Hélt hníf upp að hálsi tólf ára pilts eftir „dólgslæti“ fyrir utan Kvikk Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2021 21:28 Drengirnir áttu fyrst í samskiptum við manninn fyrir utan verslun Kvikk, skammt frá Smáralind í Kópavogi. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og brot gegn barnaverndarlögum. Maðurinn bar hníf upp að hálsi tólf ára pilts, sem hann sagði hafa verið með „dólgslæti“ ásamt félögum sínum fyrir utan verslun fyrr sama dag. Drengirnir skýrðu svo frá að þeir hefðu farið í verslun Kvikk skammt frá Smáralind í janúar 2019, að því er fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness sem birtur var í dag. Þar hefðu þeir tekið eftir manni sem virtist horfa mikið á einn þeirra úr bifreið sinni fyrir utan búðina. Þeir hefðu farið inn í búðina og maðurinn svo gefið sig á tal við þá er þeir komu út. Þeim hefði staðið ógn af honum og farið í strætóskýli við Fífuhvammsveg. Þá hefði maðurinn komið aftur að þeim, gripið í úlpu eins þeirra og sett hníf að hálsi hans. Hann hefði sagt við drenginn að hann ætti ekki að sýna sér óvirðingu. Varð reiður og pirraður og vildi „klára samræðurnar“ Maðurinn sagði fyrir dómi að piltarnir hefðu verið með „dólgslæti“ fyrir utan búðina og „verið að gefa honum augnaráð“. Inni í búðinni, þar sem kona hans hefði verið í röð, hefðu hin meintu dólgslæti haldið áfram – og enn áfram er þeir áttu í samskiptum við manninn aftur á bílastæðinu fyrir utan. Maðurinn lýsti því svo að á leið heim hefði hann séð piltana standa við strætóskýlið, orðið „reiður og pirraður“ og ákveðið að „klára þessar samræður“. Þegar maðurinn kom til piltanna við strætóskýlið hefði einn þeirra spurt hvað hann ætlaði að gera og maðurinn þá tekið í úlpu hans með báðum höndum. Hann hefði sagst ekki ætla að gera neitt en slíku væri ekki að treysta þegar menn kæmu svona fram við ókunnuga. Maðurinn neitaði þó fyrir dómi að hafa tekið upp hníf. Þá kom fram að maðurinn hefði dregið buff upp fyrir andlitið á sér svo hann þekktist ekki áður en hann fór til drengjanna. Dómurinn taldi framburð drengjanna þess efnis að maðurinn hefði borið hníf upp að hálsi eins þeirra trúverðugan. Maðurinn var að endingu dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða rúma milljón króna í laun verjanda síns. Kópavogur Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Drengirnir skýrðu svo frá að þeir hefðu farið í verslun Kvikk skammt frá Smáralind í janúar 2019, að því er fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness sem birtur var í dag. Þar hefðu þeir tekið eftir manni sem virtist horfa mikið á einn þeirra úr bifreið sinni fyrir utan búðina. Þeir hefðu farið inn í búðina og maðurinn svo gefið sig á tal við þá er þeir komu út. Þeim hefði staðið ógn af honum og farið í strætóskýli við Fífuhvammsveg. Þá hefði maðurinn komið aftur að þeim, gripið í úlpu eins þeirra og sett hníf að hálsi hans. Hann hefði sagt við drenginn að hann ætti ekki að sýna sér óvirðingu. Varð reiður og pirraður og vildi „klára samræðurnar“ Maðurinn sagði fyrir dómi að piltarnir hefðu verið með „dólgslæti“ fyrir utan búðina og „verið að gefa honum augnaráð“. Inni í búðinni, þar sem kona hans hefði verið í röð, hefðu hin meintu dólgslæti haldið áfram – og enn áfram er þeir áttu í samskiptum við manninn aftur á bílastæðinu fyrir utan. Maðurinn lýsti því svo að á leið heim hefði hann séð piltana standa við strætóskýlið, orðið „reiður og pirraður“ og ákveðið að „klára þessar samræður“. Þegar maðurinn kom til piltanna við strætóskýlið hefði einn þeirra spurt hvað hann ætlaði að gera og maðurinn þá tekið í úlpu hans með báðum höndum. Hann hefði sagst ekki ætla að gera neitt en slíku væri ekki að treysta þegar menn kæmu svona fram við ókunnuga. Maðurinn neitaði þó fyrir dómi að hafa tekið upp hníf. Þá kom fram að maðurinn hefði dregið buff upp fyrir andlitið á sér svo hann þekktist ekki áður en hann fór til drengjanna. Dómurinn taldi framburð drengjanna þess efnis að maðurinn hefði borið hníf upp að hálsi eins þeirra trúverðugan. Maðurinn var að endingu dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða rúma milljón króna í laun verjanda síns.
Kópavogur Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira