Aukin útbreiðsla Covid-19 tefur efnahagsbata Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 19:41 Aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í helstu viðskiptalöndum og tafir á bólusetningum dregur efnahagskreppuna á langinn og hefur áhrif á viðskiptakjör Íslands langt fram á þetta ár. Nýleg lántaka ríkisins í útlöndum stuðlar að auknu jafnvægi að mati Seðlabankans. Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í dag að meginvextir bankans verði óbreyttir í 0,75 prósentjum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir efnahagshorfur hafi versnað frá spá bankans í nóvember sem komi meðal annars niður verðmæti útflutnings sjávarafurða. En þær eru önnur meginstoð gjaldeyristekna þjóðarinnar á eftir ferðaþjónustunni sem er hrunin. „Það sem er að gerast úti, í okkar helstu viðskiptalöndum, er farsóttin hugsanlega að sækja í sig veðrirð. Þar eru lokanir sem til dæmis veldur vandræðum í sjávarútvegi. Að fólk sé ekki lengur að fara út að borða, bara sem dæmi. Þó við séum eyja erum við háð erlendum mörkuðum. Þannig að það eru aðeins veri horfur og virðist ætla að taka lengri tíma að bólusetja heimsbyggðina,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri segir mikið atvinnuleysi áhyggjuefni. Verðbólga ætti að lækka hratt á næstu mánuðum enda sé fátt til að fóðra hana á næstunni.Vísir/Vilhelm Nýleg erlend lántaka ríkissjóðs upp á 750 milljónir evra hafi jákvæð áhrif á stöðu efnahagsmála hér og sé ígildi peningaprentunar. „Seðlabankinn er viðskiptabanki ríkissjóðs. Við tökum þennan erlenda gjaldeyri sem kemur og afhendum ríkinu krónur. Ef þær eru settar inn í kerfið kemur það út með sama hætti og þegar verið er að prenta peninga,“ segir seðlabankastjóri. Það styðji við jafnvægi í efnahagslífinu. Þótt verðbólga mælist nú 4,3 prósent og hafi ekki verið hærri og meira yfir efri viðmiðunarmörkum Seðlabankans frá árinu 2013, telji bankinn að verðbólgan lækki þegar líður á árið meðal annars vegna mikils atvinnuleysis. „Þannig að við sjáum ekki fyrir að þessi verðbólga haldi áfram. Hún verði eitthvað fóðruð áfram og hún gangi hratt niður,“ segir Ásgeir. Aukið atvinnuleysi sé áhyggjuefni en sem betur fer sé farið að bera á því að fyrirtæki hyggist byrja að ráða til sín fólk á nýjan leik. Seðlabankinn Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3. febrúar 2021 12:30 Versnandi efnahagshorfur á þessu ári Horfur hafa versnað varðandi viðskiptakjör Íslands á þessu ári miðað við fyrri spá Seðlabankans og verðbólga er meiri en reiknað var með. Maginvextir bankans verða ábreyttir í 0,75 prósentum samkvæmt vaxtaákvörðun í morgun. 3. febrúar 2021 12:14 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í dag að meginvextir bankans verði óbreyttir í 0,75 prósentjum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir efnahagshorfur hafi versnað frá spá bankans í nóvember sem komi meðal annars niður verðmæti útflutnings sjávarafurða. En þær eru önnur meginstoð gjaldeyristekna þjóðarinnar á eftir ferðaþjónustunni sem er hrunin. „Það sem er að gerast úti, í okkar helstu viðskiptalöndum, er farsóttin hugsanlega að sækja í sig veðrirð. Þar eru lokanir sem til dæmis veldur vandræðum í sjávarútvegi. Að fólk sé ekki lengur að fara út að borða, bara sem dæmi. Þó við séum eyja erum við háð erlendum mörkuðum. Þannig að það eru aðeins veri horfur og virðist ætla að taka lengri tíma að bólusetja heimsbyggðina,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri segir mikið atvinnuleysi áhyggjuefni. Verðbólga ætti að lækka hratt á næstu mánuðum enda sé fátt til að fóðra hana á næstunni.Vísir/Vilhelm Nýleg erlend lántaka ríkissjóðs upp á 750 milljónir evra hafi jákvæð áhrif á stöðu efnahagsmála hér og sé ígildi peningaprentunar. „Seðlabankinn er viðskiptabanki ríkissjóðs. Við tökum þennan erlenda gjaldeyri sem kemur og afhendum ríkinu krónur. Ef þær eru settar inn í kerfið kemur það út með sama hætti og þegar verið er að prenta peninga,“ segir seðlabankastjóri. Það styðji við jafnvægi í efnahagslífinu. Þótt verðbólga mælist nú 4,3 prósent og hafi ekki verið hærri og meira yfir efri viðmiðunarmörkum Seðlabankans frá árinu 2013, telji bankinn að verðbólgan lækki þegar líður á árið meðal annars vegna mikils atvinnuleysis. „Þannig að við sjáum ekki fyrir að þessi verðbólga haldi áfram. Hún verði eitthvað fóðruð áfram og hún gangi hratt niður,“ segir Ásgeir. Aukið atvinnuleysi sé áhyggjuefni en sem betur fer sé farið að bera á því að fyrirtæki hyggist byrja að ráða til sín fólk á nýjan leik.
Seðlabankinn Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3. febrúar 2021 12:30 Versnandi efnahagshorfur á þessu ári Horfur hafa versnað varðandi viðskiptakjör Íslands á þessu ári miðað við fyrri spá Seðlabankans og verðbólga er meiri en reiknað var með. Maginvextir bankans verða ábreyttir í 0,75 prósentum samkvæmt vaxtaákvörðun í morgun. 3. febrúar 2021 12:14 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3. febrúar 2021 12:30
Versnandi efnahagshorfur á þessu ári Horfur hafa versnað varðandi viðskiptakjör Íslands á þessu ári miðað við fyrri spá Seðlabankans og verðbólga er meiri en reiknað var með. Maginvextir bankans verða ábreyttir í 0,75 prósentum samkvæmt vaxtaákvörðun í morgun. 3. febrúar 2021 12:14