Sameign þjóðarinnar verður að sameign samfélaga Kári Gautason skrifar 26. janúar 2021 15:00 Svo lengi sem ég man eftir mér hefur kvótakerfið og hinir ýmsu gallar þess verið til umræðu. Í pottunum, í fjölskylduboðum, í pontu Alþingis. Engan skyldi því undra að þegar pólitíkusar fara að lofa breytingum á kvótakerfinu rétt fyrir kosningar þá rúlla margir augunum. Umræðan er fyrir löngu komin ofan í skotgrafirnar: Í öðrum eru þeir sem afsaka núverandi kerfi og hafa hagsmuni af því að breyta engu, og í hinum þeir sem tönnlast á því í sífellu að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar án þess að því fylgi úrlausnir sem raungera það. Báðir þessir skoðanahópar hafa nokkuð til síns máls og eiga nóg af skotfærum á sínum vígstöðvum sem nægja til þess að halda rifrildinu gangandi. Ef til vill gæti það stuðlað að skynsamlegri umræðu en lengi hefur tíðkast ef tækist að finna leið sem gerði sameign okkar á fiskinum framkvæmanlega. Hvað gerum við þegar báðir hafa nokkuð til síns máls? Afsakendurnir hafa nokkuð til síns máls þegar þeir benda á að eftir þessi fjörtíu ár af kvóta- og markaðsstýrðum veiðum, eru fiskveiðar á Íslandi bæði arðbærar og að mestu sjálfbærar. Hjá flestum öðrum þjóðum eru þær hvorugt. Á heimsvísu er 80% fiskimiða ofnýtt og þess utan þarf ríkið víða að borga með greininni. Hér fást hinsvegar fjórföld verðmæti fyrir hvern þorsk miðað við tímann fyrir kvótasetningu. Afsakendurnir gleyma því á hinn bóginn að velgengnin hjá greininni í heild hefur skapað ójöfnuð sem ekki er hægt að horfa fram hjá. Kvótakerfið hefur valdið hnignum þar sem kvótinn var seldur burt og skapað ríkidæmi annars staðar. Það sem “þjóðin á fiskinn” - fylkingin bendir réttilega á er, að síðustu áratugi hefur kvótinn hlaðist á færri hendur en áður var. Eitt megnasta óréttlætið sem fylgir núverandi kerfi er það að tiltölulega fámennur hópur á í raun nýtingarréttinn á fiskinum í kringum landið. Hópurinn greiðir vissulega af nýtingaréttinum afkomutengt veiðigjald, en hann fer engu að síður með þennan rétt eins og um varanlega eign sé að ræða. Sameign þjóðarinnar verður að sameign samfélaga Sama hvort maður tilheyrir afsakendunum eða “þjóðin á fiskinn”- hópnum, þá hljóta allir að vera sammála um að það eru ótvíræð forréttindi að eiga ríflegan kvóta. Um þúsund aðilar borga veiðigjöld á Íslandi, en 10 stærstu útgerðarfyrirtækin eiga 50 % af heildarkvóta. Til að breyta þessu ójafnvægi þurfa að gilda aðrar reglur um trillukarlinn en stórfyrirtækin. Auk þess bera stórfyrirtækin undantekningalaust mikla ábyrgð á afkomu heilu sveitafélaganna. Þessi staða setur íbúa þessara samfélaga í flókna stöðu gagnvart þessum sömu fyrirtækjum. Þetta þekkja allir sem eru aldir upp í sjávarplássi. Lausnin felst í því að fiskveiðifyrirtæki sem veiða yfir ákveðið hlutfall af kvótanum verði að einhverju leyti að vera í eigu heimamanna. Þannig getur sameign þjóðarinnar orðið að sameign samfélaga. Gleymum því ekki að það var samvinnuverkefni útgerðarmanna, sjómanna, landverkafólks og samfélagsins að skapa þau skilyrði sem gerðu það að verkum að rekstur sjávarútvegsfyrirtækja hefur gengið vel síðustu áratugi. Samfélagið gerði viðskiptasamninga, samfélagið semur um deilistofna, samfélagið menntar þá sem í greininni starfa og svona mætti lengi telja. Setja mætti þá reglu að fyrir hvert prósent yfir 5 prósent af heildarkvóta þyrfti tiltekinn hluti af félaginu að vera í eigu heimamanna og starfsfólks. Þetta er ekki óframkvæmanleg tálsýn, heldur eru nú þegar dæmi um útgerðarfélög með félagslegt eignarhald, þar sem arður af rekstri er fjárfestur innan samfélagsins en ekki braskað með hann á fjarlægum eyjum eða í ótengdum rekstri. Slíkt fyrirkomulag myndi jafna stöðuna talsvert og auka jafnræði milli íbúa í sjávarplássi eða landshluta og útgerðarfjölskyldu sem stýrir því hvort plássið lifir eða deyr með ákvörðunum sínum um ráðstöfun aflaheimilda. Það má því segja að þetta sé ákveðinn vísir að sjálfstæði sjávarútvegsplássa. Höfundur er í forvali fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Gautason Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Svo lengi sem ég man eftir mér hefur kvótakerfið og hinir ýmsu gallar þess verið til umræðu. Í pottunum, í fjölskylduboðum, í pontu Alþingis. Engan skyldi því undra að þegar pólitíkusar fara að lofa breytingum á kvótakerfinu rétt fyrir kosningar þá rúlla margir augunum. Umræðan er fyrir löngu komin ofan í skotgrafirnar: Í öðrum eru þeir sem afsaka núverandi kerfi og hafa hagsmuni af því að breyta engu, og í hinum þeir sem tönnlast á því í sífellu að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar án þess að því fylgi úrlausnir sem raungera það. Báðir þessir skoðanahópar hafa nokkuð til síns máls og eiga nóg af skotfærum á sínum vígstöðvum sem nægja til þess að halda rifrildinu gangandi. Ef til vill gæti það stuðlað að skynsamlegri umræðu en lengi hefur tíðkast ef tækist að finna leið sem gerði sameign okkar á fiskinum framkvæmanlega. Hvað gerum við þegar báðir hafa nokkuð til síns máls? Afsakendurnir hafa nokkuð til síns máls þegar þeir benda á að eftir þessi fjörtíu ár af kvóta- og markaðsstýrðum veiðum, eru fiskveiðar á Íslandi bæði arðbærar og að mestu sjálfbærar. Hjá flestum öðrum þjóðum eru þær hvorugt. Á heimsvísu er 80% fiskimiða ofnýtt og þess utan þarf ríkið víða að borga með greininni. Hér fást hinsvegar fjórföld verðmæti fyrir hvern þorsk miðað við tímann fyrir kvótasetningu. Afsakendurnir gleyma því á hinn bóginn að velgengnin hjá greininni í heild hefur skapað ójöfnuð sem ekki er hægt að horfa fram hjá. Kvótakerfið hefur valdið hnignum þar sem kvótinn var seldur burt og skapað ríkidæmi annars staðar. Það sem “þjóðin á fiskinn” - fylkingin bendir réttilega á er, að síðustu áratugi hefur kvótinn hlaðist á færri hendur en áður var. Eitt megnasta óréttlætið sem fylgir núverandi kerfi er það að tiltölulega fámennur hópur á í raun nýtingarréttinn á fiskinum í kringum landið. Hópurinn greiðir vissulega af nýtingaréttinum afkomutengt veiðigjald, en hann fer engu að síður með þennan rétt eins og um varanlega eign sé að ræða. Sameign þjóðarinnar verður að sameign samfélaga Sama hvort maður tilheyrir afsakendunum eða “þjóðin á fiskinn”- hópnum, þá hljóta allir að vera sammála um að það eru ótvíræð forréttindi að eiga ríflegan kvóta. Um þúsund aðilar borga veiðigjöld á Íslandi, en 10 stærstu útgerðarfyrirtækin eiga 50 % af heildarkvóta. Til að breyta þessu ójafnvægi þurfa að gilda aðrar reglur um trillukarlinn en stórfyrirtækin. Auk þess bera stórfyrirtækin undantekningalaust mikla ábyrgð á afkomu heilu sveitafélaganna. Þessi staða setur íbúa þessara samfélaga í flókna stöðu gagnvart þessum sömu fyrirtækjum. Þetta þekkja allir sem eru aldir upp í sjávarplássi. Lausnin felst í því að fiskveiðifyrirtæki sem veiða yfir ákveðið hlutfall af kvótanum verði að einhverju leyti að vera í eigu heimamanna. Þannig getur sameign þjóðarinnar orðið að sameign samfélaga. Gleymum því ekki að það var samvinnuverkefni útgerðarmanna, sjómanna, landverkafólks og samfélagsins að skapa þau skilyrði sem gerðu það að verkum að rekstur sjávarútvegsfyrirtækja hefur gengið vel síðustu áratugi. Samfélagið gerði viðskiptasamninga, samfélagið semur um deilistofna, samfélagið menntar þá sem í greininni starfa og svona mætti lengi telja. Setja mætti þá reglu að fyrir hvert prósent yfir 5 prósent af heildarkvóta þyrfti tiltekinn hluti af félaginu að vera í eigu heimamanna og starfsfólks. Þetta er ekki óframkvæmanleg tálsýn, heldur eru nú þegar dæmi um útgerðarfélög með félagslegt eignarhald, þar sem arður af rekstri er fjárfestur innan samfélagsins en ekki braskað með hann á fjarlægum eyjum eða í ótengdum rekstri. Slíkt fyrirkomulag myndi jafna stöðuna talsvert og auka jafnræði milli íbúa í sjávarplássi eða landshluta og útgerðarfjölskyldu sem stýrir því hvort plássið lifir eða deyr með ákvörðunum sínum um ráðstöfun aflaheimilda. Það má því segja að þetta sé ákveðinn vísir að sjálfstæði sjávarútvegsplássa. Höfundur er í forvali fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð í Norðausturkjördæmi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun