Kvikmyndagerðarmennirnir vilja fá þrjár milljónir króna frá hinum reiða föður Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2021 10:45 Guðmundur Þór Kárason hellti sér yfir þá Anton Mána og Guðmund Arnar og taldi þá hafa svikið son sinn illa. Þeir hafa nú stefnt honum fyrir meiðyrði. Fyrsta fyrirtaka í máli Antons Mána Svanssonar framleiðanda og Guðmundar Arnar Guðmundssonar leikstjóra gegn Guðmundi Þór Kárasyni verður í næstu viku. Anton Máni og Guðmundur Andri telja ekki hægt að sitja undir því að vegið sé svo harkalega starfsheiðri þeirra og æru og raun ber vitni. Guðmundi Þór er stefnt fyrir dóm vegna harðra og ófagra orða um þá Anton Mána og Guðmund Arnar; fullyrðir að þeir hafi hlunnfarið son sinn 14 ára og svikið um hlutverk kvikmynd sem þeir Anton Máni og Guðmundur Arnar gerðu. Farið er fram á að fjöldi ummæla sem höfð hafa verið eftir Guðmundi Þór verði dæmd dauð og ómerk og farið er fram á miskabætur; 1,5 á mann samtals 3 milljónir. „Eftir ítrekaðar tilraunir til sátta sáu umbjóðendur mínir sig tilneydda til að leita réttar síns vegna fjölmargra alvarlegra aðdróttana og ærumeiðandi ummæla sem stefndi viðhafði í fjölmiðlum um umbjóðendur mína síðastliðið sumar. Því miður var þetta niðurstaðan en umbjóðendur mínir geta ekki setið þegjandi undir því þegar vegið er að mannorði þeirra, æru og starfsheiðri með ósönnum staðhæfingum um störf þeirra, líkt og stefndi hefur gert,“ segir lögmaður þeirra Arnar Kormákur Friðriksson í samtali við Vísi. Vildi vara foreldra við þessum gylliboðum Guðmundur Þór er sjálfur kvikmyndagerðarmaður og ljósmyndari. Hann hefur haldið því fram fullum fetum að aðstandendur verðlaunamyndarinnar Hjartasteins hafi svikið 14 ára gamlan son sinn um bæði laun og hlutverk. Drengurinn hafi lagt á sig hálfs ár vinnu í undirbúningi fyrir aðalhlutverk í kvikmyndinni en mátt sitja eftir með sárt ennið, svikinn um hlutverkið og ekki fengið krónu greidda fyrir alla þá vinnuna sem hann lagði á sig. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma enda dró Guðmundur hvergi af sér og vildi vara við þessum mönnum, leikstjóra og framleiðanda myndarinnar sem hann sagði vera íslenskri kvikmyndagerð til skammar. Hann varar foreldra við gylliboðum mannanna. „Sem faðir hryggir það mig að hafa leyft þessum mönnum að ávinna sér traust sonar míns og glepja hann með tali um frægð og frama þar sem öllu fögru var lofað. Það átti að ferðast um heiminn með myndina á kvikmyndahátíðir, gista á lúxushótelum og leikarar úr Hjartasteini voru fengnir til að koma og segja syni mínum hvað það hefði verið frábært tækifæri fyrir þá að vinna í svona verkefni,“ sagði Guðmundur á sínum tíma og gaf engan afslátt á því hverskonar hroki, fláræði og yfirgangur einkenndi þessa menn. Vildu skriflega yfirlýsingu um að ummælin væru röng Anton Máni sagði allt þetta algerlega úr lausu lofti gripið; drengurinn hafi fengið greitt fyrir sína vinnu og alltaf hafi legið fyrir að enginn gæti gengið að hlutverki í myndinni vísu. Gunnar Ingi, lögmaður Guðmundar Þórs Kárasonar, segir að fyrir hafi legið kröfur, mennirnir vildu skriflega yfirlýsingu um að hann hafi ekki mátt segja það sem hann sagði. En Guðmundur Þór telji sig einfaldlega hafa frelsi til að tjá sig um málið. Fjölmiðlaumfjöllun hafi verið nokkur, eðlilega því þarna er um að ræða kvikmynd sem gerð var fyrir hundruði milljóna af almannafé og hvernig staðið er að slíku verkefni hljóti að eiga erindi við almenning. Kvikmyndagerð á Íslandi Dómsmál Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Guðmundi Þór er stefnt fyrir dóm vegna harðra og ófagra orða um þá Anton Mána og Guðmund Arnar; fullyrðir að þeir hafi hlunnfarið son sinn 14 ára og svikið um hlutverk kvikmynd sem þeir Anton Máni og Guðmundur Arnar gerðu. Farið er fram á að fjöldi ummæla sem höfð hafa verið eftir Guðmundi Þór verði dæmd dauð og ómerk og farið er fram á miskabætur; 1,5 á mann samtals 3 milljónir. „Eftir ítrekaðar tilraunir til sátta sáu umbjóðendur mínir sig tilneydda til að leita réttar síns vegna fjölmargra alvarlegra aðdróttana og ærumeiðandi ummæla sem stefndi viðhafði í fjölmiðlum um umbjóðendur mína síðastliðið sumar. Því miður var þetta niðurstaðan en umbjóðendur mínir geta ekki setið þegjandi undir því þegar vegið er að mannorði þeirra, æru og starfsheiðri með ósönnum staðhæfingum um störf þeirra, líkt og stefndi hefur gert,“ segir lögmaður þeirra Arnar Kormákur Friðriksson í samtali við Vísi. Vildi vara foreldra við þessum gylliboðum Guðmundur Þór er sjálfur kvikmyndagerðarmaður og ljósmyndari. Hann hefur haldið því fram fullum fetum að aðstandendur verðlaunamyndarinnar Hjartasteins hafi svikið 14 ára gamlan son sinn um bæði laun og hlutverk. Drengurinn hafi lagt á sig hálfs ár vinnu í undirbúningi fyrir aðalhlutverk í kvikmyndinni en mátt sitja eftir með sárt ennið, svikinn um hlutverkið og ekki fengið krónu greidda fyrir alla þá vinnuna sem hann lagði á sig. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma enda dró Guðmundur hvergi af sér og vildi vara við þessum mönnum, leikstjóra og framleiðanda myndarinnar sem hann sagði vera íslenskri kvikmyndagerð til skammar. Hann varar foreldra við gylliboðum mannanna. „Sem faðir hryggir það mig að hafa leyft þessum mönnum að ávinna sér traust sonar míns og glepja hann með tali um frægð og frama þar sem öllu fögru var lofað. Það átti að ferðast um heiminn með myndina á kvikmyndahátíðir, gista á lúxushótelum og leikarar úr Hjartasteini voru fengnir til að koma og segja syni mínum hvað það hefði verið frábært tækifæri fyrir þá að vinna í svona verkefni,“ sagði Guðmundur á sínum tíma og gaf engan afslátt á því hverskonar hroki, fláræði og yfirgangur einkenndi þessa menn. Vildu skriflega yfirlýsingu um að ummælin væru röng Anton Máni sagði allt þetta algerlega úr lausu lofti gripið; drengurinn hafi fengið greitt fyrir sína vinnu og alltaf hafi legið fyrir að enginn gæti gengið að hlutverki í myndinni vísu. Gunnar Ingi, lögmaður Guðmundar Þórs Kárasonar, segir að fyrir hafi legið kröfur, mennirnir vildu skriflega yfirlýsingu um að hann hafi ekki mátt segja það sem hann sagði. En Guðmundur Þór telji sig einfaldlega hafa frelsi til að tjá sig um málið. Fjölmiðlaumfjöllun hafi verið nokkur, eðlilega því þarna er um að ræða kvikmynd sem gerð var fyrir hundruði milljóna af almannafé og hvernig staðið er að slíku verkefni hljóti að eiga erindi við almenning.
Kvikmyndagerð á Íslandi Dómsmál Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira