Bandamenn Navalnís handteknir vegna mótmæla Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2021 12:42 Alexei Navalní í mótmælum í Moskvu árið 2018. AP/Evgeny Feldman Bandamenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, hafa verið handteknir vegna ætlana þeirra um að halda mótmæli vegna handtöku Navalnís víða um Rússland á morgun. Meðal þeirra eru þær Lyubov Sobol, og Kira Jarmísj, talskona Navalnís. Sobol er aðgerðasinni sem var meinað að bjóða sig fram til borgarstjórnar Moskvu árið 2019 og var hún þá í forsvari fyrir umfangsmikil mótmæli í borginni. Samkvæmt frétt Moscow Times hefur Georgy Alburov, yfirmaður and-spillingaramtaka Navalnís (FBK) verið handtekinn, auk annarra sem starfa hjá samtökunum. Þeim hefur verið sleppt úr haldi lögreglu en öll eiga þau von á háum sektum og jafnvel stuttri fangelsisvist fyrir að kalla eftir mótmælum. AFP fréttaveitan segir að saksóknarar hafi varað fólk við því að taka þátt í mótmælunum. Það væri ólöglegt og á sama tíma hafa yfirvöld í Rússlandi kallað eftir því að samfélagsmiðlafyrirtæki eins og TikTok, fjarlægi færslur þar sem fólk er hvatt til að taka þátt í mótmælunum. Forsvarsmenn FBK hafa heitið því að borga sektir fólks fyrir að taka þátt í mótmælum. Þau byrjuðu að boða til mótmæla eftir að Navalní var handtekinn við komuna til Rússlands frá Þýsklandi fyrr í mánuðinum. Hann var svo úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald á meðan rétta á yfir honum vegna meints brots á skilorði. Sjá einnig: Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Með því að fara til Þýskalands á Navalní að hafa brotið gegn skilorðsdómi sem rann út í lok síðasta árs. BBC segir að það mál fari fyrir dómara þann 2. febrúar. Navalní var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í sumar. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní hefur sakað Valdimir Pútín, forseta Rússlands, um að bera ábyrgð á eitruninni. Mótmælin á morgun eiga einnig að snúast um stærðarinnar höll sem Navalní hefur sakað Pútín um að eiga. And-spillingarsamtökin FBK birtu langt myndband eftir að Navalní var handtekinn í síðustu viku, þar sem því er haldið fram að Pútín hafi látið byggja höllina fyrir sig við strendur Svartahafs. Myndbandið byggir á rannsókn FBK og í því fer Navalní yfir það hvernig höllin á að hafa verið byggð fyrir fé sem Pútín á að hafa fengið frá rússneskum auðjöfrum. Talsmaður Pútíns segir ekkert til í því að Pútín eigi höllina sem um ræðir. Í myndbandinu lýsir Navalní höllinni sem litlu konungsríki sem vaktað sé af Leyniþjónustu Rússlands, FSB. Þar megi finna spilavíti, neðanjarðar hokkívöll, vínekru og ýmislegt annað. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08 Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 22. desember 2020 15:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Sobol er aðgerðasinni sem var meinað að bjóða sig fram til borgarstjórnar Moskvu árið 2019 og var hún þá í forsvari fyrir umfangsmikil mótmæli í borginni. Samkvæmt frétt Moscow Times hefur Georgy Alburov, yfirmaður and-spillingaramtaka Navalnís (FBK) verið handtekinn, auk annarra sem starfa hjá samtökunum. Þeim hefur verið sleppt úr haldi lögreglu en öll eiga þau von á háum sektum og jafnvel stuttri fangelsisvist fyrir að kalla eftir mótmælum. AFP fréttaveitan segir að saksóknarar hafi varað fólk við því að taka þátt í mótmælunum. Það væri ólöglegt og á sama tíma hafa yfirvöld í Rússlandi kallað eftir því að samfélagsmiðlafyrirtæki eins og TikTok, fjarlægi færslur þar sem fólk er hvatt til að taka þátt í mótmælunum. Forsvarsmenn FBK hafa heitið því að borga sektir fólks fyrir að taka þátt í mótmælum. Þau byrjuðu að boða til mótmæla eftir að Navalní var handtekinn við komuna til Rússlands frá Þýsklandi fyrr í mánuðinum. Hann var svo úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald á meðan rétta á yfir honum vegna meints brots á skilorði. Sjá einnig: Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Með því að fara til Þýskalands á Navalní að hafa brotið gegn skilorðsdómi sem rann út í lok síðasta árs. BBC segir að það mál fari fyrir dómara þann 2. febrúar. Navalní var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í sumar. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní hefur sakað Valdimir Pútín, forseta Rússlands, um að bera ábyrgð á eitruninni. Mótmælin á morgun eiga einnig að snúast um stærðarinnar höll sem Navalní hefur sakað Pútín um að eiga. And-spillingarsamtökin FBK birtu langt myndband eftir að Navalní var handtekinn í síðustu viku, þar sem því er haldið fram að Pútín hafi látið byggja höllina fyrir sig við strendur Svartahafs. Myndbandið byggir á rannsókn FBK og í því fer Navalní yfir það hvernig höllin á að hafa verið byggð fyrir fé sem Pútín á að hafa fengið frá rússneskum auðjöfrum. Talsmaður Pútíns segir ekkert til í því að Pútín eigi höllina sem um ræðir. Í myndbandinu lýsir Navalní höllinni sem litlu konungsríki sem vaktað sé af Leyniþjónustu Rússlands, FSB. Þar megi finna spilavíti, neðanjarðar hokkívöll, vínekru og ýmislegt annað.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08 Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 22. desember 2020 15:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42
Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39
Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08
Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 22. desember 2020 15:30