Bandamenn Navalnís handteknir vegna mótmæla Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2021 12:42 Alexei Navalní í mótmælum í Moskvu árið 2018. AP/Evgeny Feldman Bandamenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, hafa verið handteknir vegna ætlana þeirra um að halda mótmæli vegna handtöku Navalnís víða um Rússland á morgun. Meðal þeirra eru þær Lyubov Sobol, og Kira Jarmísj, talskona Navalnís. Sobol er aðgerðasinni sem var meinað að bjóða sig fram til borgarstjórnar Moskvu árið 2019 og var hún þá í forsvari fyrir umfangsmikil mótmæli í borginni. Samkvæmt frétt Moscow Times hefur Georgy Alburov, yfirmaður and-spillingaramtaka Navalnís (FBK) verið handtekinn, auk annarra sem starfa hjá samtökunum. Þeim hefur verið sleppt úr haldi lögreglu en öll eiga þau von á háum sektum og jafnvel stuttri fangelsisvist fyrir að kalla eftir mótmælum. AFP fréttaveitan segir að saksóknarar hafi varað fólk við því að taka þátt í mótmælunum. Það væri ólöglegt og á sama tíma hafa yfirvöld í Rússlandi kallað eftir því að samfélagsmiðlafyrirtæki eins og TikTok, fjarlægi færslur þar sem fólk er hvatt til að taka þátt í mótmælunum. Forsvarsmenn FBK hafa heitið því að borga sektir fólks fyrir að taka þátt í mótmælum. Þau byrjuðu að boða til mótmæla eftir að Navalní var handtekinn við komuna til Rússlands frá Þýsklandi fyrr í mánuðinum. Hann var svo úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald á meðan rétta á yfir honum vegna meints brots á skilorði. Sjá einnig: Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Með því að fara til Þýskalands á Navalní að hafa brotið gegn skilorðsdómi sem rann út í lok síðasta árs. BBC segir að það mál fari fyrir dómara þann 2. febrúar. Navalní var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í sumar. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní hefur sakað Valdimir Pútín, forseta Rússlands, um að bera ábyrgð á eitruninni. Mótmælin á morgun eiga einnig að snúast um stærðarinnar höll sem Navalní hefur sakað Pútín um að eiga. And-spillingarsamtökin FBK birtu langt myndband eftir að Navalní var handtekinn í síðustu viku, þar sem því er haldið fram að Pútín hafi látið byggja höllina fyrir sig við strendur Svartahafs. Myndbandið byggir á rannsókn FBK og í því fer Navalní yfir það hvernig höllin á að hafa verið byggð fyrir fé sem Pútín á að hafa fengið frá rússneskum auðjöfrum. Talsmaður Pútíns segir ekkert til í því að Pútín eigi höllina sem um ræðir. Í myndbandinu lýsir Navalní höllinni sem litlu konungsríki sem vaktað sé af Leyniþjónustu Rússlands, FSB. Þar megi finna spilavíti, neðanjarðar hokkívöll, vínekru og ýmislegt annað. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08 Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 22. desember 2020 15:30 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Sobol er aðgerðasinni sem var meinað að bjóða sig fram til borgarstjórnar Moskvu árið 2019 og var hún þá í forsvari fyrir umfangsmikil mótmæli í borginni. Samkvæmt frétt Moscow Times hefur Georgy Alburov, yfirmaður and-spillingaramtaka Navalnís (FBK) verið handtekinn, auk annarra sem starfa hjá samtökunum. Þeim hefur verið sleppt úr haldi lögreglu en öll eiga þau von á háum sektum og jafnvel stuttri fangelsisvist fyrir að kalla eftir mótmælum. AFP fréttaveitan segir að saksóknarar hafi varað fólk við því að taka þátt í mótmælunum. Það væri ólöglegt og á sama tíma hafa yfirvöld í Rússlandi kallað eftir því að samfélagsmiðlafyrirtæki eins og TikTok, fjarlægi færslur þar sem fólk er hvatt til að taka þátt í mótmælunum. Forsvarsmenn FBK hafa heitið því að borga sektir fólks fyrir að taka þátt í mótmælum. Þau byrjuðu að boða til mótmæla eftir að Navalní var handtekinn við komuna til Rússlands frá Þýsklandi fyrr í mánuðinum. Hann var svo úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald á meðan rétta á yfir honum vegna meints brots á skilorði. Sjá einnig: Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Með því að fara til Þýskalands á Navalní að hafa brotið gegn skilorðsdómi sem rann út í lok síðasta árs. BBC segir að það mál fari fyrir dómara þann 2. febrúar. Navalní var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í sumar. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní hefur sakað Valdimir Pútín, forseta Rússlands, um að bera ábyrgð á eitruninni. Mótmælin á morgun eiga einnig að snúast um stærðarinnar höll sem Navalní hefur sakað Pútín um að eiga. And-spillingarsamtökin FBK birtu langt myndband eftir að Navalní var handtekinn í síðustu viku, þar sem því er haldið fram að Pútín hafi látið byggja höllina fyrir sig við strendur Svartahafs. Myndbandið byggir á rannsókn FBK og í því fer Navalní yfir það hvernig höllin á að hafa verið byggð fyrir fé sem Pútín á að hafa fengið frá rússneskum auðjöfrum. Talsmaður Pútíns segir ekkert til í því að Pútín eigi höllina sem um ræðir. Í myndbandinu lýsir Navalní höllinni sem litlu konungsríki sem vaktað sé af Leyniþjónustu Rússlands, FSB. Þar megi finna spilavíti, neðanjarðar hokkívöll, vínekru og ýmislegt annað.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08 Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 22. desember 2020 15:30 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42
Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39
Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08
Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 22. desember 2020 15:30