Íhugar að hætta við HM vegna áhorfenda Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2021 15:00 Mikkel Hansen hefur verið einn besti handboltamaður heims um langt skeið en mátti sætta sig við tap gegn Íslandi á EM fyrir ári síðan. Getty/Jan Christensen Danska handboltastjarnan Mikkel Hansen segist enn íhuga að hætta við að fara á HM í Egyptalandi vegna hugmynda mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu. Þetta segir Hansen í viðtali við Jyllands-Posten en hann hefur ekki áhuga á því að spila fyrir framan allt að 5.000 áhorfendur á mótinu, eins og íþróttamálaráðherra Egyptalands hefur sagt að möguleiki sé á, í miðjum heimsfaraldri. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki íhugað að gefa ekki kost á mér, og að ég íhugaði það ekki enn. Ég bíð að minnsta kosti eftir upplýsingum um hvernig mótshaldið verður og hvernig skipuleggjendur mótsins hafa hugsað sér að þetta verði mögulegt,“ sagði Hansen. „Þjónar engum tilgangi“ Hansen, sem er 33 ára, hefur þrisvar verið valinn besti handboltamaður heims og óþarfi að fjölyrða um hve slæmt yrði fyrir Dani að vera án hans þegar HM hefst eftir níu daga. „Ég veit ekki hvort það ætti að aflýsa mótinu en það ættu að minnsta kosti ekki að vera neinir áhorfendur á svæðinu. Ég sé ekki tilganginn með því að við leikmennirnir séum fastir í sápukúlu uppi á hóteli, neyddir til að einangra okkur frá öllum líkt og konurnar á EM, en förum svo í íþróttahallirnar og spilum fyrir framan fjölda fólks. Það þjónar engum tilgangi,“ sagði Hansen, og bætti við: „Það er erfitt fyrir mig að sjá hvernig það á að takast að fá fjölda fólks inn í hallirnar án þess að það skapi hættu fyrir okkur. Það er ástæða fyrir því að vellirnir eru tómir um allan heim núna.“ HM 2021 í handbolta Danmörk Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Þetta segir Hansen í viðtali við Jyllands-Posten en hann hefur ekki áhuga á því að spila fyrir framan allt að 5.000 áhorfendur á mótinu, eins og íþróttamálaráðherra Egyptalands hefur sagt að möguleiki sé á, í miðjum heimsfaraldri. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki íhugað að gefa ekki kost á mér, og að ég íhugaði það ekki enn. Ég bíð að minnsta kosti eftir upplýsingum um hvernig mótshaldið verður og hvernig skipuleggjendur mótsins hafa hugsað sér að þetta verði mögulegt,“ sagði Hansen. „Þjónar engum tilgangi“ Hansen, sem er 33 ára, hefur þrisvar verið valinn besti handboltamaður heims og óþarfi að fjölyrða um hve slæmt yrði fyrir Dani að vera án hans þegar HM hefst eftir níu daga. „Ég veit ekki hvort það ætti að aflýsa mótinu en það ættu að minnsta kosti ekki að vera neinir áhorfendur á svæðinu. Ég sé ekki tilganginn með því að við leikmennirnir séum fastir í sápukúlu uppi á hóteli, neyddir til að einangra okkur frá öllum líkt og konurnar á EM, en förum svo í íþróttahallirnar og spilum fyrir framan fjölda fólks. Það þjónar engum tilgangi,“ sagði Hansen, og bætti við: „Það er erfitt fyrir mig að sjá hvernig það á að takast að fá fjölda fólks inn í hallirnar án þess að það skapi hættu fyrir okkur. Það er ástæða fyrir því að vellirnir eru tómir um allan heim núna.“
HM 2021 í handbolta Danmörk Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira