Grjótkastarar – líka á Alþingi! S. Albert Ármannsson skrifar 22. janúar 2021 16:01 Það var í efri bekkjum grunnskóla. Tveir strákar komu gangandi að þar sem tvö systkin, nýflutt í þorpið, stóðu hnípin en nokkur hópur krakka undir forystu aðal grjótkastarans í bekknum hrópuðu að þeim ókvæðisorð um þau og um fjölskyldu þeirra. Bróðirinn sem var eldri reyndi af vanmætti að svara fyrir sig og henda steinum til baka í hópinn. Annar hinna nýkomnu hljóp strax til – í lið með systkinunum og kallaði á hópinn sem fylgt hafði grjótkastaranum: „Þið eruð nú meiri aumingjarnir – mörg saman að kasta grjóti í einn.“ Við þetta flosnaði grjótkastarahópurinn upp og syskinin fengu frið fyrir aðal árásarmanninum eftir þetta. Hliðstætt atvik gerðist eftir bankahrun þegar mótmæli stóðu sem hæst og nokkur hópur mótmælenda sem lögreglan sagði síðar að hefðu flestir verið „góðkunningjar“ lögreglunnar, réðust ítrekað að lögreglumönnum með grjótkasti og öðru sem til féll ásamt því að skemma hluti í eigu borgar og ríkis. Í einni slíkri atgöngu þessa hóps sem kallaði sig „mótmælendur“ var gengið sérstaklega hart fram í að ráðast á lögregluna þar sem hún varði alþingishúsið fyrir þessum hópi. Lögreglan var eins og systkinin í dæminu á undan, ofurseld yfirgangi þessa hóps. Þar kom að einstaklingum úr hópi þeirra sem hjá stóðu og horfðu á var nóg boðið og nokkur hópur þeirra, sem smám saman stækkaði, gekk fram fyrir árásarmenn og röðuðu sér upp fyrir framan lögregluna og sýndu með því að þeir samþykktu ekki ofbeldi eða grjótkast gegn lögreglunni. Þessi atburður varð vendipunktur í stöðunni. Lögreglan upplifði óskoraðan stuðning fulltrúa fjöldans og eftir þetta linnti skrílslátum af þessu tagi. Alþýða manna lét ekki bjóða sér þetta lengur. Jafnframt fjölmenntu Reykvíkingar í miðbæinn til að lýsa yfir stuðningi við lögreglumenn og þeirra störf. Þeir voru jú að vinna sín verk, halda uppi lögum og reglu ásamt því að aðstoða samborgarana eins og þeirra hlutverk er. Þriðja dæmið af svipuðum toga varð á vormánuðum 2020 þegar veiran var búin að setja allt á hliðina en þríeykið undir forystu sóttvarnalæknis barðist við að leita allra leiða til að hefta útbreiðslu veikinnar og lágmarka hættu á smiti í samfélaginu – eins og landslög um sóttvarnir kveða á um að sé hlutverk sóttvarnalæknis. Þá gerðust þau undur að fyrsti einstaklingur til að „kasta grjóti“ að sóttvarnalækni og þar með lögskipuðum yfirvöldum, var alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem hafði reyndar hrökklast úr því embætti fyrir að misfara með vald sitt við embættisveitingar. Þessi alþingismaður sem hafði svarið eið að stjórnarskrá sem alþingismaður og ráðherra dómsmála réðist opinberlega á sóttvarnalækni og alla þá sem voru að vinna störf sín við að lágmarka manntjón af veirufaraldrinum. Þessi fyrrum dómsmálaráðherra hefur ítrekað endurtekið þessar árásir og hagar sér eins og einstaklingur sem aldrei hefur kynnt sér lög um sóttvarnir eða hefur enga samúð með því hvort fólk lifir eða deyr af völdum veirunnar, svo ekki sé nefndur sá hópur sem veiktist og sér ekki fram á að fá bata. Í lið með þessum fyrrverandi dómsmálaráðherra komu síðar tveir aðrir „grjótkastarar“ úr hópi alþingismanna sem köstuðu stórum steinum úr sínum „glerhúsum“ og ekki var þeirra málflutningur uppbyggilegri en fyrrum dómsmálaráðherra. Með í þetta lið slógust síðan framkvæmdastjóri SAF og hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins. Ítrekað hefur komið fram í könnunum að meginþorri þjóðarinnar stendur heilshugar bak við aðgerðir sem sóttvarnaryfirvöld og ríkisstjórnin hafa ráðist í til að lágmarka smit og þar með heilsutjón þjóðarinnar. Þjóðin hefur í þessu máli ekki átt kost á að sýna hug sinn á opinberlega á sama hátt eða jafn skýrt og gerðist í atburðum á Austurvelli forðum þegar fólk raðaði sér upp til að skýla lögreglunni. Það er kominn tími til að setja grjótkast áðurnefndra einstaklinga í samhengi við aðra atburði. Það er ótækt að „grjótkastarar“ eins og ofangreint fólk komist upp með ítrekaðari árásir á aðgerðir sem eru ekkert séríslenskt viðfangsefni, meginþorri jarðarbúa glímir þessa mánuðina við sama verkefni og svo virðist sem margar þjóðir fylgist grannt með árangri sem náðst hefur hérlendis. Í allri sinni framgöngu er eins og þessir einstaklingar og ekki mjög svo „háttvirtu“ alþingismenn hafi aldrei skoðað stóru myndina sem blasir við öllum þeim sem vilja sjá. Við aðstæður sem þessar verða stóru hagsmunirnir að ráða – hagsmunir heildarinnar – heilsa þjóðarinnar. Því vakna óneitanlega spurningar fyrir hvaða hagsmunum þetta fólk telur sig vera að tala. Ekki eru það lýðheilsusjónarmið svo mikið er víst. Allt þetta fólk hefur í raun með framgöngu sinni og málflutningi sýnt landslögum og þjóðinni fullkomna óvirðingu. Allir þessir einstaklingar skulda þjóðinni afsökunarbeiðni – ekki síðar en strax! Sá sem þetta ritar sýktist mjög illilega af kovid í mars sl og hefur enn ekki fengið bragð og lykt til baka – finnur samt ólykt af atferli ofangreindra einstaklinga. Höfundur starfar sem leiðsögumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Það var í efri bekkjum grunnskóla. Tveir strákar komu gangandi að þar sem tvö systkin, nýflutt í þorpið, stóðu hnípin en nokkur hópur krakka undir forystu aðal grjótkastarans í bekknum hrópuðu að þeim ókvæðisorð um þau og um fjölskyldu þeirra. Bróðirinn sem var eldri reyndi af vanmætti að svara fyrir sig og henda steinum til baka í hópinn. Annar hinna nýkomnu hljóp strax til – í lið með systkinunum og kallaði á hópinn sem fylgt hafði grjótkastaranum: „Þið eruð nú meiri aumingjarnir – mörg saman að kasta grjóti í einn.“ Við þetta flosnaði grjótkastarahópurinn upp og syskinin fengu frið fyrir aðal árásarmanninum eftir þetta. Hliðstætt atvik gerðist eftir bankahrun þegar mótmæli stóðu sem hæst og nokkur hópur mótmælenda sem lögreglan sagði síðar að hefðu flestir verið „góðkunningjar“ lögreglunnar, réðust ítrekað að lögreglumönnum með grjótkasti og öðru sem til féll ásamt því að skemma hluti í eigu borgar og ríkis. Í einni slíkri atgöngu þessa hóps sem kallaði sig „mótmælendur“ var gengið sérstaklega hart fram í að ráðast á lögregluna þar sem hún varði alþingishúsið fyrir þessum hópi. Lögreglan var eins og systkinin í dæminu á undan, ofurseld yfirgangi þessa hóps. Þar kom að einstaklingum úr hópi þeirra sem hjá stóðu og horfðu á var nóg boðið og nokkur hópur þeirra, sem smám saman stækkaði, gekk fram fyrir árásarmenn og röðuðu sér upp fyrir framan lögregluna og sýndu með því að þeir samþykktu ekki ofbeldi eða grjótkast gegn lögreglunni. Þessi atburður varð vendipunktur í stöðunni. Lögreglan upplifði óskoraðan stuðning fulltrúa fjöldans og eftir þetta linnti skrílslátum af þessu tagi. Alþýða manna lét ekki bjóða sér þetta lengur. Jafnframt fjölmenntu Reykvíkingar í miðbæinn til að lýsa yfir stuðningi við lögreglumenn og þeirra störf. Þeir voru jú að vinna sín verk, halda uppi lögum og reglu ásamt því að aðstoða samborgarana eins og þeirra hlutverk er. Þriðja dæmið af svipuðum toga varð á vormánuðum 2020 þegar veiran var búin að setja allt á hliðina en þríeykið undir forystu sóttvarnalæknis barðist við að leita allra leiða til að hefta útbreiðslu veikinnar og lágmarka hættu á smiti í samfélaginu – eins og landslög um sóttvarnir kveða á um að sé hlutverk sóttvarnalæknis. Þá gerðust þau undur að fyrsti einstaklingur til að „kasta grjóti“ að sóttvarnalækni og þar með lögskipuðum yfirvöldum, var alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem hafði reyndar hrökklast úr því embætti fyrir að misfara með vald sitt við embættisveitingar. Þessi alþingismaður sem hafði svarið eið að stjórnarskrá sem alþingismaður og ráðherra dómsmála réðist opinberlega á sóttvarnalækni og alla þá sem voru að vinna störf sín við að lágmarka manntjón af veirufaraldrinum. Þessi fyrrum dómsmálaráðherra hefur ítrekað endurtekið þessar árásir og hagar sér eins og einstaklingur sem aldrei hefur kynnt sér lög um sóttvarnir eða hefur enga samúð með því hvort fólk lifir eða deyr af völdum veirunnar, svo ekki sé nefndur sá hópur sem veiktist og sér ekki fram á að fá bata. Í lið með þessum fyrrverandi dómsmálaráðherra komu síðar tveir aðrir „grjótkastarar“ úr hópi alþingismanna sem köstuðu stórum steinum úr sínum „glerhúsum“ og ekki var þeirra málflutningur uppbyggilegri en fyrrum dómsmálaráðherra. Með í þetta lið slógust síðan framkvæmdastjóri SAF og hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins. Ítrekað hefur komið fram í könnunum að meginþorri þjóðarinnar stendur heilshugar bak við aðgerðir sem sóttvarnaryfirvöld og ríkisstjórnin hafa ráðist í til að lágmarka smit og þar með heilsutjón þjóðarinnar. Þjóðin hefur í þessu máli ekki átt kost á að sýna hug sinn á opinberlega á sama hátt eða jafn skýrt og gerðist í atburðum á Austurvelli forðum þegar fólk raðaði sér upp til að skýla lögreglunni. Það er kominn tími til að setja grjótkast áðurnefndra einstaklinga í samhengi við aðra atburði. Það er ótækt að „grjótkastarar“ eins og ofangreint fólk komist upp með ítrekaðari árásir á aðgerðir sem eru ekkert séríslenskt viðfangsefni, meginþorri jarðarbúa glímir þessa mánuðina við sama verkefni og svo virðist sem margar þjóðir fylgist grannt með árangri sem náðst hefur hérlendis. Í allri sinni framgöngu er eins og þessir einstaklingar og ekki mjög svo „háttvirtu“ alþingismenn hafi aldrei skoðað stóru myndina sem blasir við öllum þeim sem vilja sjá. Við aðstæður sem þessar verða stóru hagsmunirnir að ráða – hagsmunir heildarinnar – heilsa þjóðarinnar. Því vakna óneitanlega spurningar fyrir hvaða hagsmunum þetta fólk telur sig vera að tala. Ekki eru það lýðheilsusjónarmið svo mikið er víst. Allt þetta fólk hefur í raun með framgöngu sinni og málflutningi sýnt landslögum og þjóðinni fullkomna óvirðingu. Allir þessir einstaklingar skulda þjóðinni afsökunarbeiðni – ekki síðar en strax! Sá sem þetta ritar sýktist mjög illilega af kovid í mars sl og hefur enn ekki fengið bragð og lykt til baka – finnur samt ólykt af atferli ofangreindra einstaklinga. Höfundur starfar sem leiðsögumaður
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun