Frakkar herða aðgerðir enn frekar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2021 23:21 Jean Castex forsætisráðherra Frakklands heimsækir sjúkrahús í Saint-Etienne en önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir landið. Vísir/EPA Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, kynnti í dag hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins sem virðist ekki á undanhaldi í landinu. Útgöngubann er nú í gildi frá klukkan sex á kvöldin til klukkan sex á morgnanna. Aðgerðirnar taka gildi á laugardag. Frá því í desember hefur útgöngubann verið í gildi frá klukkan átta á kvöldin til sex á morgnanna en forsætisráðherrann sagði í tilkynningu í dag að það virtist ekki bera árangur og því þyrfti að herða reglurnar. Hann sagði ástandið í landinu alvarlegt en enn greinast þúsundir dag hvern. Í dag greindust rúmlega 21 þúsund manns smitaðir af veirunni. Meira en 69 þúsund manns hafa dáið af völdum veirunnar í Frakklandi. Frakkland er þar með sjöunda landið í heiminum þegar dauðsföll vegna veirunnar eru talin. Aðgerðirnar munu gilda í minnst fimmtán daga og mun fólk því þurfa að halda sér heima eftir klukkan sex á kvöldin, nema það sé á leiðinni heim úr skóla eða vinnu. Allar búðir og aðrir vinnustaðir munu loka vegna aðgerðanna frá og með laugardeginum, utan framlínuvinnustaða. Þessar aðgerðir hafa þegar tekið gildi í nokkrum héruðum í austurhluta landsins, sem hafa orðið hvað verst úti í faraldrinum á undanförnum vikum. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Frakklandi hefur það þegar borið árangur en þar hefur daglegum smitum fækkað. Fleiri aðgerðir munu taka gildi á laugardag en þá munu allir sem ferðast til landsins frá löndum utan Evrópusambandsins þurf að sýna fram á neikvætt covid-19 próf sem tekið hefur verið innan 72 klukkutíma. Þá mun fólk þurfa að vera í einangrun í sjö daga og fara í aðra skimun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Frá því í desember hefur útgöngubann verið í gildi frá klukkan átta á kvöldin til sex á morgnanna en forsætisráðherrann sagði í tilkynningu í dag að það virtist ekki bera árangur og því þyrfti að herða reglurnar. Hann sagði ástandið í landinu alvarlegt en enn greinast þúsundir dag hvern. Í dag greindust rúmlega 21 þúsund manns smitaðir af veirunni. Meira en 69 þúsund manns hafa dáið af völdum veirunnar í Frakklandi. Frakkland er þar með sjöunda landið í heiminum þegar dauðsföll vegna veirunnar eru talin. Aðgerðirnar munu gilda í minnst fimmtán daga og mun fólk því þurfa að halda sér heima eftir klukkan sex á kvöldin, nema það sé á leiðinni heim úr skóla eða vinnu. Allar búðir og aðrir vinnustaðir munu loka vegna aðgerðanna frá og með laugardeginum, utan framlínuvinnustaða. Þessar aðgerðir hafa þegar tekið gildi í nokkrum héruðum í austurhluta landsins, sem hafa orðið hvað verst úti í faraldrinum á undanförnum vikum. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Frakklandi hefur það þegar borið árangur en þar hefur daglegum smitum fækkað. Fleiri aðgerðir munu taka gildi á laugardag en þá munu allir sem ferðast til landsins frá löndum utan Evrópusambandsins þurf að sýna fram á neikvætt covid-19 próf sem tekið hefur verið innan 72 klukkutíma. Þá mun fólk þurfa að vera í einangrun í sjö daga og fara í aðra skimun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira