunnar Því fagnar samstarfsmaður Dags í ríkisstjórnarsamstarfinu, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í færslu á Facebook sem vakið hefur misjöfn viðbrögð. Snert er á gjaldmiðlamálum í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í desember í fyrra. Þar segir: „Í upphafi kjörtímabilsins verður óháðum erlendum sérfræðingum falið að vinna skýrslu um kosti og galla krónunnar og valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum.“ Fréttastofu er ekki kunnugt um hvernig vinna við skýrsluna gengur. Klár í samtal um evruna Þorgerður Katrín lýsir yfir ánægju með grein Dags. „Ánægjulegt að sjá þungavigtarfólk úr þingflokki Samfylkingarinnar leggjast á sveif með okkur í Viðreisn að tala hátt, skýrt og af skynsemi um evruna og vaxtakjör,“ segir Þorgerður Katrín. Hún nefnir sérstaklega orð Dags um að upptaka evru eigi að vera helsta baráttumál samtaka launafólks, neytenda og samtaka í byggingariðnaði. Verktakar segi sjálfir að fjármagnskostnaður sé að sliga þá. Ungt fólk sé varla spurt. „Við erum klár í samtal um evruna. Enda eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi í dag.“
Íslenska krónan Utanríkismál Vaxtamálið Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent