Fleiri en fimm þúsund handteknir í Rússlandi: Fangelsi að fyllast í Moskvu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 00:01 Þúsundir mótmælenda hafa komið saman í Moskvu og víðar um Rússland í dag. Margir þeirra hafa verið handteknir. Getty/Mikhail Svetlov Þeim fer enn fjölgandi sem hafa verið handtekin í Rússlandi vegna mótmælanna sem þar standa yfir víða um landið. Þúsundir Rússa sem þátt taka í mótmælunum krefjast þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny verði látinn laus úr haldi og að Pútín Rússlandsforseti segi af sér. Þegar þetta er skrifað höfðu fleiri en fimm þúsund þegar verið handtekin fyrir þátttöku sína í mótmælunum í 86 borgum víðsvegar um Rússland. Þar af hafa flest verið handtekin í Moskvu og Pétursborg. Hafa samskipti lögreglu og mótmælenda í mörgum tilfellum verið ofbeldisfull. Meðal þeirra sem hafa verið handtekin í dag er Yulia Navalnaya, eiginkona Navalny, en henni var síðar sleppt. Þá hefur bróðir Navalny og Mara Alyokhina, aðgerðasinni úr hljómsveitinni Pussy Riot, verið sett í stofufangelsi. Blaðamenn og ýmsir aðgerðasinnar sem berjast fyrir mannréttindum eru einnig meðal hinna handteknu. Að því er BBC greinir frá hafa það margir verið handteknir í Moskvu að lögreglan ku vera í vandræðum með að finna pláss fyrir allt fólkið sem er í haldi. Í Moskvu hefur lögreglan lokað lestarstöðvum og miðborgin hefur verið lokuð af. „Það er áhættusamt að mótmæla í Rússlandi. Jafnvel þótt þú sleppir undan lögreglu gætir þú verið rekinn, átt yfir höfði þér þunga sekt eða að höfðað verði gegn þér sakamál,“ skrifar Sarah Rainsford, fréttaritari BBC í Moskvu í fréttaskýringu. More than 5,000 people have been arrested and detained by police in protests across Russia in support of jailed opposition leader Alexei Navalny.Get the latest updates from Russia: https://t.co/U51LvSFibI pic.twitter.com/gTr1nOULCP— Sky News (@SkyNews) January 31, 2021 Framganga rússneskra stjórnvalda í garð mótmælenda og handtaka Navalnys hefur sætt mikilli gagnrýni úr ýmsum áttum. Josep Borell, æðsti yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu, er meðal þeirra sem hvatt hefur yfirvöld í Rússlandi til að virða réttindi mótmælenda og blaðamanna í Rússlandi. I deplore widespread detentions and disproportionate use of force against protesters and journalists in #Russia again today. People must be able to exercise their right to demonstrate without fear of repression. Russia needs to comply with its international commitments.— Josep Borrell Fontelles (@JosepBorrellF) January 31, 2021 Líkt og áður segir hafa mótmælendur komið saman víða um landið, meðal annars í borginni Novosibirsk í Síberíu, þar sem að minnsta kosti tvö þúsund mótmælendur örkuðu götur borgarinnar í dag og kölluðu slagorðin „frelsi“ og „Pútín er þjófur.“ Í Yakutsk sem einnig er í Síberíu fór frost niður í fjörutíu stig í dag sem kom þó ekki í veg fyrr mótmæli. „Ég er þreyttur á alræðishyggjunni og lögleysunni hjá stjórnvöldum. Engum spurningum hefur verið svarað. Ég vil skýrleika, opið samfélag og breytingar. Það er þess vegna sem ég kom hingað,“ sagði maður að nafni Ivan sem þar tók þátt í mótmælum. Tens of thousands of people turned out across Russia on Sunday for a second consecutive weekend rally in support of a jailed opposition leader, Aleksei Navalny. But where the protesters went, so did the police, meeting them in sometimes brutal clashes.https://t.co/adEMlWDM6g pic.twitter.com/KdnkalGS8e— The New York Times (@nytimes) January 31, 2021 Navalny var fangelsaður eftir að hann snéri aftur til Rússlands frá Þýskalandi eftir að hafa jafnað sig eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri. Sjálfur segir hann rússnesku öryggislögregluna bera ábyrgð á morðtilrauninni gegn sér en því hefur verið hafnað af forsetaembættinu í Kremlin. Navalny segir handtöku sína vera með öllu ólögmæta. Boðað hefur verið til áframhaldandi mótmæla á þriðjudaginn. Cops on Sukharevska square just arrested a journalist. #navalnyprotests #CNN #Russia pic.twitter.com/M64xaUYnQl— Frederik Pleitgen (@fpleitgenCNN) January 31, 2021 Rússland Andóf Pussy Riot Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Þegar þetta er skrifað höfðu fleiri en fimm þúsund þegar verið handtekin fyrir þátttöku sína í mótmælunum í 86 borgum víðsvegar um Rússland. Þar af hafa flest verið handtekin í Moskvu og Pétursborg. Hafa samskipti lögreglu og mótmælenda í mörgum tilfellum verið ofbeldisfull. Meðal þeirra sem hafa verið handtekin í dag er Yulia Navalnaya, eiginkona Navalny, en henni var síðar sleppt. Þá hefur bróðir Navalny og Mara Alyokhina, aðgerðasinni úr hljómsveitinni Pussy Riot, verið sett í stofufangelsi. Blaðamenn og ýmsir aðgerðasinnar sem berjast fyrir mannréttindum eru einnig meðal hinna handteknu. Að því er BBC greinir frá hafa það margir verið handteknir í Moskvu að lögreglan ku vera í vandræðum með að finna pláss fyrir allt fólkið sem er í haldi. Í Moskvu hefur lögreglan lokað lestarstöðvum og miðborgin hefur verið lokuð af. „Það er áhættusamt að mótmæla í Rússlandi. Jafnvel þótt þú sleppir undan lögreglu gætir þú verið rekinn, átt yfir höfði þér þunga sekt eða að höfðað verði gegn þér sakamál,“ skrifar Sarah Rainsford, fréttaritari BBC í Moskvu í fréttaskýringu. More than 5,000 people have been arrested and detained by police in protests across Russia in support of jailed opposition leader Alexei Navalny.Get the latest updates from Russia: https://t.co/U51LvSFibI pic.twitter.com/gTr1nOULCP— Sky News (@SkyNews) January 31, 2021 Framganga rússneskra stjórnvalda í garð mótmælenda og handtaka Navalnys hefur sætt mikilli gagnrýni úr ýmsum áttum. Josep Borell, æðsti yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu, er meðal þeirra sem hvatt hefur yfirvöld í Rússlandi til að virða réttindi mótmælenda og blaðamanna í Rússlandi. I deplore widespread detentions and disproportionate use of force against protesters and journalists in #Russia again today. People must be able to exercise their right to demonstrate without fear of repression. Russia needs to comply with its international commitments.— Josep Borrell Fontelles (@JosepBorrellF) January 31, 2021 Líkt og áður segir hafa mótmælendur komið saman víða um landið, meðal annars í borginni Novosibirsk í Síberíu, þar sem að minnsta kosti tvö þúsund mótmælendur örkuðu götur borgarinnar í dag og kölluðu slagorðin „frelsi“ og „Pútín er þjófur.“ Í Yakutsk sem einnig er í Síberíu fór frost niður í fjörutíu stig í dag sem kom þó ekki í veg fyrr mótmæli. „Ég er þreyttur á alræðishyggjunni og lögleysunni hjá stjórnvöldum. Engum spurningum hefur verið svarað. Ég vil skýrleika, opið samfélag og breytingar. Það er þess vegna sem ég kom hingað,“ sagði maður að nafni Ivan sem þar tók þátt í mótmælum. Tens of thousands of people turned out across Russia on Sunday for a second consecutive weekend rally in support of a jailed opposition leader, Aleksei Navalny. But where the protesters went, so did the police, meeting them in sometimes brutal clashes.https://t.co/adEMlWDM6g pic.twitter.com/KdnkalGS8e— The New York Times (@nytimes) January 31, 2021 Navalny var fangelsaður eftir að hann snéri aftur til Rússlands frá Þýskalandi eftir að hafa jafnað sig eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri. Sjálfur segir hann rússnesku öryggislögregluna bera ábyrgð á morðtilrauninni gegn sér en því hefur verið hafnað af forsetaembættinu í Kremlin. Navalny segir handtöku sína vera með öllu ólögmæta. Boðað hefur verið til áframhaldandi mótmæla á þriðjudaginn. Cops on Sukharevska square just arrested a journalist. #navalnyprotests #CNN #Russia pic.twitter.com/M64xaUYnQl— Frederik Pleitgen (@fpleitgenCNN) January 31, 2021
Rússland Andóf Pussy Riot Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira