Um tíu einstaklingar undir fertugu bráðkvaddir á ári hverju Eiður Þór Árnason skrifar 19. janúar 2021 20:37 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, segir að í kringum 200 einstaklingar fari í hjartastopp á hverju ári. Stjórnarráðið Í kringum tíu einstaklingar undir fertugu deyja svokölluðum skyndidauða hérlendis á hverju ári. Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, segir að yfirleitt sé það breytilegt eftir aldri hvað veldur því að einstaklingar verða bráðkvaddir. „Hjá yngra fólki eru þetta oft ýmsir erfðagallar sem geta komið fram sem raftruflanir í hjarta, eða það sem við köllum gjarnan frumkomnar raflífeðlisfræðilegar raskanir, eða hjarta- og vöðvasjúkdómar sem valda en hjá eldra fólki eru það gjarnan kransæðasjúkdómar og ýmsar afleiðingar þeirra sem eru undirliggjandi orsök.“ Davíð sagði í Reykjavík síðdegis að áætlað sé að um það bil 200 manns fari í hjartastopp árlega hér á landi en hluti þeirra er endurlífgaður. Ef einungis sé litið til einstaklinga undir fertugu séu það í kringum tíu sem deyja á hverju ári líkt og fyrr segir en talan sé aðeins breytileg frá ári til árs. „Í um það bil fjórðungi tilfella getur þetta gerst í svefni og getur gerst við líkamlega áreynslu og geðshræringu svo það má segja að þetta geti komið upp nánast hvar sem er,“ segir Davíð um aðdraganda hjartastopps. Yfirlið geti verið forboði hjartastopps Davíð bætir við að ef það er ættarsaga um ótímabær dauðsföll eða skyndidauða á unga aldri þá sé það þess virði að láta skoða fjölskylduna ítarlega, til að mynda með erfðarannsókn. Það sé oft gert með skipulögðum hætti þegar tiltölulega ungur einstaklingur fari í hjartastopp. „Þá er reynt að skoða mjög ítarlega hvað veldur og ef það finnst erfðagalli þá eru nánustu fjölskyldumeðlimir skoðaðir á kerfisbundinn hátt.“ „Þessi gallar sem valda oft hjartsláttartruflunum geta líka valdið meðvitundarleysi og hjartastoppi en ef þeir vara stutt geta þeir stundum valdið yfirliðakennd eða yfirliði og þess vegna getur yfirlið stundum verið forboði þess að það sé yfirvofandi hjartastopp. Þannig að stundum þarf að skoða það vel og þá sérstaklega vel með línuriti og spyrja um ættarsögu“ Þó segir hann rétt að taka fram að langflest tilvik yfirliða séu af góðkynja orsökum og því sé alls ekki samasemmerki milli þess að fara í yfirlið og fara í hjartastopp. Mikilvægt að bregðast skjótt við Davíð segir að fjöldi einstaklinga sem fari árlega í hjartastopp hérlendis hafi verið nokkuð stöðugur á síðustu árum. Einhver fjölgun hafi þó mælst hjá eldri aldurshópum „Það er fyrst og fremst vegna þess að meðferð hjartasjúkdóma nú til dags er orðin svo öflug að þessir einstaklingar lifa lengur með sinn sjúkdóm. Þannig að hópur þeirra sem hafa alvarlegan hjartasjúkdóm, hjartabilun, alvarlega kransæðasjúkdóm og svo framvegis er að aukast þannig að hlutfallslega eru fleiri einstaklingar sem geta farið í hjartastopp.“ Að sögn Davíðs er mikilvægt að þeir sem verði vitni að hjartastoppi bregðist hratt við og hringi í Neyðarlínuna. Á meðan beðið sé eftir sjúkrabíl skuli framkvæma hjartahnoð og í völdum tilfellum einnig veita öndunaraðstoð. „Ef þetta er gert og það tekur sjúkrabílinn stuttan tíma að koma þá eru miklu meiri líkur á góðri útkomu.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
„Hjá yngra fólki eru þetta oft ýmsir erfðagallar sem geta komið fram sem raftruflanir í hjarta, eða það sem við köllum gjarnan frumkomnar raflífeðlisfræðilegar raskanir, eða hjarta- og vöðvasjúkdómar sem valda en hjá eldra fólki eru það gjarnan kransæðasjúkdómar og ýmsar afleiðingar þeirra sem eru undirliggjandi orsök.“ Davíð sagði í Reykjavík síðdegis að áætlað sé að um það bil 200 manns fari í hjartastopp árlega hér á landi en hluti þeirra er endurlífgaður. Ef einungis sé litið til einstaklinga undir fertugu séu það í kringum tíu sem deyja á hverju ári líkt og fyrr segir en talan sé aðeins breytileg frá ári til árs. „Í um það bil fjórðungi tilfella getur þetta gerst í svefni og getur gerst við líkamlega áreynslu og geðshræringu svo það má segja að þetta geti komið upp nánast hvar sem er,“ segir Davíð um aðdraganda hjartastopps. Yfirlið geti verið forboði hjartastopps Davíð bætir við að ef það er ættarsaga um ótímabær dauðsföll eða skyndidauða á unga aldri þá sé það þess virði að láta skoða fjölskylduna ítarlega, til að mynda með erfðarannsókn. Það sé oft gert með skipulögðum hætti þegar tiltölulega ungur einstaklingur fari í hjartastopp. „Þá er reynt að skoða mjög ítarlega hvað veldur og ef það finnst erfðagalli þá eru nánustu fjölskyldumeðlimir skoðaðir á kerfisbundinn hátt.“ „Þessi gallar sem valda oft hjartsláttartruflunum geta líka valdið meðvitundarleysi og hjartastoppi en ef þeir vara stutt geta þeir stundum valdið yfirliðakennd eða yfirliði og þess vegna getur yfirlið stundum verið forboði þess að það sé yfirvofandi hjartastopp. Þannig að stundum þarf að skoða það vel og þá sérstaklega vel með línuriti og spyrja um ættarsögu“ Þó segir hann rétt að taka fram að langflest tilvik yfirliða séu af góðkynja orsökum og því sé alls ekki samasemmerki milli þess að fara í yfirlið og fara í hjartastopp. Mikilvægt að bregðast skjótt við Davíð segir að fjöldi einstaklinga sem fari árlega í hjartastopp hérlendis hafi verið nokkuð stöðugur á síðustu árum. Einhver fjölgun hafi þó mælst hjá eldri aldurshópum „Það er fyrst og fremst vegna þess að meðferð hjartasjúkdóma nú til dags er orðin svo öflug að þessir einstaklingar lifa lengur með sinn sjúkdóm. Þannig að hópur þeirra sem hafa alvarlegan hjartasjúkdóm, hjartabilun, alvarlega kransæðasjúkdóm og svo framvegis er að aukast þannig að hlutfallslega eru fleiri einstaklingar sem geta farið í hjartastopp.“ Að sögn Davíðs er mikilvægt að þeir sem verði vitni að hjartastoppi bregðist hratt við og hringi í Neyðarlínuna. Á meðan beðið sé eftir sjúkrabíl skuli framkvæma hjartahnoð og í völdum tilfellum einnig veita öndunaraðstoð. „Ef þetta er gert og það tekur sjúkrabílinn stuttan tíma að koma þá eru miklu meiri líkur á góðri útkomu.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira