Þarf íslenskur landbúnaður innflutningsvernd? Gróa Jóhannsdóttir skrifar 1. janúar 2021 16:01 Ég er jafnréttissinni og vil sjá jafnrétti til handa öllum og ekki síst konum og körlum. Þó að ég sé jafnréttissinni þá fyndist mér mjög ósanngjarnt ef gerð væri sú krafa að t.d. allar þær frábæru frjálsíþróttakonur sem við eigum yrði gert að keppa við karla í sinni grein og eins ef okkar frábæra kvennalandslið í knattspyrnu yrði gert að keppa við karlalið heimsmeistara Frakka og krafa okkar væri að okkar stelpur myndu sigra þá eða í versta falli gera jafntefli. En þetta er sú krafa sem gerð er á íslenskan landbúnað í því tolla- og innflutningsumhverfi sem við búum við í dag. Við getum ekki verið samkeppnishæf, jú við getum verið samkeppnishæf í gæðum vegna áratuga markvissra kynbóta. En í verðum getum við ekki keppt. Vegna legu landsins eru sumur stutt og vetur langir og fóðuröflun og fóðrun skepna því dýr, eins eru aðflutningar dýrari (sem n.b. gerir það líka að aðrar vörur en landbúnaðarvörur eru oftast dýrari hér heldur en í nærumhverfi framleiðslunnar) og síðast en ekki síst erum við örmarkaður. Okkar framleiðsla er aðeins lítið brotabrot af þeirri framleiðslu sem við erum að keppa við og eigum því ekki möguleika á að hagræða í krafti stærðar og fjöldaframleiðslu, enda alveg spurning hvort við myndum vilja sjá þannig framleiðslu hér. Þess vegna verðum við að hafa innflutningsvernd á innlendri landbúnaðarframleiðslu hvort sem hún felst í tollavernd eða einhverju öðru, við viljum fá að keppa á jafnréttisgrunni! Ég hef verið bóndi á fjórða áratug og nú í seinni tíð einnig stjórnarmaður í afurðastöð. Ég tel mig því þekkja nokkuð vel það rekstrarumhverfi sem íslenskur landbúnaður og úrvinnsla hans býr við. Og er nú svo komið að frumframleiðendur og úrvinnsluaðilar eru í mjög þungum og þröngum rekstri þar sem taprekstur er jafnvel orðinn viðvarandi, en slíkt getur auðvitað ekki gengið til lengdar og hlýtur að enda með því að bú og fyrirtæki enda í þroti með tilheyrandi atvinnumissi. Eini hlekkur þessarar keðju, þ.e. frá frumframleiðanda til neytenda, sem virðist bera sig og jafnvel hafa afgang er verslunin. Að mínu mati stendur kjötframleiðsla á landinu nú á tímamótum, tímamótum þar sem ræðst hvort slík framleiðsla verður áfram stunduð hér innanlands eða flyst alfarið úr landi. Framleiðsluferlar í landbúnaði eru oft mjög langir og t.d. tekur tæp 3 ár frá því að kálfur er getinn þangað til hann er tilbúinn til slátrunar og svipaðan tíma tekur fyrir mjólkurkúna að verða mjólkurkýr. Og ég sem sauðfjárbóndi er núna að panta áburð vegna framleiðslu haustsins 2022. Þetta er því rekstur sem erfitt er að laga að aðstæðum með hraði og tekur langan tíma að bregðast við breytingum á markaði. Og vegna þessara löngu framleiðsluferla er bóndi sem ákveður að hætta eða minnka verulega við sig í dag, ekki tilbúinn með vöru strax á næsta misseri ef markaður kallar eftir því. Þegar við kaupum vöru eða krefjumst þess að vara sé seld undir kostnaðarverði erum við að ganga á rétt einhvers. Það er einhver sem ekki er að fá það greitt sem hann er búinn að leggja í framleiðsluna og framleiðandinn leitar allra leiða til að lækka kostnaðinn. Stundum á kostnað gæða, stundum á kostnað dýravelferðar, stundum á kostnað umhverfisins, stundum á kostnað starfsfólks, stundum á kostnað mannréttinda og stundum á kostnað alls þessa. Það hlýtur að vera til eitthvað sem heitir neytenda siðferði og við sem neytendur hljótum að þurfa að hugsa við hvaða aðstæður það sem við kaupum er framleitt, og ef varan er óeðlilega ódýr af hverju hún kostar ekki meira en raun ber vitni. Viljum við sem þjóð áfram sjá landbúnað eflast og dafna í landinu, eða leggjast af? Þetta er spurning sem við þurfum að svara og mitt svar er Já við viljum öflugan landbúnað og því þurfum við innflutningsvernd á innlenda landbúnaðarframleiðslu. Gróa Jóhannsdóttir Höfundur er sauðfjárbóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Ég er jafnréttissinni og vil sjá jafnrétti til handa öllum og ekki síst konum og körlum. Þó að ég sé jafnréttissinni þá fyndist mér mjög ósanngjarnt ef gerð væri sú krafa að t.d. allar þær frábæru frjálsíþróttakonur sem við eigum yrði gert að keppa við karla í sinni grein og eins ef okkar frábæra kvennalandslið í knattspyrnu yrði gert að keppa við karlalið heimsmeistara Frakka og krafa okkar væri að okkar stelpur myndu sigra þá eða í versta falli gera jafntefli. En þetta er sú krafa sem gerð er á íslenskan landbúnað í því tolla- og innflutningsumhverfi sem við búum við í dag. Við getum ekki verið samkeppnishæf, jú við getum verið samkeppnishæf í gæðum vegna áratuga markvissra kynbóta. En í verðum getum við ekki keppt. Vegna legu landsins eru sumur stutt og vetur langir og fóðuröflun og fóðrun skepna því dýr, eins eru aðflutningar dýrari (sem n.b. gerir það líka að aðrar vörur en landbúnaðarvörur eru oftast dýrari hér heldur en í nærumhverfi framleiðslunnar) og síðast en ekki síst erum við örmarkaður. Okkar framleiðsla er aðeins lítið brotabrot af þeirri framleiðslu sem við erum að keppa við og eigum því ekki möguleika á að hagræða í krafti stærðar og fjöldaframleiðslu, enda alveg spurning hvort við myndum vilja sjá þannig framleiðslu hér. Þess vegna verðum við að hafa innflutningsvernd á innlendri landbúnaðarframleiðslu hvort sem hún felst í tollavernd eða einhverju öðru, við viljum fá að keppa á jafnréttisgrunni! Ég hef verið bóndi á fjórða áratug og nú í seinni tíð einnig stjórnarmaður í afurðastöð. Ég tel mig því þekkja nokkuð vel það rekstrarumhverfi sem íslenskur landbúnaður og úrvinnsla hans býr við. Og er nú svo komið að frumframleiðendur og úrvinnsluaðilar eru í mjög þungum og þröngum rekstri þar sem taprekstur er jafnvel orðinn viðvarandi, en slíkt getur auðvitað ekki gengið til lengdar og hlýtur að enda með því að bú og fyrirtæki enda í þroti með tilheyrandi atvinnumissi. Eini hlekkur þessarar keðju, þ.e. frá frumframleiðanda til neytenda, sem virðist bera sig og jafnvel hafa afgang er verslunin. Að mínu mati stendur kjötframleiðsla á landinu nú á tímamótum, tímamótum þar sem ræðst hvort slík framleiðsla verður áfram stunduð hér innanlands eða flyst alfarið úr landi. Framleiðsluferlar í landbúnaði eru oft mjög langir og t.d. tekur tæp 3 ár frá því að kálfur er getinn þangað til hann er tilbúinn til slátrunar og svipaðan tíma tekur fyrir mjólkurkúna að verða mjólkurkýr. Og ég sem sauðfjárbóndi er núna að panta áburð vegna framleiðslu haustsins 2022. Þetta er því rekstur sem erfitt er að laga að aðstæðum með hraði og tekur langan tíma að bregðast við breytingum á markaði. Og vegna þessara löngu framleiðsluferla er bóndi sem ákveður að hætta eða minnka verulega við sig í dag, ekki tilbúinn með vöru strax á næsta misseri ef markaður kallar eftir því. Þegar við kaupum vöru eða krefjumst þess að vara sé seld undir kostnaðarverði erum við að ganga á rétt einhvers. Það er einhver sem ekki er að fá það greitt sem hann er búinn að leggja í framleiðsluna og framleiðandinn leitar allra leiða til að lækka kostnaðinn. Stundum á kostnað gæða, stundum á kostnað dýravelferðar, stundum á kostnað umhverfisins, stundum á kostnað starfsfólks, stundum á kostnað mannréttinda og stundum á kostnað alls þessa. Það hlýtur að vera til eitthvað sem heitir neytenda siðferði og við sem neytendur hljótum að þurfa að hugsa við hvaða aðstæður það sem við kaupum er framleitt, og ef varan er óeðlilega ódýr af hverju hún kostar ekki meira en raun ber vitni. Viljum við sem þjóð áfram sjá landbúnað eflast og dafna í landinu, eða leggjast af? Þetta er spurning sem við þurfum að svara og mitt svar er Já við viljum öflugan landbúnað og því þurfum við innflutningsvernd á innlenda landbúnaðarframleiðslu. Gróa Jóhannsdóttir Höfundur er sauðfjárbóndi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun