Taka skinkusamlokur af bílstjórum eftir Brexit Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2021 23:47 Eftir formlega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og langt aðlögunarferli hafa nýjar reglur tekið gildi. Getty/Peter Boer Vegna nýs viðskiptasamnings Evrópusambandsins og Bretlands eftir Brexit er innflutningur einstaklinga á ýmsum vörum óheimill, til dæmis þeim sem innihalda kjöt eða mjólkurvörur. Þessum reglum hafa bílstjórar sem ferðast á milli fengið að finna fyrir. Hollensk sjónvarpsstöð náði myndböndum af landamæravörðum útskýra breyttar reglur fyrir bílstjórum frá Bretlandi. Einn þeirra hafði tekið með sér samlokur í álpappír og spurði landamæravörðurinn hvort kjöt væri í þeim. „Allt í lagi, þá tökum við þær allar,“ sagði vörðurinn eftir að bílstjórinn upplýsti að samlokurnar væru með skinku. Þegar bílstjórinn spurði hvort hann mætti í það minnsta halda brauðinu svaraði vörðurinn: „Nei, allt verður gert upptækt. Velkominn í Brexit herra minn, afsakaðu þetta.“ Next time people tell you there's no new friction at the borders because of Brexit, you can show them this Dutch TV clip of drivers being stopped and having their lunches confiscated. pic.twitter.com/B9eZfDWKFB— OwenAdamsYT (@OwenAdamsYT1) January 10, 2021 Nýjar reglur tóku gildi um áramótin eftir að aðlögunarferli Breta lauk formlega. Lengi vel var útlit fyrir að samningar myndu ekki nást milli Bretlands og Evrópusambandsins, en á aðfangadag var greint frá því að viðskiptasamningur væri á borðinu. Þá eru leiðbeiningar varðandi breyttar reglur eftir Brexit á heimasíðu umhverfisráðuneytis Bretlands, þar sem kemur fram að ekki megi taka með sér dýraafurðir með sér til landa innan Evrópusambandsins. Sérstaklega er tekið fram að það eigi einnig við um samlokur. Að mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eru reglurnar nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir að sýklar berist með kjötvörum eða mjólkurafurðum sem gætu leitt til sjúkdóma hjá dýrum innan sambandsins. Brexit Bretland Holland Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Hollensk sjónvarpsstöð náði myndböndum af landamæravörðum útskýra breyttar reglur fyrir bílstjórum frá Bretlandi. Einn þeirra hafði tekið með sér samlokur í álpappír og spurði landamæravörðurinn hvort kjöt væri í þeim. „Allt í lagi, þá tökum við þær allar,“ sagði vörðurinn eftir að bílstjórinn upplýsti að samlokurnar væru með skinku. Þegar bílstjórinn spurði hvort hann mætti í það minnsta halda brauðinu svaraði vörðurinn: „Nei, allt verður gert upptækt. Velkominn í Brexit herra minn, afsakaðu þetta.“ Next time people tell you there's no new friction at the borders because of Brexit, you can show them this Dutch TV clip of drivers being stopped and having their lunches confiscated. pic.twitter.com/B9eZfDWKFB— OwenAdamsYT (@OwenAdamsYT1) January 10, 2021 Nýjar reglur tóku gildi um áramótin eftir að aðlögunarferli Breta lauk formlega. Lengi vel var útlit fyrir að samningar myndu ekki nást milli Bretlands og Evrópusambandsins, en á aðfangadag var greint frá því að viðskiptasamningur væri á borðinu. Þá eru leiðbeiningar varðandi breyttar reglur eftir Brexit á heimasíðu umhverfisráðuneytis Bretlands, þar sem kemur fram að ekki megi taka með sér dýraafurðir með sér til landa innan Evrópusambandsins. Sérstaklega er tekið fram að það eigi einnig við um samlokur. Að mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eru reglurnar nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir að sýklar berist með kjötvörum eða mjólkurafurðum sem gætu leitt til sjúkdóma hjá dýrum innan sambandsins.
Brexit Bretland Holland Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira