Um tíu einstaklingar undir fertugu bráðkvaddir á ári hverju Eiður Þór Árnason skrifar 19. janúar 2021 20:37 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, segir að í kringum 200 einstaklingar fari í hjartastopp á hverju ári. Stjórnarráðið Í kringum tíu einstaklingar undir fertugu deyja svokölluðum skyndidauða hérlendis á hverju ári. Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, segir að yfirleitt sé það breytilegt eftir aldri hvað veldur því að einstaklingar verða bráðkvaddir. „Hjá yngra fólki eru þetta oft ýmsir erfðagallar sem geta komið fram sem raftruflanir í hjarta, eða það sem við köllum gjarnan frumkomnar raflífeðlisfræðilegar raskanir, eða hjarta- og vöðvasjúkdómar sem valda en hjá eldra fólki eru það gjarnan kransæðasjúkdómar og ýmsar afleiðingar þeirra sem eru undirliggjandi orsök.“ Davíð sagði í Reykjavík síðdegis að áætlað sé að um það bil 200 manns fari í hjartastopp árlega hér á landi en hluti þeirra er endurlífgaður. Ef einungis sé litið til einstaklinga undir fertugu séu það í kringum tíu sem deyja á hverju ári líkt og fyrr segir en talan sé aðeins breytileg frá ári til árs. „Í um það bil fjórðungi tilfella getur þetta gerst í svefni og getur gerst við líkamlega áreynslu og geðshræringu svo það má segja að þetta geti komið upp nánast hvar sem er,“ segir Davíð um aðdraganda hjartastopps. Yfirlið geti verið forboði hjartastopps Davíð bætir við að ef það er ættarsaga um ótímabær dauðsföll eða skyndidauða á unga aldri þá sé það þess virði að láta skoða fjölskylduna ítarlega, til að mynda með erfðarannsókn. Það sé oft gert með skipulögðum hætti þegar tiltölulega ungur einstaklingur fari í hjartastopp. „Þá er reynt að skoða mjög ítarlega hvað veldur og ef það finnst erfðagalli þá eru nánustu fjölskyldumeðlimir skoðaðir á kerfisbundinn hátt.“ „Þessi gallar sem valda oft hjartsláttartruflunum geta líka valdið meðvitundarleysi og hjartastoppi en ef þeir vara stutt geta þeir stundum valdið yfirliðakennd eða yfirliði og þess vegna getur yfirlið stundum verið forboði þess að það sé yfirvofandi hjartastopp. Þannig að stundum þarf að skoða það vel og þá sérstaklega vel með línuriti og spyrja um ættarsögu“ Þó segir hann rétt að taka fram að langflest tilvik yfirliða séu af góðkynja orsökum og því sé alls ekki samasemmerki milli þess að fara í yfirlið og fara í hjartastopp. Mikilvægt að bregðast skjótt við Davíð segir að fjöldi einstaklinga sem fari árlega í hjartastopp hérlendis hafi verið nokkuð stöðugur á síðustu árum. Einhver fjölgun hafi þó mælst hjá eldri aldurshópum „Það er fyrst og fremst vegna þess að meðferð hjartasjúkdóma nú til dags er orðin svo öflug að þessir einstaklingar lifa lengur með sinn sjúkdóm. Þannig að hópur þeirra sem hafa alvarlegan hjartasjúkdóm, hjartabilun, alvarlega kransæðasjúkdóm og svo framvegis er að aukast þannig að hlutfallslega eru fleiri einstaklingar sem geta farið í hjartastopp.“ Að sögn Davíðs er mikilvægt að þeir sem verði vitni að hjartastoppi bregðist hratt við og hringi í Neyðarlínuna. Á meðan beðið sé eftir sjúkrabíl skuli framkvæma hjartahnoð og í völdum tilfellum einnig veita öndunaraðstoð. „Ef þetta er gert og það tekur sjúkrabílinn stuttan tíma að koma þá eru miklu meiri líkur á góðri útkomu.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
„Hjá yngra fólki eru þetta oft ýmsir erfðagallar sem geta komið fram sem raftruflanir í hjarta, eða það sem við köllum gjarnan frumkomnar raflífeðlisfræðilegar raskanir, eða hjarta- og vöðvasjúkdómar sem valda en hjá eldra fólki eru það gjarnan kransæðasjúkdómar og ýmsar afleiðingar þeirra sem eru undirliggjandi orsök.“ Davíð sagði í Reykjavík síðdegis að áætlað sé að um það bil 200 manns fari í hjartastopp árlega hér á landi en hluti þeirra er endurlífgaður. Ef einungis sé litið til einstaklinga undir fertugu séu það í kringum tíu sem deyja á hverju ári líkt og fyrr segir en talan sé aðeins breytileg frá ári til árs. „Í um það bil fjórðungi tilfella getur þetta gerst í svefni og getur gerst við líkamlega áreynslu og geðshræringu svo það má segja að þetta geti komið upp nánast hvar sem er,“ segir Davíð um aðdraganda hjartastopps. Yfirlið geti verið forboði hjartastopps Davíð bætir við að ef það er ættarsaga um ótímabær dauðsföll eða skyndidauða á unga aldri þá sé það þess virði að láta skoða fjölskylduna ítarlega, til að mynda með erfðarannsókn. Það sé oft gert með skipulögðum hætti þegar tiltölulega ungur einstaklingur fari í hjartastopp. „Þá er reynt að skoða mjög ítarlega hvað veldur og ef það finnst erfðagalli þá eru nánustu fjölskyldumeðlimir skoðaðir á kerfisbundinn hátt.“ „Þessi gallar sem valda oft hjartsláttartruflunum geta líka valdið meðvitundarleysi og hjartastoppi en ef þeir vara stutt geta þeir stundum valdið yfirliðakennd eða yfirliði og þess vegna getur yfirlið stundum verið forboði þess að það sé yfirvofandi hjartastopp. Þannig að stundum þarf að skoða það vel og þá sérstaklega vel með línuriti og spyrja um ættarsögu“ Þó segir hann rétt að taka fram að langflest tilvik yfirliða séu af góðkynja orsökum og því sé alls ekki samasemmerki milli þess að fara í yfirlið og fara í hjartastopp. Mikilvægt að bregðast skjótt við Davíð segir að fjöldi einstaklinga sem fari árlega í hjartastopp hérlendis hafi verið nokkuð stöðugur á síðustu árum. Einhver fjölgun hafi þó mælst hjá eldri aldurshópum „Það er fyrst og fremst vegna þess að meðferð hjartasjúkdóma nú til dags er orðin svo öflug að þessir einstaklingar lifa lengur með sinn sjúkdóm. Þannig að hópur þeirra sem hafa alvarlegan hjartasjúkdóm, hjartabilun, alvarlega kransæðasjúkdóm og svo framvegis er að aukast þannig að hlutfallslega eru fleiri einstaklingar sem geta farið í hjartastopp.“ Að sögn Davíðs er mikilvægt að þeir sem verði vitni að hjartastoppi bregðist hratt við og hringi í Neyðarlínuna. Á meðan beðið sé eftir sjúkrabíl skuli framkvæma hjartahnoð og í völdum tilfellum einnig veita öndunaraðstoð. „Ef þetta er gert og það tekur sjúkrabílinn stuttan tíma að koma þá eru miklu meiri líkur á góðri útkomu.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent