Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2021 16:12 Alexei Navalní að hlusta á dómsuppkvaðninguna í gær. EPA/Dómstóll Moskvu Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. Eftirlitsaðilar og mannréttindasamtök áætla að fleiri en tíu þúsund Rússar hafi verið handteknir við mótmæli vegna handtöku og fangelsunar Navalnís. Við dómsuppkvaðninguna sagði Navalní að ásakanirnar gegn honum væru tilbúningur og til komnar vegna ótta og haturs Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnvart sér. Navalní hefur einnig sakað Pútín um að hafa látið eitra fyrir sér síðasta sumar, sem leiddi til þess að hann var fluttur í dái til Þýskalands. Hann var í gær dæmdur fyrir að brjóta gegn skilorði með því að fara til Þýskalands. Sjá einnig: Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Hann var handtekinn vegna þessa þegar hann sneri aftur til Rússlands þann 17. janúar. Í lok desember var honum svo skipað að snúa aftur til Rússlands og var hann sakaður um að hafa brotið gegn skilorðsdómi, sem rann út um áramótin, með því að fara til Þýskalands. Sá dómur á rætur sínar að rekja til ársins 2014 þegar hann var dæmdur fyrir þjófnað. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að það mál gegn Navalní hafi verið ólögmætt og gerræðislegt. Sjá einnig: Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Navalny, moments before he is sentenced to 3.5 years in prison, draws a heart (for his wife Yulia) on the glass separating him from the rest of the courtroom. pic.twitter.com/NSrtBnDSFL— Piotr Zalewski (@p_zalewski) February 2, 2021 Í frétt Moscow Times þar sem farið er yfir atburðarás gærdagsins segir að þúsundir lögregluþjóna hafi verið sendir til að stöðva mótmæli eftir dómsuppkvaðninguna í gær. Þrátt fyrir það og að lestarstöðvum og götum hafi verið lokað fóru einhver mótmæli fram og víðast hvar mættu óreiðabúnir lögregluþjónar mótmælendum af mikilli hörku. Sjá einnig: Meira en þúsund manns handteknir í mótmælum í Rússlandi Dimítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, lýsti aðgerðum lögreglu sem hörðum en réttlætanlegum. Really grim, Belarus-esque scenes in Moscow tonight. Protesters put up their hands to show they were peaceful, and riot police started beating them viciously. Really sadist stuff.video via @tvrain and the fearless @mborzunova pic.twitter.com/eVhMgRY5ng— max seddon (@maxseddon) February 2, 2021 Rannsakandi mannréttindasamtakanna Human Rights Watch í Rússlandi segir í samtali við Moscow Times að það sé ekki rétt metið hjá Peskov. Viðbrögð lögreglu hafi engan veginn verið í takt við hegðun mótmælenda. Svo margir hafa verið handteknir að undanförnu að fangaklefar í Moskvu hafa fyllst og yfirvöld hafa ferjað fólk í rútum í bæi nærri höfuðborginni þar sem þau hafa verið færð fyrir dómara. Eins og áður segier hafa yfirvöld í vesturlöndum fordæmt dóm Navalnís og þá hörku sem yfirvöld hafa beitt gegn mótmælendum í Rússlandi. Þeirra á meðal er Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hafnaði í dag því alfarið að gagnrýni þessi væri réttmæt og sagði hana hrokafulla og óviðeigandi. Þá sagði ráðherrann að Rússar myndu ekki bregðast við svona „móðursýki“. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11 Fjögur þúsund handteknir í Rússlandi Meira en fjögur þúsund Rússar hafa verið handteknir í tengslum við fjöldamótmæli sem fara nú fram víða um Rússland. Verið er að mótmæla handtöku stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní og kalla mótmælendur eftir því að honum verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31. janúar 2021 16:40 Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51 Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28. janúar 2021 15:55 Spörkuð harkalega í jörðina og kærir lögreglu Rússnesk kona, sem lögregluþjónn sparkaði harkalega niður á mótmælum í St. Pétursborg á laugardaginn, ætlar að leggja fram kæru gegn lögregluþjóninum. Myndband af atvikinu þegar sparkað var í konuna var í mikilli dreifingu á netinu um helgina. 26. janúar 2021 09:32 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Eftirlitsaðilar og mannréttindasamtök áætla að fleiri en tíu þúsund Rússar hafi verið handteknir við mótmæli vegna handtöku og fangelsunar Navalnís. Við dómsuppkvaðninguna sagði Navalní að ásakanirnar gegn honum væru tilbúningur og til komnar vegna ótta og haturs Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnvart sér. Navalní hefur einnig sakað Pútín um að hafa látið eitra fyrir sér síðasta sumar, sem leiddi til þess að hann var fluttur í dái til Þýskalands. Hann var í gær dæmdur fyrir að brjóta gegn skilorði með því að fara til Þýskalands. Sjá einnig: Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Hann var handtekinn vegna þessa þegar hann sneri aftur til Rússlands þann 17. janúar. Í lok desember var honum svo skipað að snúa aftur til Rússlands og var hann sakaður um að hafa brotið gegn skilorðsdómi, sem rann út um áramótin, með því að fara til Þýskalands. Sá dómur á rætur sínar að rekja til ársins 2014 þegar hann var dæmdur fyrir þjófnað. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að það mál gegn Navalní hafi verið ólögmætt og gerræðislegt. Sjá einnig: Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Navalny, moments before he is sentenced to 3.5 years in prison, draws a heart (for his wife Yulia) on the glass separating him from the rest of the courtroom. pic.twitter.com/NSrtBnDSFL— Piotr Zalewski (@p_zalewski) February 2, 2021 Í frétt Moscow Times þar sem farið er yfir atburðarás gærdagsins segir að þúsundir lögregluþjóna hafi verið sendir til að stöðva mótmæli eftir dómsuppkvaðninguna í gær. Þrátt fyrir það og að lestarstöðvum og götum hafi verið lokað fóru einhver mótmæli fram og víðast hvar mættu óreiðabúnir lögregluþjónar mótmælendum af mikilli hörku. Sjá einnig: Meira en þúsund manns handteknir í mótmælum í Rússlandi Dimítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, lýsti aðgerðum lögreglu sem hörðum en réttlætanlegum. Really grim, Belarus-esque scenes in Moscow tonight. Protesters put up their hands to show they were peaceful, and riot police started beating them viciously. Really sadist stuff.video via @tvrain and the fearless @mborzunova pic.twitter.com/eVhMgRY5ng— max seddon (@maxseddon) February 2, 2021 Rannsakandi mannréttindasamtakanna Human Rights Watch í Rússlandi segir í samtali við Moscow Times að það sé ekki rétt metið hjá Peskov. Viðbrögð lögreglu hafi engan veginn verið í takt við hegðun mótmælenda. Svo margir hafa verið handteknir að undanförnu að fangaklefar í Moskvu hafa fyllst og yfirvöld hafa ferjað fólk í rútum í bæi nærri höfuðborginni þar sem þau hafa verið færð fyrir dómara. Eins og áður segier hafa yfirvöld í vesturlöndum fordæmt dóm Navalnís og þá hörku sem yfirvöld hafa beitt gegn mótmælendum í Rússlandi. Þeirra á meðal er Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hafnaði í dag því alfarið að gagnrýni þessi væri réttmæt og sagði hana hrokafulla og óviðeigandi. Þá sagði ráðherrann að Rússar myndu ekki bregðast við svona „móðursýki“.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11 Fjögur þúsund handteknir í Rússlandi Meira en fjögur þúsund Rússar hafa verið handteknir í tengslum við fjöldamótmæli sem fara nú fram víða um Rússland. Verið er að mótmæla handtöku stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní og kalla mótmælendur eftir því að honum verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31. janúar 2021 16:40 Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51 Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28. janúar 2021 15:55 Spörkuð harkalega í jörðina og kærir lögreglu Rússnesk kona, sem lögregluþjónn sparkaði harkalega niður á mótmælum í St. Pétursborg á laugardaginn, ætlar að leggja fram kæru gegn lögregluþjóninum. Myndband af atvikinu þegar sparkað var í konuna var í mikilli dreifingu á netinu um helgina. 26. janúar 2021 09:32 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11
Fjögur þúsund handteknir í Rússlandi Meira en fjögur þúsund Rússar hafa verið handteknir í tengslum við fjöldamótmæli sem fara nú fram víða um Rússland. Verið er að mótmæla handtöku stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní og kalla mótmælendur eftir því að honum verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31. janúar 2021 16:40
Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51
Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28. janúar 2021 15:55
Spörkuð harkalega í jörðina og kærir lögreglu Rússnesk kona, sem lögregluþjónn sparkaði harkalega niður á mótmælum í St. Pétursborg á laugardaginn, ætlar að leggja fram kæru gegn lögregluþjóninum. Myndband af atvikinu þegar sparkað var í konuna var í mikilli dreifingu á netinu um helgina. 26. janúar 2021 09:32