Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2021 10:27 Heilbrigðiskerfið í borginni Manaus í Brasilíu er komið að þolmörkum vegna mikillar fjölgunar smita. Getty/Lucas Silva Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. Vegna afbrigðisins hefur breska ríkisstjórnin ákveðið að banna komur ferðamanna til landsins sem koma frá Suður-Ameríku, Panama, Portúgal og Grænhöfðaeyjum. Bannið tók gildi klukkan fjögur í nótt og nær það til Portúgal og Grænhöfðaeyja vegna sterkra tengsla landanna við Brasilíu. Breskir og írskir ríkisborgarar munu áfram geta komið til Bretlands sem og erlendir ríkisborgarar sem hafa dvalarleyfi en með því skilyrði að fara í sóttkví í tíu daga við komuna til landsins. Heilbrigðiskerfið í brasilísku borginni Manaus er komið að þolmörkum vegna mikillar fjölgunar smita sem tengist brasilíska afbrigðinu. Afbrigðin þrjú eiga það öll sameiginlegt að stökkbreytingar hafa orðið á svokölluðu bindipróteini veirunnar. Próteinið er sá hluti sem veiran notast til að bindast frumum í mönnum. Stökkbreytingarnar virðast því valda því að afbrigðin bindist frumum líkamans af meiri krafti en aðrir stofnar. Það hafi síðan þær afleiðingar að afbrigðin dreifa sér meira á milli manna. Allt að þrjár stökkbreytingar á bindipróteinin Í umfjöllun BBC um þessi þrjú afbrigði og muninn á þeim segir að nýjustu rannsóknir Lýðheilsustofnunar Bretlands bendi til þess að breska afbrigðið sé allt að 30 til 50 prósent meira smitandi en aðrir stofnar. Það greindist fyrst í Kent í september og hefur borist til meira en fimmtíu landa, þar á meðal Íslands. Hér hefur það þó ekki breiðst út um samfélagið. Suður-afríska afbrigðið greindist í október og hefur mögulega mikilvægari stökkbreytingar á bindipróteininu en það breska. Það á eina stökkbreytingu sameiginlega með breska afbrigðinu auk tveggja til viðbótar sem vísindamenn telja að geti tengst meira inn á virkni bóluefna gegn Covid-19. Ein stökkbreytingin hjálpar mögulega veirunni þannig við að koma sér undan þeim hluta ónæmiskerfisins sem myndar mótefni, að því er kemur fram í umfjöllun BBC. Brasilíska afbrigðið greindist fyrst í júlí og var nýlega greint í fjórum ferðalöngum sem komu til Japans frá Brasilíu. Á því eru þrjár lykilstökkbreytingar á bindipróteininu sem gera það líkt suður-afríska afbrigðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Bretland Suður-Afríka Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Vegna afbrigðisins hefur breska ríkisstjórnin ákveðið að banna komur ferðamanna til landsins sem koma frá Suður-Ameríku, Panama, Portúgal og Grænhöfðaeyjum. Bannið tók gildi klukkan fjögur í nótt og nær það til Portúgal og Grænhöfðaeyja vegna sterkra tengsla landanna við Brasilíu. Breskir og írskir ríkisborgarar munu áfram geta komið til Bretlands sem og erlendir ríkisborgarar sem hafa dvalarleyfi en með því skilyrði að fara í sóttkví í tíu daga við komuna til landsins. Heilbrigðiskerfið í brasilísku borginni Manaus er komið að þolmörkum vegna mikillar fjölgunar smita sem tengist brasilíska afbrigðinu. Afbrigðin þrjú eiga það öll sameiginlegt að stökkbreytingar hafa orðið á svokölluðu bindipróteini veirunnar. Próteinið er sá hluti sem veiran notast til að bindast frumum í mönnum. Stökkbreytingarnar virðast því valda því að afbrigðin bindist frumum líkamans af meiri krafti en aðrir stofnar. Það hafi síðan þær afleiðingar að afbrigðin dreifa sér meira á milli manna. Allt að þrjár stökkbreytingar á bindipróteinin Í umfjöllun BBC um þessi þrjú afbrigði og muninn á þeim segir að nýjustu rannsóknir Lýðheilsustofnunar Bretlands bendi til þess að breska afbrigðið sé allt að 30 til 50 prósent meira smitandi en aðrir stofnar. Það greindist fyrst í Kent í september og hefur borist til meira en fimmtíu landa, þar á meðal Íslands. Hér hefur það þó ekki breiðst út um samfélagið. Suður-afríska afbrigðið greindist í október og hefur mögulega mikilvægari stökkbreytingar á bindipróteininu en það breska. Það á eina stökkbreytingu sameiginlega með breska afbrigðinu auk tveggja til viðbótar sem vísindamenn telja að geti tengst meira inn á virkni bóluefna gegn Covid-19. Ein stökkbreytingin hjálpar mögulega veirunni þannig við að koma sér undan þeim hluta ónæmiskerfisins sem myndar mótefni, að því er kemur fram í umfjöllun BBC. Brasilíska afbrigðið greindist fyrst í júlí og var nýlega greint í fjórum ferðalöngum sem komu til Japans frá Brasilíu. Á því eru þrjár lykilstökkbreytingar á bindipróteininu sem gera það líkt suður-afríska afbrigðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Bretland Suður-Afríka Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira