Veik börn vandamál? Valgerður Sigurðardóttir skrifar 6. febrúar 2021 17:36 Það er fyrir löngu orðið óásættanlegt að börn í Fossvogsskóla séu veik af því einu að dvelja í skólanum. Því miður er það er veruleiki sumra barna sem stunda nám við Fossvogsskóla. Nú er svo komið að foreldrar eru að gefast upp, þeirra eina lausn er að selja eigur sínar og flytja til þess að börn þeirra geti stundað nám í húsnæði sem ekki er heilsuspillandi. Þrátt fyrir það sem Reykjavíkurborg hefur gert þá eru börn enn veik. Vandamálið er mygla í húsnæðinu Það er sama á hvern er bent, hvorki nemendaverndarráð eða heilsugæslan getur leyst þetta mál. Því vandinn er ekki veik börn heldur húsnæðið. Reykjavíkurborg ein getur leyst þann mygluvanda sem er í Fossvogsskóla. Á vefsíðu Reykjavíkurborgar segir um skóla- og frístundaráð: „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Kennarar og börn búa ekki að fullnægjandi húsnæði í Fossvogsskóla, foreldrar hafa orðið að berjast fyrir því að húsnæðið sé rannsakað á viðunandi hátt, berjast fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna. Það er skýr skylda okkar sem sitjum í skóla- og frístundaráði að bregðast við þegar upp koma mál líkt og í Fossvogsskóla. Í september var gert samkomulag við foreldra um að ráðast í frekari þrif og sýnatökur. Foreldrar hafa ekkert fengið að vita eftir þær sýnatökur þrátt fyrir óskir um það. Það verður að vera meiri samvinna þegar jafn alvarlegt mál líkt og þetta kemur upp, það er ótækt að foreldrar fái ekki svör og veik börn geta ekki beðið. Getur mygla haft meiri áhrif Sú vitneskja að mygla hefur alvarleg áhrif á heilsufar okkar er sem betur fer tekin alvarlega. Orkuveituhúsið er gott dæmi um alvarleika þess þegar upp kemur mygla, þar kom upp mygla í húsnæði í eigu dótturfyrirtækis Reykjavíkurborgar og var hluti af húsnæðinu dæmdur ónýtur. Hvers vegna þegar mygla finnst í leik- og grunnskólum Reykjavíkur er ekki farin sama leið og gert var með Orkuveituhúsið? Getur verið að hluti af þeim vanda sem er í skólakerfinu, lækkandi einkunnir ásamt fjölgandi greiningum geti verið út af því að húsnæðið sem börnin okkar eru í sé heilsuspillandi? Í það minnsta var betri árangur barna í Fossvogsskóla eftirtektarverður á samræmdu prófum þegar þau voru ekki lengur í gamla húsnæðinu þar sem fundist hafði mygla. Getur verið að mygla eigi stærri þátt í líðan barnanna okkar en við gerum okkur grein fyrir? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Valgerður Sigurðardóttir Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Það er fyrir löngu orðið óásættanlegt að börn í Fossvogsskóla séu veik af því einu að dvelja í skólanum. Því miður er það er veruleiki sumra barna sem stunda nám við Fossvogsskóla. Nú er svo komið að foreldrar eru að gefast upp, þeirra eina lausn er að selja eigur sínar og flytja til þess að börn þeirra geti stundað nám í húsnæði sem ekki er heilsuspillandi. Þrátt fyrir það sem Reykjavíkurborg hefur gert þá eru börn enn veik. Vandamálið er mygla í húsnæðinu Það er sama á hvern er bent, hvorki nemendaverndarráð eða heilsugæslan getur leyst þetta mál. Því vandinn er ekki veik börn heldur húsnæðið. Reykjavíkurborg ein getur leyst þann mygluvanda sem er í Fossvogsskóla. Á vefsíðu Reykjavíkurborgar segir um skóla- og frístundaráð: „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Kennarar og börn búa ekki að fullnægjandi húsnæði í Fossvogsskóla, foreldrar hafa orðið að berjast fyrir því að húsnæðið sé rannsakað á viðunandi hátt, berjast fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna. Það er skýr skylda okkar sem sitjum í skóla- og frístundaráði að bregðast við þegar upp koma mál líkt og í Fossvogsskóla. Í september var gert samkomulag við foreldra um að ráðast í frekari þrif og sýnatökur. Foreldrar hafa ekkert fengið að vita eftir þær sýnatökur þrátt fyrir óskir um það. Það verður að vera meiri samvinna þegar jafn alvarlegt mál líkt og þetta kemur upp, það er ótækt að foreldrar fái ekki svör og veik börn geta ekki beðið. Getur mygla haft meiri áhrif Sú vitneskja að mygla hefur alvarleg áhrif á heilsufar okkar er sem betur fer tekin alvarlega. Orkuveituhúsið er gott dæmi um alvarleika þess þegar upp kemur mygla, þar kom upp mygla í húsnæði í eigu dótturfyrirtækis Reykjavíkurborgar og var hluti af húsnæðinu dæmdur ónýtur. Hvers vegna þegar mygla finnst í leik- og grunnskólum Reykjavíkur er ekki farin sama leið og gert var með Orkuveituhúsið? Getur verið að hluti af þeim vanda sem er í skólakerfinu, lækkandi einkunnir ásamt fjölgandi greiningum geti verið út af því að húsnæðið sem börnin okkar eru í sé heilsuspillandi? Í það minnsta var betri árangur barna í Fossvogsskóla eftirtektarverður á samræmdu prófum þegar þau voru ekki lengur í gamla húsnæðinu þar sem fundist hafði mygla. Getur verið að mygla eigi stærri þátt í líðan barnanna okkar en við gerum okkur grein fyrir? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar