Hagsmunir íslenskra kvenna? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 13:30 Nú hafa heilbrigðisyfirvöld tekið þá afdrifríku ákvörðun að skimanir fyrir leghálskrabbameini skuli færast til heilsugæslunnar og brjóstaskimanir til sjúkrahúsa. Verið er að breyta um aðferð, þannig að í stað leghálsstroks verður gerð HPV mæling á sýnum og svo frekari rannsóknir ef sú mæling er jákvæð. Það er ánægjuefni að betri aðferð sé tekin upp en áður hefur verið notast við. Ef við náum að auka mætingu kvenna í skimun, finna forstig krabbameina, veita viðeigandi meðferð fyrr og þannig fækka dauðsföllum er það frábært fyrir íslenskar konur. Undirbúningur þessa flutnings og þessara breytinga hefur verið algjört klúður og þar hafa hagsmunir kvenna ekki verið hafðir að leiðarljósi. Í fyrsta lagi hafa þessar fyrirhuguðu breytingar ekki verið kynntar almenningi. Þau sýni sem tekin voru í nóvember 2020 hafa ekki ennþá verið skoðuð. Það lá ekki fyrir hvaða sýnaglös skyldi nota og hvaða rannsóknarstofa ætti að skoða þau. Nú hefur verið ákveðið að flytja öll sýnin úr landi og samið við danska rannsóknarstofu. Landspítalinn hefur nýlega fest kaup á fínu tæki sem getur mælt HPV alveg eins og kórónaveirur en það á ekki að nota þá nýju fjárfestingu. Sú þekking og reynsla í frumurannsókn sem verið hefur hérlendis mun þá líklega hverfa úr landinu. Krabbameinsfélagið hefur tekið um 60 % af leghálssýnum en sérfræðingar í kvensjúkdómum um 40 %. Konur hafa hingað til haft það val að mæta í Krabbameinsfélagið eða að biðja sinn lækni um að taka sýni þegar öðrum erindum er sinnt. Nú er planið að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á heilsugæslunni muni sjá um sýnatökuna og hafa þær fengið þjálfun í því. Það er gott til þess að vita að heilsugæslan geti endalaust bætt við sig verkefnum. Einnig hafa stjórnvöld ákveðið að sýnatakan sé nánast gjaldfrjáls sem er vel og þannig ætti að ná fram betri mætingu. Það blasir við að vissulega átti pólitískt að útiloka sjálfstætt starfandi sérfræðinga frá þessum sýnatökum. Nú er það svo að verið er að skammta sérfræðingum á stofu sýnaglösin, þannig að læknar hafa þurft að vísa konum frá og beðið þær að koma seinna. Það vekur furðu að halda að mæting muni batna í skimun með því að biðja konur að fara á fleiri staði. Ætli þeir sem ákváðu þetta haldi að konur hafi mikla ánægju af þessum skoðunum og vilji því fara sem oftast og víðast? Samfara þessum breytingum stóð til að hækka aldursviðmið í fyrstu brjóstaskimun úr 40 ára í 50 ára, en þá risu íslenskar konur upp og mótmæltu kröftuglega á samfélagsmiðlum. Þær sem höfðu greinst fyrir fimmtugt birtu myndir af sér og á einni nóttu var hætt við fyrirhugaða breytingu. Magnað að sjá hvað samstaða kvenna getur gert. Einnig stendur til að koma á skipulagðri leit að ristilkrabbameini hér á landi sem er löngu tímabært, en það verður forvitnilegt að vita hverjir aðrir en læknar fái þjálfun í því og hvort það verður framkvæmt á Íslandi eða hvar. Það er í raun sorglegt að fylgjast með þessu og þögn þeirra sem eru í forsvari fyrir læknastéttina er skerandi. Það að konur sem komu í skoðun í nóvember 2020 séu ennþá að bíða eftir niðurstöðu eykur alls ekki traust kvenna á kerfinu né hvetur þær til að mæta betur. Heilsukvíði er staðreynd hjá mörgum og þessar breytingar eru ekki til að minnka hann. Það er ekki hægt að kenna Covid um allt, er það? Þá hefðu stjórnvöld og þeir sem ráða átt að bíða með fyrirhugaðar breytingar, ef þeir eru í raun að hugsa um hagsmuni íslenskra kvenna! Höfundur er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Nú hafa heilbrigðisyfirvöld tekið þá afdrifríku ákvörðun að skimanir fyrir leghálskrabbameini skuli færast til heilsugæslunnar og brjóstaskimanir til sjúkrahúsa. Verið er að breyta um aðferð, þannig að í stað leghálsstroks verður gerð HPV mæling á sýnum og svo frekari rannsóknir ef sú mæling er jákvæð. Það er ánægjuefni að betri aðferð sé tekin upp en áður hefur verið notast við. Ef við náum að auka mætingu kvenna í skimun, finna forstig krabbameina, veita viðeigandi meðferð fyrr og þannig fækka dauðsföllum er það frábært fyrir íslenskar konur. Undirbúningur þessa flutnings og þessara breytinga hefur verið algjört klúður og þar hafa hagsmunir kvenna ekki verið hafðir að leiðarljósi. Í fyrsta lagi hafa þessar fyrirhuguðu breytingar ekki verið kynntar almenningi. Þau sýni sem tekin voru í nóvember 2020 hafa ekki ennþá verið skoðuð. Það lá ekki fyrir hvaða sýnaglös skyldi nota og hvaða rannsóknarstofa ætti að skoða þau. Nú hefur verið ákveðið að flytja öll sýnin úr landi og samið við danska rannsóknarstofu. Landspítalinn hefur nýlega fest kaup á fínu tæki sem getur mælt HPV alveg eins og kórónaveirur en það á ekki að nota þá nýju fjárfestingu. Sú þekking og reynsla í frumurannsókn sem verið hefur hérlendis mun þá líklega hverfa úr landinu. Krabbameinsfélagið hefur tekið um 60 % af leghálssýnum en sérfræðingar í kvensjúkdómum um 40 %. Konur hafa hingað til haft það val að mæta í Krabbameinsfélagið eða að biðja sinn lækni um að taka sýni þegar öðrum erindum er sinnt. Nú er planið að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á heilsugæslunni muni sjá um sýnatökuna og hafa þær fengið þjálfun í því. Það er gott til þess að vita að heilsugæslan geti endalaust bætt við sig verkefnum. Einnig hafa stjórnvöld ákveðið að sýnatakan sé nánast gjaldfrjáls sem er vel og þannig ætti að ná fram betri mætingu. Það blasir við að vissulega átti pólitískt að útiloka sjálfstætt starfandi sérfræðinga frá þessum sýnatökum. Nú er það svo að verið er að skammta sérfræðingum á stofu sýnaglösin, þannig að læknar hafa þurft að vísa konum frá og beðið þær að koma seinna. Það vekur furðu að halda að mæting muni batna í skimun með því að biðja konur að fara á fleiri staði. Ætli þeir sem ákváðu þetta haldi að konur hafi mikla ánægju af þessum skoðunum og vilji því fara sem oftast og víðast? Samfara þessum breytingum stóð til að hækka aldursviðmið í fyrstu brjóstaskimun úr 40 ára í 50 ára, en þá risu íslenskar konur upp og mótmæltu kröftuglega á samfélagsmiðlum. Þær sem höfðu greinst fyrir fimmtugt birtu myndir af sér og á einni nóttu var hætt við fyrirhugaða breytingu. Magnað að sjá hvað samstaða kvenna getur gert. Einnig stendur til að koma á skipulagðri leit að ristilkrabbameini hér á landi sem er löngu tímabært, en það verður forvitnilegt að vita hverjir aðrir en læknar fái þjálfun í því og hvort það verður framkvæmt á Íslandi eða hvar. Það er í raun sorglegt að fylgjast með þessu og þögn þeirra sem eru í forsvari fyrir læknastéttina er skerandi. Það að konur sem komu í skoðun í nóvember 2020 séu ennþá að bíða eftir niðurstöðu eykur alls ekki traust kvenna á kerfinu né hvetur þær til að mæta betur. Heilsukvíði er staðreynd hjá mörgum og þessar breytingar eru ekki til að minnka hann. Það er ekki hægt að kenna Covid um allt, er það? Þá hefðu stjórnvöld og þeir sem ráða átt að bíða með fyrirhugaðar breytingar, ef þeir eru í raun að hugsa um hagsmuni íslenskra kvenna! Höfundur er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun