Hefur barist fyrir lífi sínu í þrjú ár: Sprelllifandi úrskurðuð látin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. janúar 2021 18:48 Pexels/mali maeder Frönsk kona hefur freistað þess í þrjú ár að sannfæra yfirvöld um að hún sé sannarlega á lífi eftir að hún var úrskurðuð látin án þess að gögn þess efnis væru lögð fram. Málið er allt hið undarlegasta en má rekja til deilna við fyrrverandi starfsmann. Þannig er að árið 2004 var Jeanne Pouchain, 58 ára, gert að greiða viðkomandi starfsmanni skaðabætur eftir ólögmæta uppsögn. Þar sem málið var sótt gegn fyrirtækinu en ekki Pouchain sjálfri var niðurstöðunni ekki framfylgt. Árið 2016 taldi áfrýjunardómstóll að Pouchain væri látin og skipaði eiginmanni hennar og syni að greiða bæturnar. Ári síðar tilkynnti starfsmaðurinn dómstólnum sem felldi upphaflega dóminn að erindum til Pouchain hefði ekki verið svarað og hún væri látin. Í kjölfarið virðist dómstóll hafa úrskurðað Pouchain látna en hún hvarf að minnsta kosti úr opinberum gögnum og gat upp frá því ekki notað nafnskírteinið sitt né ökuskírteini og fékk ekki aðgang að bankareikningum né sjúkratryggingum. Hver stóð fyrir meintu andláti? Pouchain sagði í samtali við blaðamenn að lögmaður hennar hafði haldið að það yrði lítið mál að fá andlátsúrskurðinum snúið, þar sem læknir hefði staðfest að hún væri jú sannarlega á lífi. Það reyndist hins vegar ekki raunin. „Þetta er ótrúleg saga,“ segir lögmaðurinn, Sylvain Cormier. „Ég trúði þessu ekki. Ég hefði aldrei haldið að dómari myndi úrskurða einhvern látinn án vottorðs. En [starfsmaðurinn] sagði að Pouchain væri látin, án þess að leggja fram nein sönnunargögn og allir trúðu henni. Enginn athugaði það.“ Pouchain hefur sakað starfsmanninn um að skálda dauðsfallið til að geta sótt bæturnar í dánarbú hennar. Lögmaður starfsmannsins segir Pouchain hins vegar sjálfa hafa staðið fyrir því að koma sér fyrir kattarnef, til að þurfa ekki að greiða bæturnar. „Ég er ekkert,“ kvartar Pouchain, sem hefur engin gögn til að sanna að hún sé lifandi. „Það er kominn tími til að einhver segi stopp,“ segir hún. „Amma eiginmannsins míns er 102 ára... hún hefur lifað margt, meðal annars stríðið, en hún segir að hún hafi aldrei upplifað neitt jafn erfitt og ég hef upplifað.“ Guardian sagði frá. Frakkland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira
Málið er allt hið undarlegasta en má rekja til deilna við fyrrverandi starfsmann. Þannig er að árið 2004 var Jeanne Pouchain, 58 ára, gert að greiða viðkomandi starfsmanni skaðabætur eftir ólögmæta uppsögn. Þar sem málið var sótt gegn fyrirtækinu en ekki Pouchain sjálfri var niðurstöðunni ekki framfylgt. Árið 2016 taldi áfrýjunardómstóll að Pouchain væri látin og skipaði eiginmanni hennar og syni að greiða bæturnar. Ári síðar tilkynnti starfsmaðurinn dómstólnum sem felldi upphaflega dóminn að erindum til Pouchain hefði ekki verið svarað og hún væri látin. Í kjölfarið virðist dómstóll hafa úrskurðað Pouchain látna en hún hvarf að minnsta kosti úr opinberum gögnum og gat upp frá því ekki notað nafnskírteinið sitt né ökuskírteini og fékk ekki aðgang að bankareikningum né sjúkratryggingum. Hver stóð fyrir meintu andláti? Pouchain sagði í samtali við blaðamenn að lögmaður hennar hafði haldið að það yrði lítið mál að fá andlátsúrskurðinum snúið, þar sem læknir hefði staðfest að hún væri jú sannarlega á lífi. Það reyndist hins vegar ekki raunin. „Þetta er ótrúleg saga,“ segir lögmaðurinn, Sylvain Cormier. „Ég trúði þessu ekki. Ég hefði aldrei haldið að dómari myndi úrskurða einhvern látinn án vottorðs. En [starfsmaðurinn] sagði að Pouchain væri látin, án þess að leggja fram nein sönnunargögn og allir trúðu henni. Enginn athugaði það.“ Pouchain hefur sakað starfsmanninn um að skálda dauðsfallið til að geta sótt bæturnar í dánarbú hennar. Lögmaður starfsmannsins segir Pouchain hins vegar sjálfa hafa staðið fyrir því að koma sér fyrir kattarnef, til að þurfa ekki að greiða bæturnar. „Ég er ekkert,“ kvartar Pouchain, sem hefur engin gögn til að sanna að hún sé lifandi. „Það er kominn tími til að einhver segi stopp,“ segir hún. „Amma eiginmannsins míns er 102 ára... hún hefur lifað margt, meðal annars stríðið, en hún segir að hún hafi aldrei upplifað neitt jafn erfitt og ég hef upplifað.“ Guardian sagði frá.
Frakkland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira