Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2021 21:26 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/vilhelm Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Samfylkingunni. Tilefnið er sagt „ítrekaðar árásir á höfuðstöðvar stjórnmálaflokka með skotvopnum, nú síðast með fjölda skota á skrifstofu Samfylkingarinnar og alvarleg árás í garð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og fjölskyldu hans. Engin dæmi eru um jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi.“ Þá segir í yfirlýsingunni að lýðræði og frjáls skoðanaskipti séu mikil verðmæti hverju samfélagi. „Við hér á Íslandi höfum vanist því að stjórnmálafólk geti gengið um án sérstakrar öryggisgæslu og að almenningur geti tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka án þess að óttast afleiðingar. Sama hvaða stjórnmálaflokk við kjósum, þá þurfum við að vernda grunnstoðir lýðræðisins og megum ekki sætta okkur við árásir, hótanir og ógnir í garð fólks í stjórnmálum eða vegna stjórnmálaskoðana þess,“ segir í yfirlýsingu. Hugur Varðar hjá borgarstjóra Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík fordæmir einnig skotárásirnar í yfirlýsingu í kvöld. „Fréttir sem fluttar voru fyrir helgi af skotárásum á starfstöðvar stjórnmálaflokka og fréttir dagsins í dag af skotárás á bifreið borgarstjóra Reykjavíkur vekja óhug. Árásir af þessum toga eru aðför gegn lýðræðinu sjálfu, gegn rétti fólks til að mynda og tjá sér skoðanir á opinberum vettvangi. Slíkar árásir mega ekki líðast í opnu og frjálsu samfélagi,“ segir í tilkynningu Varðar. „Það er von stjórnar Varðar að lögreglan hafi fljótt og örugglega hendur í hári þeirra sem hafa unnið þessi voðaverk. Hugur stjórnarinnar liggur hjá borgarstjóra og starfsmönnum þeirra stjórnmálaflokka sem orðið hafa fyrir þessum árásum, vonandi munu hvorki þeir né nokkrir aðrir þurfa að upplifa slík voðaverk framar hér á landi.“ Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Talið er nær fullvíst að skotið hafi verið úr riffli, en rannsókn málsins miðar meðal annars að því athuga hvort um sé að ræða sama skotvopn og notað var þegar skotið var á skrifstofur stjórnmálaflokka, þar á meðal Samfylkingarinnar, í síðustu viku. Þá var greint frá því að skotið hefði verið á skrifstofur Viðreisnar, Sjálfstæðisflokksins, Samtaka atvinnulífsins og Samfylkingarinnar á einu ári. Borgarstjórn Lögreglumál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 28. janúar 2021 19:05 Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47 Vigdís segir Twitterfærslu Lífar lýsa mikilli illkvittni Líf Magneudóttir segir myndband, þar sem Vigdís Hauksdóttir er sögumaður, viðbjóðslegt og gefur í skyn að rekja megi skotárás á bíl borgarstjóra í dag til þess. 28. janúar 2021 13:56 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Samfylkingunni. Tilefnið er sagt „ítrekaðar árásir á höfuðstöðvar stjórnmálaflokka með skotvopnum, nú síðast með fjölda skota á skrifstofu Samfylkingarinnar og alvarleg árás í garð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og fjölskyldu hans. Engin dæmi eru um jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi.“ Þá segir í yfirlýsingunni að lýðræði og frjáls skoðanaskipti séu mikil verðmæti hverju samfélagi. „Við hér á Íslandi höfum vanist því að stjórnmálafólk geti gengið um án sérstakrar öryggisgæslu og að almenningur geti tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka án þess að óttast afleiðingar. Sama hvaða stjórnmálaflokk við kjósum, þá þurfum við að vernda grunnstoðir lýðræðisins og megum ekki sætta okkur við árásir, hótanir og ógnir í garð fólks í stjórnmálum eða vegna stjórnmálaskoðana þess,“ segir í yfirlýsingu. Hugur Varðar hjá borgarstjóra Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík fordæmir einnig skotárásirnar í yfirlýsingu í kvöld. „Fréttir sem fluttar voru fyrir helgi af skotárásum á starfstöðvar stjórnmálaflokka og fréttir dagsins í dag af skotárás á bifreið borgarstjóra Reykjavíkur vekja óhug. Árásir af þessum toga eru aðför gegn lýðræðinu sjálfu, gegn rétti fólks til að mynda og tjá sér skoðanir á opinberum vettvangi. Slíkar árásir mega ekki líðast í opnu og frjálsu samfélagi,“ segir í tilkynningu Varðar. „Það er von stjórnar Varðar að lögreglan hafi fljótt og örugglega hendur í hári þeirra sem hafa unnið þessi voðaverk. Hugur stjórnarinnar liggur hjá borgarstjóra og starfsmönnum þeirra stjórnmálaflokka sem orðið hafa fyrir þessum árásum, vonandi munu hvorki þeir né nokkrir aðrir þurfa að upplifa slík voðaverk framar hér á landi.“ Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Talið er nær fullvíst að skotið hafi verið úr riffli, en rannsókn málsins miðar meðal annars að því athuga hvort um sé að ræða sama skotvopn og notað var þegar skotið var á skrifstofur stjórnmálaflokka, þar á meðal Samfylkingarinnar, í síðustu viku. Þá var greint frá því að skotið hefði verið á skrifstofur Viðreisnar, Sjálfstæðisflokksins, Samtaka atvinnulífsins og Samfylkingarinnar á einu ári.
Borgarstjórn Lögreglumál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 28. janúar 2021 19:05 Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47 Vigdís segir Twitterfærslu Lífar lýsa mikilli illkvittni Líf Magneudóttir segir myndband, þar sem Vigdís Hauksdóttir er sögumaður, viðbjóðslegt og gefur í skyn að rekja megi skotárás á bíl borgarstjóra í dag til þess. 28. janúar 2021 13:56 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 28. janúar 2021 19:05
Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47
Vigdís segir Twitterfærslu Lífar lýsa mikilli illkvittni Líf Magneudóttir segir myndband, þar sem Vigdís Hauksdóttir er sögumaður, viðbjóðslegt og gefur í skyn að rekja megi skotárás á bíl borgarstjóra í dag til þess. 28. janúar 2021 13:56