Bóluefnakapphlaup hefði gert út um Evrópusambandið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2021 13:48 Von der Leyen ávarpaði Evrópuþingið í dag. epa/Johanna Geron Yfirvöld í Evrópu voru sein til þess að samþykkja bóluefnin gegn Covid-19 og Evrópusambandið of bjartsýnt hvað varðaði getu lyfjafyrirtækjanna til að mæta framleiðslu- og afhendingarmarkmiðum. Þetta viðurkenndi Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á sérstökum fundi Evrópuþingsins vegna bólusetningaráætlunnar sambandsins í dag. Hún sagði ríki ESB ekki enn á þeim stað sem þau vildu vera en sagði að fyrirkomulagið um að standa saman að innkaupum á bóluefnunum hefði verið það eina rétta. Þetta er í fyrsta sinn sem von der Leyen tjáir sig opinberlega um þá gagnrýni sem framkvæmdastjórnin hefur sætt vegna seinagangs í bólusetningum innan sambandsins en í síðustu viku sagði hún við þýska miðilinn Süddeutsche Zeitung að „eitt ríki gæti keyrt eins og hraðbátur en Evrópusambandið væri meira í ætt við tankskip.“ Þeir stóru fengið allt en aðrir ekkert „Við vorum sein að gefa út leyfi. Við vorum of bjartsýn hvað varðar fjöldaframleiðsluna,“ sagði forsetinn þegar hún ávarpaði Evrópuþingið. „Og kannski of örugg um að það sem við pöntuðum yrði afhent á réttum tíma,“ bætti hún við. Hún sagði að þeirri spurningu væri enn ósvarað hvað hefði farið úrskeðis hjá lyfjafyrirtækjunum. Von der Leyen sagði það hins vegar hafa verið rétta ákvörðun að Evrópuríkin sameinuðu krafta sína. „Ég get ekki ímyndað mér að nokkur stór lönd hefðu hlaupið á lagið og aðrir staðið eftir tómhentir.“ Hún sagði að slíkt fyrirkomulag hefði ekki verið skynsamlegt efnahagslega og þá hefði það mögulega orðið banabein Evrópusamfélagsins. Löng yfirlega „nauðsynleg fjárfesting“ Þrátt fyrir að gangast við því að Lyfjastofnun Evrópu hefði tekið sinn tíma áður en hún samþykkti bóluefnin varði von der Leyen einnig ferlið og sagði umþóttunartímann „nauðsynlega fjárfestingu til að tryggja traust og öryggi“. Pfizer og AstraZeneca eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa frestað afhendingu lyfja til Evrópusambandsins vegna vandkvæða við framleiðslu og mikillar eftirspurnar. Á Evrópuþinginu skiptust menn í fylkingar þegar kom að viðbrögðum við ræðu forsetans. Einn sagði ESB „troða marvaða“ á meðan ríki á borð við Bretland, Bandaríkin og Ísrael hefðu tekið stór skref í átt að bólusetningu íbúa. Annar sagði ýmislegt hafa misfarist en að lykilákvarðanir sambandsins hefðu verið réttar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Lyf Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Þetta viðurkenndi Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á sérstökum fundi Evrópuþingsins vegna bólusetningaráætlunnar sambandsins í dag. Hún sagði ríki ESB ekki enn á þeim stað sem þau vildu vera en sagði að fyrirkomulagið um að standa saman að innkaupum á bóluefnunum hefði verið það eina rétta. Þetta er í fyrsta sinn sem von der Leyen tjáir sig opinberlega um þá gagnrýni sem framkvæmdastjórnin hefur sætt vegna seinagangs í bólusetningum innan sambandsins en í síðustu viku sagði hún við þýska miðilinn Süddeutsche Zeitung að „eitt ríki gæti keyrt eins og hraðbátur en Evrópusambandið væri meira í ætt við tankskip.“ Þeir stóru fengið allt en aðrir ekkert „Við vorum sein að gefa út leyfi. Við vorum of bjartsýn hvað varðar fjöldaframleiðsluna,“ sagði forsetinn þegar hún ávarpaði Evrópuþingið. „Og kannski of örugg um að það sem við pöntuðum yrði afhent á réttum tíma,“ bætti hún við. Hún sagði að þeirri spurningu væri enn ósvarað hvað hefði farið úrskeðis hjá lyfjafyrirtækjunum. Von der Leyen sagði það hins vegar hafa verið rétta ákvörðun að Evrópuríkin sameinuðu krafta sína. „Ég get ekki ímyndað mér að nokkur stór lönd hefðu hlaupið á lagið og aðrir staðið eftir tómhentir.“ Hún sagði að slíkt fyrirkomulag hefði ekki verið skynsamlegt efnahagslega og þá hefði það mögulega orðið banabein Evrópusamfélagsins. Löng yfirlega „nauðsynleg fjárfesting“ Þrátt fyrir að gangast við því að Lyfjastofnun Evrópu hefði tekið sinn tíma áður en hún samþykkti bóluefnin varði von der Leyen einnig ferlið og sagði umþóttunartímann „nauðsynlega fjárfestingu til að tryggja traust og öryggi“. Pfizer og AstraZeneca eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa frestað afhendingu lyfja til Evrópusambandsins vegna vandkvæða við framleiðslu og mikillar eftirspurnar. Á Evrópuþinginu skiptust menn í fylkingar þegar kom að viðbrögðum við ræðu forsetans. Einn sagði ESB „troða marvaða“ á meðan ríki á borð við Bretland, Bandaríkin og Ísrael hefðu tekið stór skref í átt að bólusetningu íbúa. Annar sagði ýmislegt hafa misfarist en að lykilákvarðanir sambandsins hefðu verið réttar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Lyf Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent