Sportið í dag: „Brjálaður ef þjálfari talaði svona um liðið mitt“ Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2021 14:00 Kristinn Björgúlfsson tók við karlaliði ÍR síðasta vor. VÍSIR/VILHELM Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, fór mikinn í viðtali við Vísi eftir tapið gegn Stjörnunni í Olís-deildinni í handbolta í gær. Skot hans á leikmenn Stjörnunnar voru honum ekki til sóma að mati strákanna í Sportinu í dag. „Mér finnst Stjarnan ekki vera með betra lið en við á pappír, í liði Stjörnunnar eru fullt af leikmönnum sem eru löngu runnir út á dagsetningu,“ sagði Kristinn meðal annars eftir 27-24 tap ÍR. Þeir Kjartan Atli, Henry Birgir og Rikki G ræddu meðal annars ummæli Kristins í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag sem hlusta má á hér að neðan. „Þetta kemur frá þjálfara sem seldi sæti í liðinu sínu fyrir tímabilið,“ sagði Kjartan Atli og vísaði í söfnun ÍR-inga í vor eftir að í ljós kom að handknattleiksdeild ÍR rambaði á barmi gjaldþrots. „Auðvitað er þetta bara vindhögg,“ sagði Henry Birgir. „Þarna var dauðafæri fyrir ÍR að sækja sitt fyrsta stig á tímabilinu, liðið kemst í 9-3 og það er allt jafnt þegar það eru örfáar mínútur eftir. Hann var ógeðslega sár eftir þetta. Stjarnan gat náttúrulega ekki neitt – þetta á að vera formsatriði fyrir lið eins og Stjörnuna en Stjarnan þurfti að fara í 7 á móti 6 gegn ÍR. Pínu neyðarlegt fyrir lið sem tekur sig hátíðlegar en þetta og hefur fjárfest það vel. Kiddi þarf samt auðvitað að halda haus,“ sagði Henry. Patrekur lét sig hverfa Þeir félagar voru sammála um að Kristin hefði skort klassa í gær. „Ég væri brjálaður ef að þjálfari talaði svona um liðið mitt,“ sagði Kjartan Atli og Henry tók við boltanum: „Talandi um skort á klassa. Eins mikla virðingu og ég ber fyrir Patta [Patreki Jóhannessyni, þjálfara Stjörnunnar] þá vantaði aðeins upp á hjá honum eftir leikinn í gær. Hann lét sig bara hverfa. Mætti ekki í viðtal. Ég held að hann hafi bara skammast sín svona fyrir frammistöðuna að hann reykspólaði burt úr Breiðholtinu og heim.“ ÍR-ingar eru eftir sem áður án stiga í Olís-deildinni og óvíst að það breytist nokkuð á leiktíðinni: „Kiddi er samt að gera frábæra hluti að reyna að halda þessu gangandi. Hann fékk erfið spil á hendi – gjaldþrota lið – og er að gera mjög vel. Og mögulega var hann mjög pirraður, en það er ekki næg afsökun,“ sagði Kjartan Atli. Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar. Umræðan um ummæli Kristins hefst eftir 10 mínútur af þættinum. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Sportið í dag ÍR Stjarnan Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira
„Mér finnst Stjarnan ekki vera með betra lið en við á pappír, í liði Stjörnunnar eru fullt af leikmönnum sem eru löngu runnir út á dagsetningu,“ sagði Kristinn meðal annars eftir 27-24 tap ÍR. Þeir Kjartan Atli, Henry Birgir og Rikki G ræddu meðal annars ummæli Kristins í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag sem hlusta má á hér að neðan. „Þetta kemur frá þjálfara sem seldi sæti í liðinu sínu fyrir tímabilið,“ sagði Kjartan Atli og vísaði í söfnun ÍR-inga í vor eftir að í ljós kom að handknattleiksdeild ÍR rambaði á barmi gjaldþrots. „Auðvitað er þetta bara vindhögg,“ sagði Henry Birgir. „Þarna var dauðafæri fyrir ÍR að sækja sitt fyrsta stig á tímabilinu, liðið kemst í 9-3 og það er allt jafnt þegar það eru örfáar mínútur eftir. Hann var ógeðslega sár eftir þetta. Stjarnan gat náttúrulega ekki neitt – þetta á að vera formsatriði fyrir lið eins og Stjörnuna en Stjarnan þurfti að fara í 7 á móti 6 gegn ÍR. Pínu neyðarlegt fyrir lið sem tekur sig hátíðlegar en þetta og hefur fjárfest það vel. Kiddi þarf samt auðvitað að halda haus,“ sagði Henry. Patrekur lét sig hverfa Þeir félagar voru sammála um að Kristin hefði skort klassa í gær. „Ég væri brjálaður ef að þjálfari talaði svona um liðið mitt,“ sagði Kjartan Atli og Henry tók við boltanum: „Talandi um skort á klassa. Eins mikla virðingu og ég ber fyrir Patta [Patreki Jóhannessyni, þjálfara Stjörnunnar] þá vantaði aðeins upp á hjá honum eftir leikinn í gær. Hann lét sig bara hverfa. Mætti ekki í viðtal. Ég held að hann hafi bara skammast sín svona fyrir frammistöðuna að hann reykspólaði burt úr Breiðholtinu og heim.“ ÍR-ingar eru eftir sem áður án stiga í Olís-deildinni og óvíst að það breytist nokkuð á leiktíðinni: „Kiddi er samt að gera frábæra hluti að reyna að halda þessu gangandi. Hann fékk erfið spil á hendi – gjaldþrota lið – og er að gera mjög vel. Og mögulega var hann mjög pirraður, en það er ekki næg afsökun,“ sagði Kjartan Atli. Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar. Umræðan um ummæli Kristins hefst eftir 10 mínútur af þættinum. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Sportið í dag ÍR Stjarnan Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira