Bæði Bezoz og Branson sendu geimför út í geim Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2021 12:06 Geimskot Blue Origin og Virgin Orbit heppnuðust en villa kom upp við tilrauna NASA. Vísir/AP/GETTY/Twitter Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra. Fyrirtækin sem um ræðir heita Blue Origin, sem er í eigu Jeff Bezos, og Virgin Orbit, í eigu Richard Branson. Starfsmenn Blue Origin skutu geimfari á loft með New Shepard eldflaug sem lenti aftur á jörðu niðri að geimskotinu loknu. Um borð í geimfarinu var gínan Mannequin Skywalker en markmið fyrirtækisins er að geta skotið fólki og birgðum út í geim á ódýran máta með því að endurnýta eldflaugar. Blue Origin vinnur einnig að því að þróa lendingarfar fyrir ætlaðar tunglferðir NASA á næstu árum. New Shepard eldflaugar Blue Origin geta þó ekki farið langt út í geim. Allt að sex manns munu geta farið í einni ferð og varið um þremur til fjórum mínútum á braut um jörðu. Hér má sjá mynd sem útskýrir hvernig New Shepard geimferðirnar fara fram.BlueOrigin Skotið á fimmtudaginn var fjórtánda tilraunaflug New Shephard og vonast forsvarsmenn Blue Origin til þess að geta skotið fólki á loft í fyrsta sinn innan nokkurra mánaða. Hér að neðan má sjá útsýnið hjá Mannesquin Skywalker á fimmtudaginn og geimskotið sjálft. Stunning views from space today. #NewShepard pic.twitter.com/Q7lFPpieBs— Blue Origin (@blueorigin) January 14, 2021 Starfsmenn Virgin Orbit skutu svo sinni fyrstu eldflaug og gervihnöttum á braut um jörðu í gær. Það var gert undan ströndum Kaliforníu. Það geimskot fór þannig fram að flugvélin Cosmic Girl var notuð til að bera eldflaugina LauncherOne upp í háloftin. Eldflauginni var svo sleppt og tóku hreyflar hennar við og báru eldflaugina út í geim. Sambærileg tilraun misheppnaðist í fyrra. Með þessu fyrirkomulagi vonast forsvarsmenn Virgin Orbit til þess að geta sparað mikinn eldsneytiskostnað við geimskot. Fyrirtækið hefur gefið út að tilraunaskotið feli í sér að nú verði hægt að byrja að skjóta gervihnöttum á loft fyrir viðskiptavini Virgin Orbit. Today's sequence of events for #LaunchDemo2 went exactly to plan, from safe execution of our ground ops all the way through successful full duration burns on both engines. To say we're thrilled would be a massive understatement, but 240 characters couldn't do it justice anyway. pic.twitter.com/ZKpoi7hkGN— Virgin Orbit (@Virgin_Orbit) January 18, 2021 Við þetta má svo bæta að einkafyrirtækið Rocket Lab hætti við að skjóta gervihnöttum á braut um jörðu frá Nýja Sjálandi um helgina og að einkafyrirtækið SpaceX mun skjóta gervihnöttum á braut um jörðu á morgun. Bilun kom upp við tilraun NASA Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna gerðu fyrstu tilraunina með hreyfla eldflaugarinnar Space Launch System, eða SLS, í Mississippi á laugardaginn. Hreyflarnir fjórir voru settir í gang og áttu að vera í gangi í um átta mínútur. Þeir stoppuðu þó eftir 67 sekúndur. Þá hafði komið upp bilun í einum hreyflinum. SLS eldflaugin er mikilvæg í Artemis verkefninu, sem snýr að því að senda geimfara til tunglsins á nýjan leik á næstu árum og koma þar upp geimstöð. Þróun eldflaugarinnar hefur þó verið mun dýrari en til stóð og tafist verulega. Eldflaugin á að vera sú öflugasta sem hefur verið smíðuð. Enn sem komið er hefur NASA veitt litlar upplýsingar um hvað kom upp á í tilrauninni um helgina. Vísindamenn stofnunarinnar, Boeing og Aerojet Rocketdyne munu fara yfir tilraunina og greina nákvæmlega hvað gerðist. Tilraunin átti ef til vill að tryggja SLS í sessi en nú er framtíð eldflaugarinnar óljós. Ný ríkisstjórn tekur við völdum í Bandaríkjunum í vikunni og hingað til hefur framboð Joe Biden gefið lítið út varðandi áherslur sínar í geimferðum og rannsóknum. Geimurinn Tækni Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Flottustu myndirnar úr geimnum Á hverju ári taka geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni mikinn fjölda ljósmynda út um glerglugga sem snýr í átt að jörðinni. 8. janúar 2021 14:25 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10 Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt. 16. nóvember 2020 11:31 Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59 NASA leitar að fyrirtækjum til að sækja tunglgrjót Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, leitar nú að einkafyrirtæki til þess að fara til tunglsins og sækja jarðveg og tunglgrjót til frekari rannsókna. 11. september 2020 23:11 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Fyrirtækin sem um ræðir heita Blue Origin, sem er í eigu Jeff Bezos, og Virgin Orbit, í eigu Richard Branson. Starfsmenn Blue Origin skutu geimfari á loft með New Shepard eldflaug sem lenti aftur á jörðu niðri að geimskotinu loknu. Um borð í geimfarinu var gínan Mannequin Skywalker en markmið fyrirtækisins er að geta skotið fólki og birgðum út í geim á ódýran máta með því að endurnýta eldflaugar. Blue Origin vinnur einnig að því að þróa lendingarfar fyrir ætlaðar tunglferðir NASA á næstu árum. New Shepard eldflaugar Blue Origin geta þó ekki farið langt út í geim. Allt að sex manns munu geta farið í einni ferð og varið um þremur til fjórum mínútum á braut um jörðu. Hér má sjá mynd sem útskýrir hvernig New Shepard geimferðirnar fara fram.BlueOrigin Skotið á fimmtudaginn var fjórtánda tilraunaflug New Shephard og vonast forsvarsmenn Blue Origin til þess að geta skotið fólki á loft í fyrsta sinn innan nokkurra mánaða. Hér að neðan má sjá útsýnið hjá Mannesquin Skywalker á fimmtudaginn og geimskotið sjálft. Stunning views from space today. #NewShepard pic.twitter.com/Q7lFPpieBs— Blue Origin (@blueorigin) January 14, 2021 Starfsmenn Virgin Orbit skutu svo sinni fyrstu eldflaug og gervihnöttum á braut um jörðu í gær. Það var gert undan ströndum Kaliforníu. Það geimskot fór þannig fram að flugvélin Cosmic Girl var notuð til að bera eldflaugina LauncherOne upp í háloftin. Eldflauginni var svo sleppt og tóku hreyflar hennar við og báru eldflaugina út í geim. Sambærileg tilraun misheppnaðist í fyrra. Með þessu fyrirkomulagi vonast forsvarsmenn Virgin Orbit til þess að geta sparað mikinn eldsneytiskostnað við geimskot. Fyrirtækið hefur gefið út að tilraunaskotið feli í sér að nú verði hægt að byrja að skjóta gervihnöttum á loft fyrir viðskiptavini Virgin Orbit. Today's sequence of events for #LaunchDemo2 went exactly to plan, from safe execution of our ground ops all the way through successful full duration burns on both engines. To say we're thrilled would be a massive understatement, but 240 characters couldn't do it justice anyway. pic.twitter.com/ZKpoi7hkGN— Virgin Orbit (@Virgin_Orbit) January 18, 2021 Við þetta má svo bæta að einkafyrirtækið Rocket Lab hætti við að skjóta gervihnöttum á braut um jörðu frá Nýja Sjálandi um helgina og að einkafyrirtækið SpaceX mun skjóta gervihnöttum á braut um jörðu á morgun. Bilun kom upp við tilraun NASA Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna gerðu fyrstu tilraunina með hreyfla eldflaugarinnar Space Launch System, eða SLS, í Mississippi á laugardaginn. Hreyflarnir fjórir voru settir í gang og áttu að vera í gangi í um átta mínútur. Þeir stoppuðu þó eftir 67 sekúndur. Þá hafði komið upp bilun í einum hreyflinum. SLS eldflaugin er mikilvæg í Artemis verkefninu, sem snýr að því að senda geimfara til tunglsins á nýjan leik á næstu árum og koma þar upp geimstöð. Þróun eldflaugarinnar hefur þó verið mun dýrari en til stóð og tafist verulega. Eldflaugin á að vera sú öflugasta sem hefur verið smíðuð. Enn sem komið er hefur NASA veitt litlar upplýsingar um hvað kom upp á í tilrauninni um helgina. Vísindamenn stofnunarinnar, Boeing og Aerojet Rocketdyne munu fara yfir tilraunina og greina nákvæmlega hvað gerðist. Tilraunin átti ef til vill að tryggja SLS í sessi en nú er framtíð eldflaugarinnar óljós. Ný ríkisstjórn tekur við völdum í Bandaríkjunum í vikunni og hingað til hefur framboð Joe Biden gefið lítið út varðandi áherslur sínar í geimferðum og rannsóknum.
Geimurinn Tækni Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Flottustu myndirnar úr geimnum Á hverju ári taka geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni mikinn fjölda ljósmynda út um glerglugga sem snýr í átt að jörðinni. 8. janúar 2021 14:25 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10 Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt. 16. nóvember 2020 11:31 Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59 NASA leitar að fyrirtækjum til að sækja tunglgrjót Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, leitar nú að einkafyrirtæki til þess að fara til tunglsins og sækja jarðveg og tunglgrjót til frekari rannsókna. 11. september 2020 23:11 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Flottustu myndirnar úr geimnum Á hverju ári taka geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni mikinn fjölda ljósmynda út um glerglugga sem snýr í átt að jörðinni. 8. janúar 2021 14:25
Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31
Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10
Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt. 16. nóvember 2020 11:31
Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59
NASA leitar að fyrirtækjum til að sækja tunglgrjót Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, leitar nú að einkafyrirtæki til þess að fara til tunglsins og sækja jarðveg og tunglgrjót til frekari rannsókna. 11. september 2020 23:11