Aðgengi fyrir börn af erlendum uppruna Alexandra Briem skrifar 9. febrúar 2021 20:31 Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti í dag stóraukna íslenskukennslu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku með aukningu upp á 143 milljónir árlega í málaflokkinn næstu þrjú árin. Það skiptir miklu máli til að jafna tækifæri allra til að taka fullan þátt í samfélaginu, eignast vini, fylgjast með umræðunni og fréttum. Að því ógleymdu að í ýmsum störfum er það annað hvort beinlínis nauðsynlegt, eða að minnsta kosti gífurlega hjálplegt. Þetta snýst um lýðræði og jafnrétti og að skapa samfélag þar sem öllum getur liðið vel, notið hæfileika sinna og fengið tækifæri til þess að dafna. Það er jú okkur öllum í hag. Þess vegna er það á ábyrgð hins opinbera að sjá til þess að þau sem hingað flytjast eigi kost á því að læra tungumálið. Með þessari breytingu verður fjármagn á hvern nemanda verulega aukið og tvö ný íslenskuver verða opnuð. Það er til þess að tryggja öfluga íslenskukennslu nemenda sem hingað flytjast, fyrstu mánuði búsetunnar, sem gerir þeim í framhaldi kleift að koma inn í skólakerfið af meiri krafti með sínum jafnöldrum. Að auki verður stuðningur okkar sérfræðinga í Miðju máls og læsis aukinn. Brúarsmiðir verða ennfremur efldir sem tryggja gott samstarf skólakerfisins við fjöltyngd börn og foreldra þeirra.Svo verður auknu fjármagni varið í fjölmenningarlegt leikskólastarf. Umræðan um hvaða tungumál sé talað á Íslandi hefur verið nokkuð áberandi síðustu daga. Krafan um það að fólk tali mál heimafólks þegar það flyst búferlum getur verið æði ósanngjörn. Það getur legið betur fyrir Íslendingum að tala til að mynda ensku, sem við erum flest nær altalandi á hvort eð er. Eða dönsku sem við höfum lært frá ungum aldri eða önnur Norðurlandamál. Nú eða þýsku og önnur germönsk mál sem eru keimlík því sem við kunnum og nota svipaðar orðrætur og beygingarmyndir, verið einfaldara en fyrir mörgum sem hingað flytjast að læra ástkæra ylhýra málið okkar. Það er bæði málfræðilega flókið og sjaldheyrt utan landssteinanna. Þess vegna viljum við styðja enn betur við börn sem hingað koma svo þau standi jafnfætis íslenskum börnum þegar kemur að tækifærum. Píratar leggja alla áherslu á jafnræði og jafnrétti óháð uppruna. Ég er stolt af aðkomu okkar Pírata að þessu máli. Við róum öllum árum í þá átt að samfélagið sé gott fyrir fólk óháð stétt, stöðu eða uppruna. Þetta snýst um að búa til samfélag fyrir alla, þar sem fólk er ekki skilið útundan. Fjölbreytni mannlífsins er svo dýrmæt. Það skiptir öllu máli að gera okkur sem samfélagi kleift að njóta krafta öflugs fólks af ólíkum uppruna svo við megum öll dafna í sameiningu. Höfundur er fulltrúi Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Innflytjendamál Borgarstjórn Grunnskólar Réttindi barna Alexandra Briem Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti í dag stóraukna íslenskukennslu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku með aukningu upp á 143 milljónir árlega í málaflokkinn næstu þrjú árin. Það skiptir miklu máli til að jafna tækifæri allra til að taka fullan þátt í samfélaginu, eignast vini, fylgjast með umræðunni og fréttum. Að því ógleymdu að í ýmsum störfum er það annað hvort beinlínis nauðsynlegt, eða að minnsta kosti gífurlega hjálplegt. Þetta snýst um lýðræði og jafnrétti og að skapa samfélag þar sem öllum getur liðið vel, notið hæfileika sinna og fengið tækifæri til þess að dafna. Það er jú okkur öllum í hag. Þess vegna er það á ábyrgð hins opinbera að sjá til þess að þau sem hingað flytjast eigi kost á því að læra tungumálið. Með þessari breytingu verður fjármagn á hvern nemanda verulega aukið og tvö ný íslenskuver verða opnuð. Það er til þess að tryggja öfluga íslenskukennslu nemenda sem hingað flytjast, fyrstu mánuði búsetunnar, sem gerir þeim í framhaldi kleift að koma inn í skólakerfið af meiri krafti með sínum jafnöldrum. Að auki verður stuðningur okkar sérfræðinga í Miðju máls og læsis aukinn. Brúarsmiðir verða ennfremur efldir sem tryggja gott samstarf skólakerfisins við fjöltyngd börn og foreldra þeirra.Svo verður auknu fjármagni varið í fjölmenningarlegt leikskólastarf. Umræðan um hvaða tungumál sé talað á Íslandi hefur verið nokkuð áberandi síðustu daga. Krafan um það að fólk tali mál heimafólks þegar það flyst búferlum getur verið æði ósanngjörn. Það getur legið betur fyrir Íslendingum að tala til að mynda ensku, sem við erum flest nær altalandi á hvort eð er. Eða dönsku sem við höfum lært frá ungum aldri eða önnur Norðurlandamál. Nú eða þýsku og önnur germönsk mál sem eru keimlík því sem við kunnum og nota svipaðar orðrætur og beygingarmyndir, verið einfaldara en fyrir mörgum sem hingað flytjast að læra ástkæra ylhýra málið okkar. Það er bæði málfræðilega flókið og sjaldheyrt utan landssteinanna. Þess vegna viljum við styðja enn betur við börn sem hingað koma svo þau standi jafnfætis íslenskum börnum þegar kemur að tækifærum. Píratar leggja alla áherslu á jafnræði og jafnrétti óháð uppruna. Ég er stolt af aðkomu okkar Pírata að þessu máli. Við róum öllum árum í þá átt að samfélagið sé gott fyrir fólk óháð stétt, stöðu eða uppruna. Þetta snýst um að búa til samfélag fyrir alla, þar sem fólk er ekki skilið útundan. Fjölbreytni mannlífsins er svo dýrmæt. Það skiptir öllu máli að gera okkur sem samfélagi kleift að njóta krafta öflugs fólks af ólíkum uppruna svo við megum öll dafna í sameiningu. Höfundur er fulltrúi Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun