Leikmenn biðla til forseta IHF að banna áhorfendur á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2021 08:59 Bjarte Myrhol, fyrirliði norska landsliðsins, er meðal þeirra sem skrifuðu undir bréfið til forseta IHF. getty/Jan Christensen Evrópsku leikmannasamtökin hafa sent Dr. Hassan Moustafa, forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, bréf þar sem þeir biðla til hans að banna áhorfendur á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi. Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn ætla Egyptar að leyfa áhorfendur á HM sem hefst í næstu viku. Selt verður í fimmtung sæta í hverri keppnishöll, áhorfendur þurfa að virða fjarlægðartakmörk og vera með grímu. Meðal leikmanna sem hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag eru Norðmaðurinn Sander Sagosen og Danirnir Mikkel Hansen, Henrik Møllgaard og Morten Olsen. Hansen sagðist íhuga að spila ekki á HM og Møllgaard sagði ákvörðun mótshaldara að leyfa áhorfendur heimskulega. Olsen sagði svo að þetta væri týpískt fyrir IHF. Nú hafa evrópsku leikmannasamtökin sent Moustafa bréf þar sem þau biðla til hans að banna áhorfendur á HM. Þar kemur einnig fram að ef áhorfendur verða leyfðir verði að vera skýrar reglur hvernig leikirnir eigi að fara fram. TV 2 í Noregi greinir frá. Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið er Bjarte Myrhol, fyrirliði norska landsliðsins. Bréfið var sent í gær. Ekki liggur enn fyrir hvort IHF verður við beiðni leikmannanna en það verður að teljast afar ólíklegt. Hinn umdeildi Moustafa er Egypti og vill eflaust tryggja sínum mönnum sem mestan stuðning á HM. Engir áhorfendur voru á Evrópumóti kvenna sem fór fram í Danmörku í lok síðasta árs og í flestum deildum heims er leikið fyrir luktum dyrum. HM 2021 í handbolta Egyptaland Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn ætla Egyptar að leyfa áhorfendur á HM sem hefst í næstu viku. Selt verður í fimmtung sæta í hverri keppnishöll, áhorfendur þurfa að virða fjarlægðartakmörk og vera með grímu. Meðal leikmanna sem hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag eru Norðmaðurinn Sander Sagosen og Danirnir Mikkel Hansen, Henrik Møllgaard og Morten Olsen. Hansen sagðist íhuga að spila ekki á HM og Møllgaard sagði ákvörðun mótshaldara að leyfa áhorfendur heimskulega. Olsen sagði svo að þetta væri týpískt fyrir IHF. Nú hafa evrópsku leikmannasamtökin sent Moustafa bréf þar sem þau biðla til hans að banna áhorfendur á HM. Þar kemur einnig fram að ef áhorfendur verða leyfðir verði að vera skýrar reglur hvernig leikirnir eigi að fara fram. TV 2 í Noregi greinir frá. Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið er Bjarte Myrhol, fyrirliði norska landsliðsins. Bréfið var sent í gær. Ekki liggur enn fyrir hvort IHF verður við beiðni leikmannanna en það verður að teljast afar ólíklegt. Hinn umdeildi Moustafa er Egypti og vill eflaust tryggja sínum mönnum sem mestan stuðning á HM. Engir áhorfendur voru á Evrópumóti kvenna sem fór fram í Danmörku í lok síðasta árs og í flestum deildum heims er leikið fyrir luktum dyrum.
HM 2021 í handbolta Egyptaland Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira