HSÍ ræðir fljótlega við Guðmund Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2021 10:31 Guðmundur Guðmundsson er á sínu þriðja skeiði sem þjálfari Íslands. Hann stýrði liðinu einnig árin 2001-2004 og 2008-2012, þar á meðal til silfurverðlauna á ÓL 2008 og bronsverðlauna á EM 2010. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, er með samning við HSÍ sem gildir fram á næsta ár og þar með fram yfir Evrópumótið í janúar að ári. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segist telja að miðað við aðstæður hafi íslenska landsliðið heilt yfir staðið sig vel á HM í Egyptalandi. Ísland endaði í 20. sæti eftir tvo sigra og fjögur töp, en öll töpin voru með tveggja marka mun. Þegar Guðmundur þjálfari tók við landsliðinu árið 2018, í þriðja sinn á ferlinum, gerði hann samning sem gilti fram yfir HM í Egyptalandi. Sá samningur var hins vegar framlengdur síðasta sumar og gildir fram yfir EM sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu á næsta ári. Með því að framlengja samninginn segir Guðmundur formaður að ætlunin hafi verið að skapa betra andrými fyrir þjálfarann, sem stefnir að því að koma Íslandi aftur í hóp átta bestu landsliða heims. Þegar hann er spurður hvort til standi að framlengja samninginn við landsliðsþjálfarann enn frekar núna vill formaðurinn ekki fullyrða neitt um það. „Við ræðum saman, örugglega fljótlega, og förum yfir heimsmeistaramótið,“ segir Guðmundur formaður. Aðspurður um frammistöðu Íslands á HM svarar formaðurinn: „Mér fannst liðið standa sig heilt yfir vel. Þjálfarinn hefur gefið mjög greinargóða lýsingu á því hvernig þetta gekk fyrir sig. Eins og áður hefur komið fram erum við með ungt lið og síðan vorum við með vængbrotið lið í ofanálag. Það vantaði ákveðna lykilpósta. Það má alltaf velta fyrir sér hvaða kröfur menn gera með svona hóp en mér fannst við fá ákveðna breidd út úr þessu og það er mjög jákvætt. Framtíðin er björt.“ Geta skapað sér vænlega stöðu fyrir næsta stórmót Ísland mætir Ísrael á útivelli 11. mars og Litáen á útivelli í lok apríl. Guðmundur þjálfari, sem stýrir einnig Melsungen í Þýskalandi, er svo væntanlegur til landsins vegna heimaleiksins við Ísrael 2. maí, sem er síðasti leikur Íslands í undankeppni EM. Vegna innbyrðis úrslita gegn Portúgal, þar sem Ísland tapaði 26-24 á útivelli en vann 32-23 á heimavelli, getur Ísland endaði í efsta sæti síns riðils með sigrum gegn Ísrael og Litáen. Það gæti skilað liðinu í næstefsta styrkleikaflokk áður en dregið er á EM og þannig fært Íslandi hagstæðari riðil á mótinu. HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Fleiri frídagar á EM í handbolta Frá og með næsta Evrópumóti í handbolta verða fleiri frídagar gefnir á mótinu. Þetta kemur fram í tilkynningu í kvöld. 13. janúar 2021 20:45 Vægast sagt óheppileg staða Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. 26. janúar 2021 11:31 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segist telja að miðað við aðstæður hafi íslenska landsliðið heilt yfir staðið sig vel á HM í Egyptalandi. Ísland endaði í 20. sæti eftir tvo sigra og fjögur töp, en öll töpin voru með tveggja marka mun. Þegar Guðmundur þjálfari tók við landsliðinu árið 2018, í þriðja sinn á ferlinum, gerði hann samning sem gilti fram yfir HM í Egyptalandi. Sá samningur var hins vegar framlengdur síðasta sumar og gildir fram yfir EM sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu á næsta ári. Með því að framlengja samninginn segir Guðmundur formaður að ætlunin hafi verið að skapa betra andrými fyrir þjálfarann, sem stefnir að því að koma Íslandi aftur í hóp átta bestu landsliða heims. Þegar hann er spurður hvort til standi að framlengja samninginn við landsliðsþjálfarann enn frekar núna vill formaðurinn ekki fullyrða neitt um það. „Við ræðum saman, örugglega fljótlega, og förum yfir heimsmeistaramótið,“ segir Guðmundur formaður. Aðspurður um frammistöðu Íslands á HM svarar formaðurinn: „Mér fannst liðið standa sig heilt yfir vel. Þjálfarinn hefur gefið mjög greinargóða lýsingu á því hvernig þetta gekk fyrir sig. Eins og áður hefur komið fram erum við með ungt lið og síðan vorum við með vængbrotið lið í ofanálag. Það vantaði ákveðna lykilpósta. Það má alltaf velta fyrir sér hvaða kröfur menn gera með svona hóp en mér fannst við fá ákveðna breidd út úr þessu og það er mjög jákvætt. Framtíðin er björt.“ Geta skapað sér vænlega stöðu fyrir næsta stórmót Ísland mætir Ísrael á útivelli 11. mars og Litáen á útivelli í lok apríl. Guðmundur þjálfari, sem stýrir einnig Melsungen í Þýskalandi, er svo væntanlegur til landsins vegna heimaleiksins við Ísrael 2. maí, sem er síðasti leikur Íslands í undankeppni EM. Vegna innbyrðis úrslita gegn Portúgal, þar sem Ísland tapaði 26-24 á útivelli en vann 32-23 á heimavelli, getur Ísland endaði í efsta sæti síns riðils með sigrum gegn Ísrael og Litáen. Það gæti skilað liðinu í næstefsta styrkleikaflokk áður en dregið er á EM og þannig fært Íslandi hagstæðari riðil á mótinu.
HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Fleiri frídagar á EM í handbolta Frá og með næsta Evrópumóti í handbolta verða fleiri frídagar gefnir á mótinu. Þetta kemur fram í tilkynningu í kvöld. 13. janúar 2021 20:45 Vægast sagt óheppileg staða Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. 26. janúar 2021 11:31 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Fleiri frídagar á EM í handbolta Frá og með næsta Evrópumóti í handbolta verða fleiri frídagar gefnir á mótinu. Þetta kemur fram í tilkynningu í kvöld. 13. janúar 2021 20:45
Vægast sagt óheppileg staða Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. 26. janúar 2021 11:31