HSÍ ræðir fljótlega við Guðmund Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2021 10:31 Guðmundur Guðmundsson er á sínu þriðja skeiði sem þjálfari Íslands. Hann stýrði liðinu einnig árin 2001-2004 og 2008-2012, þar á meðal til silfurverðlauna á ÓL 2008 og bronsverðlauna á EM 2010. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, er með samning við HSÍ sem gildir fram á næsta ár og þar með fram yfir Evrópumótið í janúar að ári. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segist telja að miðað við aðstæður hafi íslenska landsliðið heilt yfir staðið sig vel á HM í Egyptalandi. Ísland endaði í 20. sæti eftir tvo sigra og fjögur töp, en öll töpin voru með tveggja marka mun. Þegar Guðmundur þjálfari tók við landsliðinu árið 2018, í þriðja sinn á ferlinum, gerði hann samning sem gilti fram yfir HM í Egyptalandi. Sá samningur var hins vegar framlengdur síðasta sumar og gildir fram yfir EM sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu á næsta ári. Með því að framlengja samninginn segir Guðmundur formaður að ætlunin hafi verið að skapa betra andrými fyrir þjálfarann, sem stefnir að því að koma Íslandi aftur í hóp átta bestu landsliða heims. Þegar hann er spurður hvort til standi að framlengja samninginn við landsliðsþjálfarann enn frekar núna vill formaðurinn ekki fullyrða neitt um það. „Við ræðum saman, örugglega fljótlega, og förum yfir heimsmeistaramótið,“ segir Guðmundur formaður. Aðspurður um frammistöðu Íslands á HM svarar formaðurinn: „Mér fannst liðið standa sig heilt yfir vel. Þjálfarinn hefur gefið mjög greinargóða lýsingu á því hvernig þetta gekk fyrir sig. Eins og áður hefur komið fram erum við með ungt lið og síðan vorum við með vængbrotið lið í ofanálag. Það vantaði ákveðna lykilpósta. Það má alltaf velta fyrir sér hvaða kröfur menn gera með svona hóp en mér fannst við fá ákveðna breidd út úr þessu og það er mjög jákvætt. Framtíðin er björt.“ Geta skapað sér vænlega stöðu fyrir næsta stórmót Ísland mætir Ísrael á útivelli 11. mars og Litáen á útivelli í lok apríl. Guðmundur þjálfari, sem stýrir einnig Melsungen í Þýskalandi, er svo væntanlegur til landsins vegna heimaleiksins við Ísrael 2. maí, sem er síðasti leikur Íslands í undankeppni EM. Vegna innbyrðis úrslita gegn Portúgal, þar sem Ísland tapaði 26-24 á útivelli en vann 32-23 á heimavelli, getur Ísland endaði í efsta sæti síns riðils með sigrum gegn Ísrael og Litáen. Það gæti skilað liðinu í næstefsta styrkleikaflokk áður en dregið er á EM og þannig fært Íslandi hagstæðari riðil á mótinu. HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Fleiri frídagar á EM í handbolta Frá og með næsta Evrópumóti í handbolta verða fleiri frídagar gefnir á mótinu. Þetta kemur fram í tilkynningu í kvöld. 13. janúar 2021 20:45 Vægast sagt óheppileg staða Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. 26. janúar 2021 11:31 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segist telja að miðað við aðstæður hafi íslenska landsliðið heilt yfir staðið sig vel á HM í Egyptalandi. Ísland endaði í 20. sæti eftir tvo sigra og fjögur töp, en öll töpin voru með tveggja marka mun. Þegar Guðmundur þjálfari tók við landsliðinu árið 2018, í þriðja sinn á ferlinum, gerði hann samning sem gilti fram yfir HM í Egyptalandi. Sá samningur var hins vegar framlengdur síðasta sumar og gildir fram yfir EM sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu á næsta ári. Með því að framlengja samninginn segir Guðmundur formaður að ætlunin hafi verið að skapa betra andrými fyrir þjálfarann, sem stefnir að því að koma Íslandi aftur í hóp átta bestu landsliða heims. Þegar hann er spurður hvort til standi að framlengja samninginn við landsliðsþjálfarann enn frekar núna vill formaðurinn ekki fullyrða neitt um það. „Við ræðum saman, örugglega fljótlega, og förum yfir heimsmeistaramótið,“ segir Guðmundur formaður. Aðspurður um frammistöðu Íslands á HM svarar formaðurinn: „Mér fannst liðið standa sig heilt yfir vel. Þjálfarinn hefur gefið mjög greinargóða lýsingu á því hvernig þetta gekk fyrir sig. Eins og áður hefur komið fram erum við með ungt lið og síðan vorum við með vængbrotið lið í ofanálag. Það vantaði ákveðna lykilpósta. Það má alltaf velta fyrir sér hvaða kröfur menn gera með svona hóp en mér fannst við fá ákveðna breidd út úr þessu og það er mjög jákvætt. Framtíðin er björt.“ Geta skapað sér vænlega stöðu fyrir næsta stórmót Ísland mætir Ísrael á útivelli 11. mars og Litáen á útivelli í lok apríl. Guðmundur þjálfari, sem stýrir einnig Melsungen í Þýskalandi, er svo væntanlegur til landsins vegna heimaleiksins við Ísrael 2. maí, sem er síðasti leikur Íslands í undankeppni EM. Vegna innbyrðis úrslita gegn Portúgal, þar sem Ísland tapaði 26-24 á útivelli en vann 32-23 á heimavelli, getur Ísland endaði í efsta sæti síns riðils með sigrum gegn Ísrael og Litáen. Það gæti skilað liðinu í næstefsta styrkleikaflokk áður en dregið er á EM og þannig fært Íslandi hagstæðari riðil á mótinu.
HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Fleiri frídagar á EM í handbolta Frá og með næsta Evrópumóti í handbolta verða fleiri frídagar gefnir á mótinu. Þetta kemur fram í tilkynningu í kvöld. 13. janúar 2021 20:45 Vægast sagt óheppileg staða Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. 26. janúar 2021 11:31 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
Fleiri frídagar á EM í handbolta Frá og með næsta Evrópumóti í handbolta verða fleiri frídagar gefnir á mótinu. Þetta kemur fram í tilkynningu í kvöld. 13. janúar 2021 20:45
Vægast sagt óheppileg staða Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. 26. janúar 2021 11:31