Contagion hjálpaði Bretum í baráttunni um bóluefnin Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2021 11:27 Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands. EPA/Dominic Lipisnki Í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar minnti Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, ráðgjafa sína ítrekað á kvikmyndina Contagion. Vísaði hann sérstaklega til þess hvernig myndin sagði frá kapphlaupi þjóða varðandi kaup á bóluefnum og vildi Hancock að Bretar yrðu þar í fremsta hópi. Það virðist hafa heppnast vel og eru Bretar meðal fremstu þjóða þegar kemur að fjölda íbúa sem hafa verið bólusettir. Velgengni Breta hefur þar að auki leitt til deilna við Evrópusambandið. Sjá einnig: ESB hættir við umdeilda ákvörðun um bóluefnisútflutning Sky News sagði nýverið frá því að í mars og í apríl í fyrra, þegar forsvarsmenn Oxford háskólans voru að semja við bandaríska fyrirtækið Merck um framleiðslu bóluefnis þess fyrrnefnda neitaði Hancock að samþykkja samning milli fyrirtækjanna. Það gerði hann þar sem samningurinn innihélt ekkert ákvæði sem skilyrti Merck til að senda bóluefni til Bretlands. Því endaði Oxford á að gera samning við fyrirtækið Astrazeneca. Hancock óttaðist, samkvæmt frétt Sky, að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, myndi reyna að koma í veg fyrir að bandarísk fyrirtæki sendu bóluefni úr landi. Þá segir miðillinn einnig að vísindamenn Oxford hafi haft áhyggjur af því að samningurinn við Merck innihéldi ekki nægilega skuldbindingu varðandi dreifingu bóluefna til fátækari landa. Hancock vildi þó tryggja Bretum bóluefni. Endir Contagion sat í ráðherranum Ráðherrann vísaði ítrekað til Contagion, eftir Steven Soderbergh þar sem þau Matt Damon, Kate Winslet og Jude Law eru í aðalhlutverkum. Í þeirri myndi gengur heimsfaraldur yfir jörðina og milljónir milljónir deyja. Sá faraldur er svo stöðvaður með bóluefni en vegna skorts er ákveðið með happdrætti hverjir fá bóluefnið. Heimildarmenn Sky segja það atriði myndarinnar hafa setið í Hancock. „Frá upphafi var hann meðvitaður um að bóluefnið væri mjög mikilvægt og sömuleiðis það að þegar það kæmi, yrði keppni um að verða fyrstur til að útvega sér bóluefni,“ sagði einn heimildarmaður Sky. Heimildamaður Guardian vildi þó gera fólki ljóst að Hancock hefði ekki verið þeirrar skoðunar að það yrði samkeppni um bóluefni eingöngu vegna kvikmyndarinnar. Heldur hafi hann notað þá sviðsmynd sem dæmi um hvernig ástandið gæti orðið og að Bretar þyrftu að vera viðbúnir. Hancock sjálfur ítrekaði það einnig í viðtali. Viðbrögð ríkisstjórnar Bretlands við faraldri kórónuveirunnar hafa verið harðlega gagnrýnd. Tæplega fjórar milljónir hafa smitast, svo vitað sé, og tæplega 110 þúsund manns hafa dáið vegna veirunnar, samkvæmt Johns Hopkins háskólanum sem heldur utan um opinberar tölur. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vaknaður eftir tíu mánaða dá og hefur ekki hugmynd um heimsfaraldurinn Táningur sem lenti í skelfilegu bílslysi í fyrra hefur legið í dái í tíu mánuði og er þessa dagana að ranka við sér. Aðstandendur drengsins Joseph Flavill segja að hann hafi ekki nokkra einustu hugmynd um að heimsbyggðin hafi meira og minna verið í klóm heimsfaraldurs kórónuveiru í rúmt ár þrátt fyrir að hann hafi sjálfur tvívegis greinst með COVID-19 sjúkdóminn á meðan hann var í dái. 2. febrúar 2021 14:52 Vísindamenn segja breska afbrigðið hafa stökkbreyst að nýju Vísindamenn á Bretlandi segja að erfðaefni hins svokallaða breska afbrigðis veirunnar hafi tekið breytingum að undanförnu sem valdi þeim áhyggjum. 2. febrúar 2021 13:41 Markviss skimun af ótta við útbreiðslu suður-afríska afbrigðisins Markviss skimun eftir suður-afríska afbrigðinu svokallaða er hafin á nokkrum svæðum í Bretlandi eftir að afbrigðið greindist án þess að hægt væri að rekja það. 1. febrúar 2021 14:37 Níu milljónir skammta til viðbótar frá AstraZeneca Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, greinir frá því á Twitter í kvöld að lyfjafyrirtækið AstraZeneca muni sjá Evrópusambandinu fyrir níu milljónum skammta af bóluefni gegn covid-19 á þessum ársfjórðungi, til viðbótar við þær fjörutíu milljónir skammta sem gert var ráð fyrir í síðustu viku. Þá mun dreifing bóluefnisins frá fyrirtækinu hefjast viku fyrr en áætlað var. Áður höfðu Frakkar og Þjóðverjar hótað að höfða mál gegn AstraZeneca vegna skorts á bóluefni gegn covid-19. 31. janúar 2021 19:57 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Það virðist hafa heppnast vel og eru Bretar meðal fremstu þjóða þegar kemur að fjölda íbúa sem hafa verið bólusettir. Velgengni Breta hefur þar að auki leitt til deilna við Evrópusambandið. Sjá einnig: ESB hættir við umdeilda ákvörðun um bóluefnisútflutning Sky News sagði nýverið frá því að í mars og í apríl í fyrra, þegar forsvarsmenn Oxford háskólans voru að semja við bandaríska fyrirtækið Merck um framleiðslu bóluefnis þess fyrrnefnda neitaði Hancock að samþykkja samning milli fyrirtækjanna. Það gerði hann þar sem samningurinn innihélt ekkert ákvæði sem skilyrti Merck til að senda bóluefni til Bretlands. Því endaði Oxford á að gera samning við fyrirtækið Astrazeneca. Hancock óttaðist, samkvæmt frétt Sky, að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, myndi reyna að koma í veg fyrir að bandarísk fyrirtæki sendu bóluefni úr landi. Þá segir miðillinn einnig að vísindamenn Oxford hafi haft áhyggjur af því að samningurinn við Merck innihéldi ekki nægilega skuldbindingu varðandi dreifingu bóluefna til fátækari landa. Hancock vildi þó tryggja Bretum bóluefni. Endir Contagion sat í ráðherranum Ráðherrann vísaði ítrekað til Contagion, eftir Steven Soderbergh þar sem þau Matt Damon, Kate Winslet og Jude Law eru í aðalhlutverkum. Í þeirri myndi gengur heimsfaraldur yfir jörðina og milljónir milljónir deyja. Sá faraldur er svo stöðvaður með bóluefni en vegna skorts er ákveðið með happdrætti hverjir fá bóluefnið. Heimildarmenn Sky segja það atriði myndarinnar hafa setið í Hancock. „Frá upphafi var hann meðvitaður um að bóluefnið væri mjög mikilvægt og sömuleiðis það að þegar það kæmi, yrði keppni um að verða fyrstur til að útvega sér bóluefni,“ sagði einn heimildarmaður Sky. Heimildamaður Guardian vildi þó gera fólki ljóst að Hancock hefði ekki verið þeirrar skoðunar að það yrði samkeppni um bóluefni eingöngu vegna kvikmyndarinnar. Heldur hafi hann notað þá sviðsmynd sem dæmi um hvernig ástandið gæti orðið og að Bretar þyrftu að vera viðbúnir. Hancock sjálfur ítrekaði það einnig í viðtali. Viðbrögð ríkisstjórnar Bretlands við faraldri kórónuveirunnar hafa verið harðlega gagnrýnd. Tæplega fjórar milljónir hafa smitast, svo vitað sé, og tæplega 110 þúsund manns hafa dáið vegna veirunnar, samkvæmt Johns Hopkins háskólanum sem heldur utan um opinberar tölur.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vaknaður eftir tíu mánaða dá og hefur ekki hugmynd um heimsfaraldurinn Táningur sem lenti í skelfilegu bílslysi í fyrra hefur legið í dái í tíu mánuði og er þessa dagana að ranka við sér. Aðstandendur drengsins Joseph Flavill segja að hann hafi ekki nokkra einustu hugmynd um að heimsbyggðin hafi meira og minna verið í klóm heimsfaraldurs kórónuveiru í rúmt ár þrátt fyrir að hann hafi sjálfur tvívegis greinst með COVID-19 sjúkdóminn á meðan hann var í dái. 2. febrúar 2021 14:52 Vísindamenn segja breska afbrigðið hafa stökkbreyst að nýju Vísindamenn á Bretlandi segja að erfðaefni hins svokallaða breska afbrigðis veirunnar hafi tekið breytingum að undanförnu sem valdi þeim áhyggjum. 2. febrúar 2021 13:41 Markviss skimun af ótta við útbreiðslu suður-afríska afbrigðisins Markviss skimun eftir suður-afríska afbrigðinu svokallaða er hafin á nokkrum svæðum í Bretlandi eftir að afbrigðið greindist án þess að hægt væri að rekja það. 1. febrúar 2021 14:37 Níu milljónir skammta til viðbótar frá AstraZeneca Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, greinir frá því á Twitter í kvöld að lyfjafyrirtækið AstraZeneca muni sjá Evrópusambandinu fyrir níu milljónum skammta af bóluefni gegn covid-19 á þessum ársfjórðungi, til viðbótar við þær fjörutíu milljónir skammta sem gert var ráð fyrir í síðustu viku. Þá mun dreifing bóluefnisins frá fyrirtækinu hefjast viku fyrr en áætlað var. Áður höfðu Frakkar og Þjóðverjar hótað að höfða mál gegn AstraZeneca vegna skorts á bóluefni gegn covid-19. 31. janúar 2021 19:57 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Vaknaður eftir tíu mánaða dá og hefur ekki hugmynd um heimsfaraldurinn Táningur sem lenti í skelfilegu bílslysi í fyrra hefur legið í dái í tíu mánuði og er þessa dagana að ranka við sér. Aðstandendur drengsins Joseph Flavill segja að hann hafi ekki nokkra einustu hugmynd um að heimsbyggðin hafi meira og minna verið í klóm heimsfaraldurs kórónuveiru í rúmt ár þrátt fyrir að hann hafi sjálfur tvívegis greinst með COVID-19 sjúkdóminn á meðan hann var í dái. 2. febrúar 2021 14:52
Vísindamenn segja breska afbrigðið hafa stökkbreyst að nýju Vísindamenn á Bretlandi segja að erfðaefni hins svokallaða breska afbrigðis veirunnar hafi tekið breytingum að undanförnu sem valdi þeim áhyggjum. 2. febrúar 2021 13:41
Markviss skimun af ótta við útbreiðslu suður-afríska afbrigðisins Markviss skimun eftir suður-afríska afbrigðinu svokallaða er hafin á nokkrum svæðum í Bretlandi eftir að afbrigðið greindist án þess að hægt væri að rekja það. 1. febrúar 2021 14:37
Níu milljónir skammta til viðbótar frá AstraZeneca Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, greinir frá því á Twitter í kvöld að lyfjafyrirtækið AstraZeneca muni sjá Evrópusambandinu fyrir níu milljónum skammta af bóluefni gegn covid-19 á þessum ársfjórðungi, til viðbótar við þær fjörutíu milljónir skammta sem gert var ráð fyrir í síðustu viku. Þá mun dreifing bóluefnisins frá fyrirtækinu hefjast viku fyrr en áætlað var. Áður höfðu Frakkar og Þjóðverjar hótað að höfða mál gegn AstraZeneca vegna skorts á bóluefni gegn covid-19. 31. janúar 2021 19:57