Framtíðin ber að dyrum – ætlarðu að svara? Líf Magneudóttir skrifar 14. janúar 2021 13:00 Á föstudaginn í síðustu viku birtum við í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkur drög að vinnu stýrihóps um endurskoðun aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum. Drögin eru afrakstur rúmlega árs samvinnu og víðtæks samráðs um nýja stefnu Reykjavíkurborgar til að stemma stigu við loftslagsógninni og ná markmiðum okkar um kolefnishlutleysi. Nokkrar yfirgripsmiklar og nýjar aðgerðir hafa litið dagsins ljós í stefnunni og stendur til að herða enn frekar á öðrum sem þegar eru í farvegi og framkvæmd. Í drögum að stefnunni er aðgerðunum skipt í sex meginmarkmið: Gönguvæn borg, Orkuskipti, Heilsueflandi samgöngur, Hringrásarhugsun, Vistvæn mannvirki og Kolefnisbinding. Þar fyrir utan eru gegnumgangandi og aðrar samverkandi aðgerðir sem ná þvert á meginmarkmiðin og varða rekstur Reykjavíkurborgar, aðlögun að loftslagsbreytingum og vitundarvakningu og nýsköpun í málaflokknum. Það hefur lengi verið ljóst að stjórnvöld alls staðar í heiminum bera stærstu ábyrgðina á hvernig til tekst við að bjarga lífríkinu úr krumlum ágangs og mengunar. Það að þau setji sér stefnu og markmið og samþykki yfirlýsingar er auðvitað mikilvægt en eftirleikurinn af því skilur á milli feigs og ófeigs. Í drögum að þeirri stefnu sem verður rædd á borgarstjórnarfundi n.k. þriðjudag er boginn spenntur hátt enda megum við engan tíma missa. Verkefnið sem við erum með í fanginu er orðið að kapphlaupi við tímann og yfirvofandi og orðnar hamfarir. Til að ná umtalsverðum árangri í baráttunni þurfum við m.a. að fletta upp malbiki og endurheimta náttúruna í borginni. Við þurfum líka að hætta að moka auðlindum ofan í holu og verða nýtnari og nægjusamari. Að sama skapi má hvergi slá af þeim kröfum að öll uppbygging og endurskipulagning borgarinnar leiði af sér afar lítið eða ekkert sótspor, s.s. með uppbyggingu kolefnishlutlausra og vistvænna mannvirkja og samgönguæða. Það er líka ófrávíkjanlegt forgangsmál að skapa borg þar sem ekkert okkar þarf að nota mengandi fararskjóta til að sinna daglegum verkum. Eins bætir það heilsu fólks að hreyfa sig á milli staða og ganga sem mest fyrir eigin orku þannig að ávinningurinn af gönguvænni borg sem býður upp á fjölbreytta vistvæna ferðamáta er einnig ótvírætt lýðheilsumál. Hér eru aðeins dregin upp nokkur sýnishorn af þeim aðgerðum sem má finna og kynna sér í drögum að nýrri loftslagsáætlun sem eiga það sammerkt að ná kolefnishlutleysi Reykjavíkur árið 2040. Ég vona að allir borgarbúar gefi sér tíma til að kynna sér þau og þær aðgerðir sem þar eru boðaðar. Allri rýni og e.t.v. viðbótartillögum má síðan koma á framfæri með því að senda skeyti á usk@reykjavik.is til 22. janúar. Áratugur róttækra aðgerða í loftslagsmálum og í þágu umhverfisverndar og lífríkis ber nú að dyrum og kemur til með að setja varanlegt og lífvænlegt spor sitt á líf okkar og borgarsamfélagið. Við hljótum öll að fagna því og hleypa breytingunum inn. Áætlunina má finna hér: Loftslagsáætlun 2021-2025. Höfundur er formaður stýrihóps um endurskoðun Loftslagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Reykjavík Borgarstjórn Loftslagsmál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á föstudaginn í síðustu viku birtum við í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkur drög að vinnu stýrihóps um endurskoðun aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum. Drögin eru afrakstur rúmlega árs samvinnu og víðtæks samráðs um nýja stefnu Reykjavíkurborgar til að stemma stigu við loftslagsógninni og ná markmiðum okkar um kolefnishlutleysi. Nokkrar yfirgripsmiklar og nýjar aðgerðir hafa litið dagsins ljós í stefnunni og stendur til að herða enn frekar á öðrum sem þegar eru í farvegi og framkvæmd. Í drögum að stefnunni er aðgerðunum skipt í sex meginmarkmið: Gönguvæn borg, Orkuskipti, Heilsueflandi samgöngur, Hringrásarhugsun, Vistvæn mannvirki og Kolefnisbinding. Þar fyrir utan eru gegnumgangandi og aðrar samverkandi aðgerðir sem ná þvert á meginmarkmiðin og varða rekstur Reykjavíkurborgar, aðlögun að loftslagsbreytingum og vitundarvakningu og nýsköpun í málaflokknum. Það hefur lengi verið ljóst að stjórnvöld alls staðar í heiminum bera stærstu ábyrgðina á hvernig til tekst við að bjarga lífríkinu úr krumlum ágangs og mengunar. Það að þau setji sér stefnu og markmið og samþykki yfirlýsingar er auðvitað mikilvægt en eftirleikurinn af því skilur á milli feigs og ófeigs. Í drögum að þeirri stefnu sem verður rædd á borgarstjórnarfundi n.k. þriðjudag er boginn spenntur hátt enda megum við engan tíma missa. Verkefnið sem við erum með í fanginu er orðið að kapphlaupi við tímann og yfirvofandi og orðnar hamfarir. Til að ná umtalsverðum árangri í baráttunni þurfum við m.a. að fletta upp malbiki og endurheimta náttúruna í borginni. Við þurfum líka að hætta að moka auðlindum ofan í holu og verða nýtnari og nægjusamari. Að sama skapi má hvergi slá af þeim kröfum að öll uppbygging og endurskipulagning borgarinnar leiði af sér afar lítið eða ekkert sótspor, s.s. með uppbyggingu kolefnishlutlausra og vistvænna mannvirkja og samgönguæða. Það er líka ófrávíkjanlegt forgangsmál að skapa borg þar sem ekkert okkar þarf að nota mengandi fararskjóta til að sinna daglegum verkum. Eins bætir það heilsu fólks að hreyfa sig á milli staða og ganga sem mest fyrir eigin orku þannig að ávinningurinn af gönguvænni borg sem býður upp á fjölbreytta vistvæna ferðamáta er einnig ótvírætt lýðheilsumál. Hér eru aðeins dregin upp nokkur sýnishorn af þeim aðgerðum sem má finna og kynna sér í drögum að nýrri loftslagsáætlun sem eiga það sammerkt að ná kolefnishlutleysi Reykjavíkur árið 2040. Ég vona að allir borgarbúar gefi sér tíma til að kynna sér þau og þær aðgerðir sem þar eru boðaðar. Allri rýni og e.t.v. viðbótartillögum má síðan koma á framfæri með því að senda skeyti á usk@reykjavik.is til 22. janúar. Áratugur róttækra aðgerða í loftslagsmálum og í þágu umhverfisverndar og lífríkis ber nú að dyrum og kemur til með að setja varanlegt og lífvænlegt spor sitt á líf okkar og borgarsamfélagið. Við hljótum öll að fagna því og hleypa breytingunum inn. Áætlunina má finna hér: Loftslagsáætlun 2021-2025. Höfundur er formaður stýrihóps um endurskoðun Loftslagsáætlunar Reykjavíkurborgar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun