Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Árni Sæberg skrifar 31. október 2025 17:39 Hnúfubakurinn virtist geta haldið sér á floti og andað þegar hópurinn þurfti frá að hverfa. Freyr Antonsson Áhöfn hvalaskoðunarbáts kom í morgun auga á hnúfubak sem var greinilega fastur í einhverju á Eyjafirði rétt austur af Hrísey. Ekki var unnt að bjarga hvalnum en stefnt er að því að reyna það aftur á morgun. Þetta segir segir Freyr Antonsson, eigandi Arctic Sea Tours á Dalvík, en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu. Áhöfnin á hvalaskoðunarbátnum Mána hafi séð hvalinn um klukkan 10 í morgun og þá hafi hann virst geta hreyft sig aðeins, haldið sér á yfirborðinu og andað en hafi greinilega verið fastur í einhverju. Klippa: Fastur hnúfubakur í Eyjafirði Skipstjórinn Páll Steingrímsson hafi tilkynnt Landhelgisgæslunni um atvikið klukkan 10:20 og Vörður, bátur Björgunarsveitarinnar á Dalvík hafi komið að hvalnum klukkan 11:46. Freyr, Klara Mist og Páll skipstjórar frá Arctic Sea Tours hafi farið ásamt Erlendi Bogasyni kafara á Dögun, svokölluðum rib bát félagsins að hvalnum klukkan 12:50 með búnað um borð til að skera hvalinn lausan, auk neðansjávardróna. Þurftu frá að hverfa vegna veðurs Veðuraðstæður hafi verið mjög slæmar á vettvangi, austan 18 til 22 metrar og sjólag erfitt. „Því miður þurftum við frá að hverfa þar sem veður og sjólag gerðu okkur erfitt fyrir. Það er hvergi sjáanlegt ofansjávar hvernig hvalurinn er fastur en greinlegt að það er um sporðinn. Við sáum engin merki um veiðarfæri svo á þessari stundu er ekki vitað í hvað hnúfubakurinn hefur fest sig. Hann virðist eiga nokkuð auðvelt með að anda en greinilega undir álagi miðað við hljóðin í blæstrinum,“ segir Freyr. Vona að hvalurinn þrauki Hann segir að hópurinn voni að hvalurinn þrauki fram til morguns svo að unnt verði að aðstoð hann. „Við höfðum á orði að við vildum ekki missa annan hnúfubak í Eyjafirði þetta árið, svo við vonum að þetta fari vel.“ Hvalir Dalvíkurbyggð Ferðaþjónusta Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Fleiri fréttir Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Sjá meira
Þetta segir segir Freyr Antonsson, eigandi Arctic Sea Tours á Dalvík, en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu. Áhöfnin á hvalaskoðunarbátnum Mána hafi séð hvalinn um klukkan 10 í morgun og þá hafi hann virst geta hreyft sig aðeins, haldið sér á yfirborðinu og andað en hafi greinilega verið fastur í einhverju. Klippa: Fastur hnúfubakur í Eyjafirði Skipstjórinn Páll Steingrímsson hafi tilkynnt Landhelgisgæslunni um atvikið klukkan 10:20 og Vörður, bátur Björgunarsveitarinnar á Dalvík hafi komið að hvalnum klukkan 11:46. Freyr, Klara Mist og Páll skipstjórar frá Arctic Sea Tours hafi farið ásamt Erlendi Bogasyni kafara á Dögun, svokölluðum rib bát félagsins að hvalnum klukkan 12:50 með búnað um borð til að skera hvalinn lausan, auk neðansjávardróna. Þurftu frá að hverfa vegna veðurs Veðuraðstæður hafi verið mjög slæmar á vettvangi, austan 18 til 22 metrar og sjólag erfitt. „Því miður þurftum við frá að hverfa þar sem veður og sjólag gerðu okkur erfitt fyrir. Það er hvergi sjáanlegt ofansjávar hvernig hvalurinn er fastur en greinlegt að það er um sporðinn. Við sáum engin merki um veiðarfæri svo á þessari stundu er ekki vitað í hvað hnúfubakurinn hefur fest sig. Hann virðist eiga nokkuð auðvelt með að anda en greinilega undir álagi miðað við hljóðin í blæstrinum,“ segir Freyr. Vona að hvalurinn þrauki Hann segir að hópurinn voni að hvalurinn þrauki fram til morguns svo að unnt verði að aðstoð hann. „Við höfðum á orði að við vildum ekki missa annan hnúfubak í Eyjafirði þetta árið, svo við vonum að þetta fari vel.“
Hvalir Dalvíkurbyggð Ferðaþjónusta Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Fleiri fréttir Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Sjá meira