Hundruð viðbótarskammta með tilkomu betri sprautna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2021 13:53 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, er að vonum himinlifandi með nýju sprauturnar. Vísir/Sigurjón Nýjar sprautur gera það að verkum að hægt verður að ná aukaskammti upp úr hverju bóluefnaglasi sem kemur til landsins. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir nýju sprauturnar tryggja að ekki einn einasti dropi fari til spillis. Við bætast því um 440 skammtar aukalega miðað við það efni sem komið var til landsins og hefur verið notað. Mbl.is greindi fyrst frá. „Við erum að ná sjötta skammtinum upp úr hverju glasi með þessum nýja búnaði,“ segir Ragnheiður hæstánægð með nýju sprauturnar sem fylgja nú bóluefninu við dreifingu. Því ættu hjúkrunarfræðingar um allt land að geta í framhaldinu fullnýtt hvern einasta dropa úr glösunum þegar bóluefni berst til landsins. Um er að ræða svokallaðar „dead volume“ sprautur sem skila hverjum einasta dropa úr sprautunni. Áður hafi að sögn Ragnheiðar alltaf þurft að draga smá umframmagn í sprautuna því smá efni varð eftir í sprautunni og nálinni. Ragnheiður segir að bólusetningu hafa verið í gangi í morgun og áfram fram eftir degi. Fókusinn sé á dagdvalir, dagþjálfanir og gamla fólkið í heimahjúkrun. Aldraðir og hrumir sem komist lítið sjálfir og eru bólusettir í heimahúsum. Fólk á hjúkrunarheimilum sé þessa dagana að fá seinni sprautuna sína en dagdvalir og fólk í heimahjúkrun sína fyrstu. Á föstudaginn verður kortlagt hvert nýju skammtanir fara og áfram miðað við forgangsröð eins og hún er skilgreind hjá heilbrigðisráðuneytinu. Sjötíu ára og eldri eru næstir á dagskrá. Opnaður hefur verið vefurinn boluefni.is þar sem hægt er að fylgjast með framgangi bólusetningar hér á landi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Kaflaskil þegar fyrstu Íslendingarnir fá seinni sprautuna í vikunni Það var þann 29. desember sem fyrstu Íslendingarnir fengu fyrri sprautuna fyrir Covid-19. Síðan eru liðnar þrjár vikur og á fimmtudag verður hafist handa við að gefa tæplega fimm þúsund manns seinni sprautuna. 19. janúar 2021 11:41 Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni utan samnings Evrópusambandsins Sóttvarnalæknir segir að búið verði að bólusetja um 30 þúsund manns gegn kórónuveirunni í lok mars. Hann segir að Ísland hafi skuldbundið sig til að kaupa bóluefni samkvæmt samningum Evrópusambandsins. Því sé ekki hægt að kaupa bóluefni framhjá þeim samningum. 18. janúar 2021 20:22 Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 18. janúar 2021 12:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Við bætast því um 440 skammtar aukalega miðað við það efni sem komið var til landsins og hefur verið notað. Mbl.is greindi fyrst frá. „Við erum að ná sjötta skammtinum upp úr hverju glasi með þessum nýja búnaði,“ segir Ragnheiður hæstánægð með nýju sprauturnar sem fylgja nú bóluefninu við dreifingu. Því ættu hjúkrunarfræðingar um allt land að geta í framhaldinu fullnýtt hvern einasta dropa úr glösunum þegar bóluefni berst til landsins. Um er að ræða svokallaðar „dead volume“ sprautur sem skila hverjum einasta dropa úr sprautunni. Áður hafi að sögn Ragnheiðar alltaf þurft að draga smá umframmagn í sprautuna því smá efni varð eftir í sprautunni og nálinni. Ragnheiður segir að bólusetningu hafa verið í gangi í morgun og áfram fram eftir degi. Fókusinn sé á dagdvalir, dagþjálfanir og gamla fólkið í heimahjúkrun. Aldraðir og hrumir sem komist lítið sjálfir og eru bólusettir í heimahúsum. Fólk á hjúkrunarheimilum sé þessa dagana að fá seinni sprautuna sína en dagdvalir og fólk í heimahjúkrun sína fyrstu. Á föstudaginn verður kortlagt hvert nýju skammtanir fara og áfram miðað við forgangsröð eins og hún er skilgreind hjá heilbrigðisráðuneytinu. Sjötíu ára og eldri eru næstir á dagskrá. Opnaður hefur verið vefurinn boluefni.is þar sem hægt er að fylgjast með framgangi bólusetningar hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Kaflaskil þegar fyrstu Íslendingarnir fá seinni sprautuna í vikunni Það var þann 29. desember sem fyrstu Íslendingarnir fengu fyrri sprautuna fyrir Covid-19. Síðan eru liðnar þrjár vikur og á fimmtudag verður hafist handa við að gefa tæplega fimm þúsund manns seinni sprautuna. 19. janúar 2021 11:41 Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni utan samnings Evrópusambandsins Sóttvarnalæknir segir að búið verði að bólusetja um 30 þúsund manns gegn kórónuveirunni í lok mars. Hann segir að Ísland hafi skuldbundið sig til að kaupa bóluefni samkvæmt samningum Evrópusambandsins. Því sé ekki hægt að kaupa bóluefni framhjá þeim samningum. 18. janúar 2021 20:22 Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 18. janúar 2021 12:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Kaflaskil þegar fyrstu Íslendingarnir fá seinni sprautuna í vikunni Það var þann 29. desember sem fyrstu Íslendingarnir fengu fyrri sprautuna fyrir Covid-19. Síðan eru liðnar þrjár vikur og á fimmtudag verður hafist handa við að gefa tæplega fimm þúsund manns seinni sprautuna. 19. janúar 2021 11:41
Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni utan samnings Evrópusambandsins Sóttvarnalæknir segir að búið verði að bólusetja um 30 þúsund manns gegn kórónuveirunni í lok mars. Hann segir að Ísland hafi skuldbundið sig til að kaupa bóluefni samkvæmt samningum Evrópusambandsins. Því sé ekki hægt að kaupa bóluefni framhjá þeim samningum. 18. janúar 2021 20:22
Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 18. janúar 2021 12:30