Stefán Rafn: Er gjörsamlega kominn með ógeð af þessu Anton Ingi Leifsson skrifar 5. janúar 2021 18:30 Stefán Rafn Sigrumannsson ræddi meiðslin og framtíðina en hann hefur lengi verið fastamaður í íslenska landsliðinu. vísir/skjáskot Stefán Rafn Sigurmannsson, landsliðsmaður í handbolta, segist vera búinn að fá ógeð af meiðslunum sem hafa plagað hann síðustu ár og að hann sé nú kominn heim til að ná sér hundrað prósent heilum á nýjan leik. Tilkynnt var í dag að Stefán Rafn hefði rift samningi sínum við Pick Szeged í Ungverjalandi þar sem hann varð deildarmeistari árið 2017 og bikarmeistari árið 2019. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. „Ég er búinn að vera glíma við vandamál undir löppinni. Þetta er búið að versna með árunum og núna er kominn sá tímapunktur að ég þarf að vinna í mínum meiðslum og það þarf að ná þessu á rétt ról,“ sagði Stefán og hélt áfram. „Þetta var besta lendingin og sú sem ég sóttist eftir. É er mjög glaður að þetta hafi gengið í gegn og ég geti komið hérna heim og hitt þá sjúkraþjálfara og lækna sem ég treysti. Ég fór í litla aðgerð hjá Brynjólfi og er núna búinn að vera með Ella sjúkraþjálfara og vinna í þessu. Ég er nokkuð jákvæður. Ég er byrjaður að hlaupa rólega svo það er jákvætt eftir svona langan tíma.“ Stefán Rafn er án félags.https://t.co/L60Saccouq— Sportið á Vísi (@VisirSport) January 5, 2021 Stefán Rafn hafði gert góða hluti í Ungverjalandi áður en kom að meiðslunum sem nú hafa haldið honum frá handboltavellinum í þó nokkurn tíma. „Þetta er allt mjög svekkjandi. Ef maður pælir of mikið í þessu þá verður maður þungur. Maður þarf að horfa fram á veginn og koma löppinni í stand. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Svo sjáum við til með framhaldið en þetta er verst fyrir hausinn og þá sem eru í kringum mann. Maður er ekki sá glaðasti.“ „Það gekk mjög vel. Svo kemur þetta og þetta fylgir íþróttunum, því miður. Við erum ekki búin að finna lausn á þessu núna í langan tíma þannig að þetta er bara það besta í stöðunni að koma heim og nota tímann vel að jafna mig með bestu sjúkraþjálfurum í heimi. Ég er mjög glaður með það.“ Hafnfirðingurinn segir að það sé virkilega skemmtilegt að spila í Ungverjalandi. Fólkið sé blóðheitt og skemmtilegt en það sé einnig einhverjir hluti sem þurfi að gera betur. „Það er mjög skemmtilegt að spila þarna og skemmtilegustu hallirnar fyrir COVID. Þeir eru blóðheitir og umhverfið frábært. Handboltinn er á heimsmælikvarða en það vantar upp á suma hluti líka.“ Spili Stefán á Íslandi er það aðeins eitt lið sem kemur til greina; Haukar. „Þetta er félagið mitt og það er ekkert annað félag sem kemur til greina. Ég elska rauða litinn en við verðum að sjá til. Númer eitt, tvö og þrjú er að koma löppinni í stand. Ég er gjörsamlega kominn með ógeð af þessu þannig að ég ætla að taka eitt skref í einu og reyna að vanda mig í uppbyggingunni. Ég ætla koma löppinni í stand, áður en ég geri eitthvað annað,“ sagði Stefán Rafn að lokum. Klippa: Sportpakkinn - Stefán Rafn Handbolti Sportpakkinn Tengdar fréttir Stefán Rafn farinn frá Pick Szeged Samningi handboltamannsins Stefáns Rafns Sigurmannssonar við ungverska liðið Pick Szeged hefur verið rift. 5. janúar 2021 14:51 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Tilkynnt var í dag að Stefán Rafn hefði rift samningi sínum við Pick Szeged í Ungverjalandi þar sem hann varð deildarmeistari árið 2017 og bikarmeistari árið 2019. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. „Ég er búinn að vera glíma við vandamál undir löppinni. Þetta er búið að versna með árunum og núna er kominn sá tímapunktur að ég þarf að vinna í mínum meiðslum og það þarf að ná þessu á rétt ról,“ sagði Stefán og hélt áfram. „Þetta var besta lendingin og sú sem ég sóttist eftir. É er mjög glaður að þetta hafi gengið í gegn og ég geti komið hérna heim og hitt þá sjúkraþjálfara og lækna sem ég treysti. Ég fór í litla aðgerð hjá Brynjólfi og er núna búinn að vera með Ella sjúkraþjálfara og vinna í þessu. Ég er nokkuð jákvæður. Ég er byrjaður að hlaupa rólega svo það er jákvætt eftir svona langan tíma.“ Stefán Rafn er án félags.https://t.co/L60Saccouq— Sportið á Vísi (@VisirSport) January 5, 2021 Stefán Rafn hafði gert góða hluti í Ungverjalandi áður en kom að meiðslunum sem nú hafa haldið honum frá handboltavellinum í þó nokkurn tíma. „Þetta er allt mjög svekkjandi. Ef maður pælir of mikið í þessu þá verður maður þungur. Maður þarf að horfa fram á veginn og koma löppinni í stand. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Svo sjáum við til með framhaldið en þetta er verst fyrir hausinn og þá sem eru í kringum mann. Maður er ekki sá glaðasti.“ „Það gekk mjög vel. Svo kemur þetta og þetta fylgir íþróttunum, því miður. Við erum ekki búin að finna lausn á þessu núna í langan tíma þannig að þetta er bara það besta í stöðunni að koma heim og nota tímann vel að jafna mig með bestu sjúkraþjálfurum í heimi. Ég er mjög glaður með það.“ Hafnfirðingurinn segir að það sé virkilega skemmtilegt að spila í Ungverjalandi. Fólkið sé blóðheitt og skemmtilegt en það sé einnig einhverjir hluti sem þurfi að gera betur. „Það er mjög skemmtilegt að spila þarna og skemmtilegustu hallirnar fyrir COVID. Þeir eru blóðheitir og umhverfið frábært. Handboltinn er á heimsmælikvarða en það vantar upp á suma hluti líka.“ Spili Stefán á Íslandi er það aðeins eitt lið sem kemur til greina; Haukar. „Þetta er félagið mitt og það er ekkert annað félag sem kemur til greina. Ég elska rauða litinn en við verðum að sjá til. Númer eitt, tvö og þrjú er að koma löppinni í stand. Ég er gjörsamlega kominn með ógeð af þessu þannig að ég ætla að taka eitt skref í einu og reyna að vanda mig í uppbyggingunni. Ég ætla koma löppinni í stand, áður en ég geri eitthvað annað,“ sagði Stefán Rafn að lokum. Klippa: Sportpakkinn - Stefán Rafn
Handbolti Sportpakkinn Tengdar fréttir Stefán Rafn farinn frá Pick Szeged Samningi handboltamannsins Stefáns Rafns Sigurmannssonar við ungverska liðið Pick Szeged hefur verið rift. 5. janúar 2021 14:51 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Stefán Rafn farinn frá Pick Szeged Samningi handboltamannsins Stefáns Rafns Sigurmannssonar við ungverska liðið Pick Szeged hefur verið rift. 5. janúar 2021 14:51