Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2025 12:11 Anna Bryndís Einarsdóttir, sem er taugalæknir og yfirlæknir Taugalækningadeildar Landspítalans. Aðsend Að jafnaði fá tveir einstaklingar heilablóðfall hér á landi á hverjum degi en slag eins og það er kallað er skerðing á heilastarfsemi, sem verður vegna truflunar á blóðflæði til heila. Eftir hádegi í dag verður gestum í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri boðið að mæta í ókeypis blóðþrýstingsmælingu vegna alþjóðlega Slagdagsins. Alþjóði Slagdagurinn eins og hann kallast var 29. október en haldið verður upp á daginn á Íslandi í dag, 1. nóvember með því að Heilaheill býður gestum og gangandi í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri á milli 13:00 og 15:00 á fá ókeypis blóðþrýstingsmælingu en hár blóðþrýstingur er mesti áhættuþátturinn við því að fá slag. Anna Bryndís Einarsdóttir er taugalæknir og yfirlæknir Taugalækningadeildar Landspítalans. „Slag er í rauninni önnur algengasta dánarorsök í heiminum og helsta ástæða fötlunar og það er talið að einn af hverjum fjórum einstaklingum 25 ára og eldri fái slag á lífsleiðinni,” segir Anna og bætir við. „Þannig að þetta er heilbrigðisvá, sem þarf að huga að og á Íslandi eru þetta um tveir einstaklingar á dag. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk þekki einkenni strax til þess að vita hvernig eigi að bregðast við ef vaknar grunur um slag”. Hér sést myndrænt hvað gerist þegar heilablóðfall verður en myndin er af Vísindavefnum.Vísindavefurinn Anna Bryndís segir nauðsynlegt fyrir alla að þekkja áhættuþætti vegna slags. „Helsti og sterkasti áhættuþátturinn er hár blóðþrýstingur en það eru margir aðrir og það er meðal annars offita, hár blóðsykur, reykingar, háar blóðfitur og lélegt mataræði hefur líka þarna sterk áhrif”. Og þetta að lokum frá Önnu Bryndísi. „Ég hvet alla til þess að mæta í dag, huga að þessum áhættuþáttum, þekkja einkennin strax og endilega að hlaða niður þessu forriti, sem Heilaheill hefur boðið upp á og fræðið aðstandendur ykkur um þessi einkenni þannig að allir vita hvernig eigi að bregðast við ef vaknar grunur”, segir Anna Bryndís. Allir eru velkomnir í ókeypis blóðþrýstingsmælingu frá klukkan 13:00 til 15:00 í dag í Kringlunni í Reykjavík og í verslunarmiðstöðinni við Glerártorg á Akureyri á sama tíma.Aðsend Reykjavík Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Alþjóði Slagdagurinn eins og hann kallast var 29. október en haldið verður upp á daginn á Íslandi í dag, 1. nóvember með því að Heilaheill býður gestum og gangandi í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri á milli 13:00 og 15:00 á fá ókeypis blóðþrýstingsmælingu en hár blóðþrýstingur er mesti áhættuþátturinn við því að fá slag. Anna Bryndís Einarsdóttir er taugalæknir og yfirlæknir Taugalækningadeildar Landspítalans. „Slag er í rauninni önnur algengasta dánarorsök í heiminum og helsta ástæða fötlunar og það er talið að einn af hverjum fjórum einstaklingum 25 ára og eldri fái slag á lífsleiðinni,” segir Anna og bætir við. „Þannig að þetta er heilbrigðisvá, sem þarf að huga að og á Íslandi eru þetta um tveir einstaklingar á dag. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk þekki einkenni strax til þess að vita hvernig eigi að bregðast við ef vaknar grunur um slag”. Hér sést myndrænt hvað gerist þegar heilablóðfall verður en myndin er af Vísindavefnum.Vísindavefurinn Anna Bryndís segir nauðsynlegt fyrir alla að þekkja áhættuþætti vegna slags. „Helsti og sterkasti áhættuþátturinn er hár blóðþrýstingur en það eru margir aðrir og það er meðal annars offita, hár blóðsykur, reykingar, háar blóðfitur og lélegt mataræði hefur líka þarna sterk áhrif”. Og þetta að lokum frá Önnu Bryndísi. „Ég hvet alla til þess að mæta í dag, huga að þessum áhættuþáttum, þekkja einkennin strax og endilega að hlaða niður þessu forriti, sem Heilaheill hefur boðið upp á og fræðið aðstandendur ykkur um þessi einkenni þannig að allir vita hvernig eigi að bregðast við ef vaknar grunur”, segir Anna Bryndís. Allir eru velkomnir í ókeypis blóðþrýstingsmælingu frá klukkan 13:00 til 15:00 í dag í Kringlunni í Reykjavík og í verslunarmiðstöðinni við Glerártorg á Akureyri á sama tíma.Aðsend
Reykjavík Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira