Þarf íslenskur landbúnaður innflutningsvernd? Gróa Jóhannsdóttir skrifar 1. janúar 2021 16:01 Ég er jafnréttissinni og vil sjá jafnrétti til handa öllum og ekki síst konum og körlum. Þó að ég sé jafnréttissinni þá fyndist mér mjög ósanngjarnt ef gerð væri sú krafa að t.d. allar þær frábæru frjálsíþróttakonur sem við eigum yrði gert að keppa við karla í sinni grein og eins ef okkar frábæra kvennalandslið í knattspyrnu yrði gert að keppa við karlalið heimsmeistara Frakka og krafa okkar væri að okkar stelpur myndu sigra þá eða í versta falli gera jafntefli. En þetta er sú krafa sem gerð er á íslenskan landbúnað í því tolla- og innflutningsumhverfi sem við búum við í dag. Við getum ekki verið samkeppnishæf, jú við getum verið samkeppnishæf í gæðum vegna áratuga markvissra kynbóta. En í verðum getum við ekki keppt. Vegna legu landsins eru sumur stutt og vetur langir og fóðuröflun og fóðrun skepna því dýr, eins eru aðflutningar dýrari (sem n.b. gerir það líka að aðrar vörur en landbúnaðarvörur eru oftast dýrari hér heldur en í nærumhverfi framleiðslunnar) og síðast en ekki síst erum við örmarkaður. Okkar framleiðsla er aðeins lítið brotabrot af þeirri framleiðslu sem við erum að keppa við og eigum því ekki möguleika á að hagræða í krafti stærðar og fjöldaframleiðslu, enda alveg spurning hvort við myndum vilja sjá þannig framleiðslu hér. Þess vegna verðum við að hafa innflutningsvernd á innlendri landbúnaðarframleiðslu hvort sem hún felst í tollavernd eða einhverju öðru, við viljum fá að keppa á jafnréttisgrunni! Ég hef verið bóndi á fjórða áratug og nú í seinni tíð einnig stjórnarmaður í afurðastöð. Ég tel mig því þekkja nokkuð vel það rekstrarumhverfi sem íslenskur landbúnaður og úrvinnsla hans býr við. Og er nú svo komið að frumframleiðendur og úrvinnsluaðilar eru í mjög þungum og þröngum rekstri þar sem taprekstur er jafnvel orðinn viðvarandi, en slíkt getur auðvitað ekki gengið til lengdar og hlýtur að enda með því að bú og fyrirtæki enda í þroti með tilheyrandi atvinnumissi. Eini hlekkur þessarar keðju, þ.e. frá frumframleiðanda til neytenda, sem virðist bera sig og jafnvel hafa afgang er verslunin. Að mínu mati stendur kjötframleiðsla á landinu nú á tímamótum, tímamótum þar sem ræðst hvort slík framleiðsla verður áfram stunduð hér innanlands eða flyst alfarið úr landi. Framleiðsluferlar í landbúnaði eru oft mjög langir og t.d. tekur tæp 3 ár frá því að kálfur er getinn þangað til hann er tilbúinn til slátrunar og svipaðan tíma tekur fyrir mjólkurkúna að verða mjólkurkýr. Og ég sem sauðfjárbóndi er núna að panta áburð vegna framleiðslu haustsins 2022. Þetta er því rekstur sem erfitt er að laga að aðstæðum með hraði og tekur langan tíma að bregðast við breytingum á markaði. Og vegna þessara löngu framleiðsluferla er bóndi sem ákveður að hætta eða minnka verulega við sig í dag, ekki tilbúinn með vöru strax á næsta misseri ef markaður kallar eftir því. Þegar við kaupum vöru eða krefjumst þess að vara sé seld undir kostnaðarverði erum við að ganga á rétt einhvers. Það er einhver sem ekki er að fá það greitt sem hann er búinn að leggja í framleiðsluna og framleiðandinn leitar allra leiða til að lækka kostnaðinn. Stundum á kostnað gæða, stundum á kostnað dýravelferðar, stundum á kostnað umhverfisins, stundum á kostnað starfsfólks, stundum á kostnað mannréttinda og stundum á kostnað alls þessa. Það hlýtur að vera til eitthvað sem heitir neytenda siðferði og við sem neytendur hljótum að þurfa að hugsa við hvaða aðstæður það sem við kaupum er framleitt, og ef varan er óeðlilega ódýr af hverju hún kostar ekki meira en raun ber vitni. Viljum við sem þjóð áfram sjá landbúnað eflast og dafna í landinu, eða leggjast af? Þetta er spurning sem við þurfum að svara og mitt svar er Já við viljum öflugan landbúnað og því þurfum við innflutningsvernd á innlenda landbúnaðarframleiðslu. Gróa Jóhannsdóttir Höfundur er sauðfjárbóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Sjá meira
Ég er jafnréttissinni og vil sjá jafnrétti til handa öllum og ekki síst konum og körlum. Þó að ég sé jafnréttissinni þá fyndist mér mjög ósanngjarnt ef gerð væri sú krafa að t.d. allar þær frábæru frjálsíþróttakonur sem við eigum yrði gert að keppa við karla í sinni grein og eins ef okkar frábæra kvennalandslið í knattspyrnu yrði gert að keppa við karlalið heimsmeistara Frakka og krafa okkar væri að okkar stelpur myndu sigra þá eða í versta falli gera jafntefli. En þetta er sú krafa sem gerð er á íslenskan landbúnað í því tolla- og innflutningsumhverfi sem við búum við í dag. Við getum ekki verið samkeppnishæf, jú við getum verið samkeppnishæf í gæðum vegna áratuga markvissra kynbóta. En í verðum getum við ekki keppt. Vegna legu landsins eru sumur stutt og vetur langir og fóðuröflun og fóðrun skepna því dýr, eins eru aðflutningar dýrari (sem n.b. gerir það líka að aðrar vörur en landbúnaðarvörur eru oftast dýrari hér heldur en í nærumhverfi framleiðslunnar) og síðast en ekki síst erum við örmarkaður. Okkar framleiðsla er aðeins lítið brotabrot af þeirri framleiðslu sem við erum að keppa við og eigum því ekki möguleika á að hagræða í krafti stærðar og fjöldaframleiðslu, enda alveg spurning hvort við myndum vilja sjá þannig framleiðslu hér. Þess vegna verðum við að hafa innflutningsvernd á innlendri landbúnaðarframleiðslu hvort sem hún felst í tollavernd eða einhverju öðru, við viljum fá að keppa á jafnréttisgrunni! Ég hef verið bóndi á fjórða áratug og nú í seinni tíð einnig stjórnarmaður í afurðastöð. Ég tel mig því þekkja nokkuð vel það rekstrarumhverfi sem íslenskur landbúnaður og úrvinnsla hans býr við. Og er nú svo komið að frumframleiðendur og úrvinnsluaðilar eru í mjög þungum og þröngum rekstri þar sem taprekstur er jafnvel orðinn viðvarandi, en slíkt getur auðvitað ekki gengið til lengdar og hlýtur að enda með því að bú og fyrirtæki enda í þroti með tilheyrandi atvinnumissi. Eini hlekkur þessarar keðju, þ.e. frá frumframleiðanda til neytenda, sem virðist bera sig og jafnvel hafa afgang er verslunin. Að mínu mati stendur kjötframleiðsla á landinu nú á tímamótum, tímamótum þar sem ræðst hvort slík framleiðsla verður áfram stunduð hér innanlands eða flyst alfarið úr landi. Framleiðsluferlar í landbúnaði eru oft mjög langir og t.d. tekur tæp 3 ár frá því að kálfur er getinn þangað til hann er tilbúinn til slátrunar og svipaðan tíma tekur fyrir mjólkurkúna að verða mjólkurkýr. Og ég sem sauðfjárbóndi er núna að panta áburð vegna framleiðslu haustsins 2022. Þetta er því rekstur sem erfitt er að laga að aðstæðum með hraði og tekur langan tíma að bregðast við breytingum á markaði. Og vegna þessara löngu framleiðsluferla er bóndi sem ákveður að hætta eða minnka verulega við sig í dag, ekki tilbúinn með vöru strax á næsta misseri ef markaður kallar eftir því. Þegar við kaupum vöru eða krefjumst þess að vara sé seld undir kostnaðarverði erum við að ganga á rétt einhvers. Það er einhver sem ekki er að fá það greitt sem hann er búinn að leggja í framleiðsluna og framleiðandinn leitar allra leiða til að lækka kostnaðinn. Stundum á kostnað gæða, stundum á kostnað dýravelferðar, stundum á kostnað umhverfisins, stundum á kostnað starfsfólks, stundum á kostnað mannréttinda og stundum á kostnað alls þessa. Það hlýtur að vera til eitthvað sem heitir neytenda siðferði og við sem neytendur hljótum að þurfa að hugsa við hvaða aðstæður það sem við kaupum er framleitt, og ef varan er óeðlilega ódýr af hverju hún kostar ekki meira en raun ber vitni. Viljum við sem þjóð áfram sjá landbúnað eflast og dafna í landinu, eða leggjast af? Þetta er spurning sem við þurfum að svara og mitt svar er Já við viljum öflugan landbúnað og því þurfum við innflutningsvernd á innlenda landbúnaðarframleiðslu. Gróa Jóhannsdóttir Höfundur er sauðfjárbóndi.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun